Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Síða 48
SUNNUDAGUR 5. MARS 2017 „Ísafold er öðruvísi en öll lög sem við höfum áður gert og okkur þótti upplagt að láta það koma fyrst; það er líka stysta lagið á plötunni, hin eru öll risastór. Þetta er ekki dæmigert lag fyrir plötuna en það er ekkert af hinum lögunum heldur; það er mikil fjölbreytni í þessu hjá okk- ur. Öll element. Næsta lag, Bláfjall, sem kemur í lok mánaðarins, er til dæmis mun meira þungarokk. Þessi plata er eins mikið Sólstafir og orðið getur,“ segir Að- albjörn Tryggvason, Addi, söngvari og gítarleikari Sól- stafa en Ísafold er fyrsta smáskífan af nýrri plötu, Ber- dreyminn, sem kemur út 26. maí næstkomandi. Hér kveður við nýjan takt. „Við erum ekki vanir að vera með standard rokkbít, jafnvel poppbít, svo eru þarna harmónískir gítarar og mikil bassalykkja inni í miðju lagi,“ heldur Addi áfram að lýsa Ísafold. Sólstafir munu koma fram á tónlistarhátíðum erlendis í sumar en með haustinu tekur við átján mánaða túr um Evrópu, Bandaríkin, Suður-Ameríku og Ástralíu. Einir tónleikar eru fyrirhugaðir hér á landi, í Alanó klúbbnum á Héðinsgötu 31. mars. Þá segir Addi yf- irgnæfandi líkur á útgáfutónleikum öðrum hvoru megin við sumarið. Kóngar í Vetrarríkinu: Sólstafir. Ljósmynd/Steinunn Lilja Draumland Nýtt lag og ný plata Ísfirsk/breiðholtska málmbandið Sólstafir sendi á dögunum frá sér nýtt lag, Ísafold, og í lok maí kemur út ný breiðskífa, Berdreyminn. Það er gömul saga og ný að Ís- lendingar kýti um áfengismál, ekki síst blessað sölufyrirkomu- lagið. Fyrir réttum fjörutíu árum deildi Gísli Marísson eftirfarandi með lesendum Morgunblaðsins: „Á ferðum mínum um Suður- Evrópu, Norður-Afríku og Asíu sá ég helzt ekki fullan mann. Þó einstaka tilfelli, en þá var um að ræða mann frá pukurssvæð- unum, sem eru Svíþjóð, Dan- mörk, Noregur, Færeyjar, Finn- land og Ísland, en í öllum borgum og bæjum var óþvinguð áfengismenning og þá meina ég að í öllum verzlunum var á boð- stólum sterkt öl, vín og brenndir drykkir, en það merkilega var að það sást ekki ölvaður maður.“ Að dómi Gísla var afar slæmt ástand í áfengismálum okkar Ís- lendinga árið 1977. Margt hafði verið reynt, svo sem bann og alls konar furðulegar takmarkanir, en allt komið fyrir ekki, enn var drukkið, ekki svo mikið að meðaltalsmagni en afar illa þegar drukkið var. „Það vill gjarnan fara þannig að öfgamenn eru látnir ráða ferðinni, en ég vara við því að fyrrverandi ofdrykkjumaður sé hafður til ráðuneytis um áfengis- mál, hvað þá að slíkur maður sé stefnumarkandi um áfengismál. Ofstæki fyrrverandi ofdrykkju- manna getur í vissum tilfellum nálgast brjálæði og það er ekki heilbrigt.“ GAMLA FRÉTTIN Af drykkju- siðum Örtröð í ríkinu á Snorrabraut árið 1979. Vín var lengi afgreitt yfir borðið. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Sigurður Jónsson fv. landsliðsmaður í knattspyrnu Carsten Bjørnlund leikari (úr Erfingjunum) Ævar Þór Benediktsson leikari og vísindamaðurSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Natuzzi Ítalía Capriccio Model 2896 Lengd 195 cm. Áklæði ct.70. Verð 219.000,- ▲ Flottir sófar í ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla ▲ Natuzzi Italia Savoy Model V458 Lengd 223cm. Leður Ct.15 Verð 399.000,- ▲ Natuzzi Italia Avana Model 2570 Lengd 224 cm. Leður Ct.15. Verð 479.000,- ▲ Natuzzi Italia Dado Model 2822 Lengd 214 cm. Leður ct.10. Verð 299.000,- Natuzzi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.