Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 É g vonast til að komast sem mest inn í stúdíóið í ár og taka upp nýja tónlist. Það virðist oft erfitt að finna tíma til að gera annað en túra þegar dagskráin er eins stíf og hún er. Það er aftur á móti lúxusvanda- mál, eins og sagt er. Þetta ár er fullbókað og skipulag fyrir 2018 er langt komið en eins og ég segi þá er ég farinn að huga að nýrri tón- list og næstu plötu.“ Þetta segir Jökull Júlíusson, lagahöfundur, söngvari og gítarleikari mosfellsku rokksveit- arinnar Kaleo, sem er þessar vikurnar á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin en hljómsveitin hefur sem kunnugt er gert út þaðan undan- farin misseri. Spurður hvort þetta nýja efni sé rökrétt framhald af síðustu plötu eða hvort stefnan verði tekin í nýjar áttir og hvenær næsta plata komi út svarar Jökull: „Ég get ekki sagt til um það nákvæmlega hvenær næsta plata kemur út en tónlistin verður áfram fjöl- breytt og talar hvert lag fyrir sig.“ Túra með Lumineers Við Jökull höfðum mælt okkur mót meðan hann var staddur hér heima í stuttu fríi í síð- asta mánuði en hann var svo óheppinn að næla sér í flensu og varð að aflýsa viðtalinu. Í stað þess að bíða eftir næstu heimsókn ákváðum við að færa okkur tæknina í nyt og henda á milli okkar tölvupóstum yfir hafið. Á þeim samskiptum byggist þetta viðtal. „Við erum sem stendur á einskonar út- varpstúr hér í Bandaríkjunum, auk þess að taka þátt í viðburði á Steelers Stadium í Pitt- sburgh, Pennsylvania, um síðustu helgi. Svo förum við á tónleikaferðalag með Lumineers allan mars,“ upplýsir Jökull. „Sá túr verður í Bandaríkjunum og Kanada. Eftir það verð- um við svolítið með okkar tónleika á vest- urströndinni og í Flórída. Við tekur síðan svokallað „festival season“, þar sem að við munum koma fram víða um Bandaríkin og mikið í Evrópu í sumar.“ – Hvernig hefur gengið að hasla sér völl vestra? „Það hefur gengið virkilega vel þó að ég segi sjálfur frá. Þetta er auðvitað gífurleg vinna en það er mjög gaman að sjá það skila sér.“ 300 tónleikar á ári – Er þetta líf eins og þú hafðir gert þér í hugarlund? „Ég vissi satt að segja ekki alveg við hverju var að búast áður en ég flutti hingað út en þetta er vissulega mikil breyting. Sum- ir dagar eru frábærir og sumir eru það ekki. Síðustu ár hafa verið mikið ævintýri og ég lít svo á að ég sé mjög lánsamur að geta unnið við það sem ég elska, að semja tónlist og flytja hana. Þetta er samt vissulega mikil vinna og oft og tíðum lýjandi þegar þú ert að spila yfir 300 „show“ á ári.“ – Oft og tíðum lýjandi, segirðu. Skyggir ánægjan samt ekki á þá tilfinningu? „Þetta getur verið lýjandi. Ég hef mikið fyrir því að hugsa vel um mig til þess að hafa úthald í þetta allt saman. Oftast er þetta mikil keyrsla og lítill tími til að slaka á. Á móti kemur að það er frábær og gefandi tilfinning þegar milljónir manna um allan heim eru að hlusta á og lofsama verkin þín og þú færð að ferðast um heiminn og spila á allskonar stöðum þar sem fullir salir af fólki syngja með þér lögin þín.“ – Hvers vegna hentar Ameríka ykkur svona vel? „Ég veit ekki hvort Ameríka hentar okkur betur en eitthvað annað. Ég kann vel við að vera í Ameríku og vildi alltaf taka þar upp tónlist og koma fram. Eftir að hafa samið við Atlantic Records og öll þau fyrirtæki sem við vinnum með hér úti var rökrétt framhald að flytja út. Fókusinn var aðallega settur á Am- eríku fyrstu tólf til átján mánuðina en núna erum við einnig duglegir að fara til Evrópu og Ástralíu þar sem gengur einnig mjög vel.“ Hlutirnir gerast hraðar í Evrópu – Þannig að Evrópa er að taka vel við sér? „Já, við höfum farið tvisvar á Evróputúr síðustu fjóra mánuðina vegna mikillar eftir- spurnar og það er virkilega gaman að sjá viðbrögðin þar. Hlutirnir virðast líka gerast miklu hraðar í Evrópu en í Ameríku vegna þess meðal annars hvernig útvarp gengur fyrir sig í Bandaríkjunum. Það er svo gríð- arlega stór markaður að þú getur verið með eitt lag mjög lengi í spilun á meðan Evrópa er með líkara sniði og þekkist heima á Ís- landi. Við komum til með að ferðast mikið innan Evrópu í sumar á hinum ýmsu tónlist- arhátíðum.“ – Hvaðan kemur innblásturinn? Að heim- an? Utan? „Alls staðar að held ég. Ég byrjaði að semja lög mjög ungur og hef alltaf haft gott eyra fyrir tónlist. Það er fátt sem hreyfir meira við mér heldur en tónlist og ég er ekki í vafa um að ég hafi fengið gott tónlistarlegt uppeldi frá elskulegum foreldrum mínum. Ég hef nánast alltaf verið hálfgerð alæta sem hlustandi og ég held að það hjálpi mér á vissan hátt. Ég sem mjög ólík lög og hef allt- af gert. Eitt það besta og skemmtilegasta við tónlist að mínu mati er það hvað hún er fjöl- breytt.“ – Hvað með sérstöðu söngraddar þinnar? Hvernig viðbrögð færðu við henni? „Ég lít meira á sjálfan mig sem lagahöf- und en söngvara. Það er kannski af því að ég byrjaði að semja lög áður en ég byrjaði að syngja. Auðvitað er það hið besta mál ef fólki líkar við röddina og heiður en ég er aðallega að tjá lögin mín og textana.“ – Fólk virðist augljóslega kunna að meta röddina; alltént varstu valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum á fimmtu- dagskvöldið. „Já, það er mikill heiður fyrir mig, sér- Jökull ásamt félögum sínum í Kaleo, Daníel Kristjáns- syni, Davíð Antonssyni og Rubin Pollock. Ljósmynd/Nitin Vadukul Hvert lag talar fyrir sig Mosfellska rokksveitin Kaleo er stífbókuð í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar á þessu ári og því næsta. Jökull Júlíusson, forsprakki sveitarinnar, segir það forréttindi að vinna við það sem hann elskar, að semja tónlist og flytja hana. Það geti að vísu verið lýjandi að halda 300 tónleika á ári en á móti kemur að „það er frábær og gefandi tilfinning þegar milljónir manna um allan heim eru að hlusta á og lofsama verkin þín“. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.