Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Síða 29
’ Þegar ég byrjaði á snapchattinu í desemberbyrj-un gerði ég samning við mömmu og pabba að égfengi að elda alla 24 dagana fram að jólum. Svo fékkég að senda þau út úr húsi tvisvar í viku, annað-
hvort í bíó eða leikhús, og þá fékk ég eldhúsið alveg
fyrir sjálfan mig og gat boðið vinum mínum í mat.
Fyrir 6
keiluflök, ca. 200 g á mann, skorin til helminga
smá smjör til steikingar
smá olía til steikingar
3-4 msk. hunang
2 búnt ferskt aspas
Setjið á heita pönnu smá smjör og smá olíu
ásamt 3-4 matskeiðum af hunangi. Hreyfið
pönnuna vel og látið brúnast saman, lækkið
svo hitann og bætið við keiluflökunum á
pönnuna. Steikið keiluna í nokkrar mínútur á
hvorri hlið, salt og pipar er óþarfi í þessu til-
felli. Takið keiluna af pönnunni þegar hún er
klár og bætið þá ferskum aspas út á og steikið
hann upp úr hunanginu sem var eftir á pönn-
unni. Steikið þar til hann mýkist.
Hunangskeila
og aspas
setjið inn í 180 °C heitan ofninn í
um 10 mínútur.
Takið þær út og skafið innan úr
þeim með skeið þannig að mynd-
ist eins konar skál, því meira sem
þú nærð úr henni þeim mun
betra, svo lengi sem hún haldist
heil eftir aðgerðina. Setjið inn-
volsið úr perunni í blandara ásamt
furuhnetum, heslihnetukjörnum
Fyrir 6
4-6 perur, skornar til helminga
100 g furuhnetur
100 g döðlur
100 g heslihnetukjarnar
saxað sjávarsaltsúkkulaði, eftir
smekk, t.d. 2-3 plötur
Hálf pera er nóg á mann en heil fyrir
þá svöngu.
Skerið perurnar til helminga og
og döðlum og blandið saman
þangað til þetta verður að mauki.
Látið maukið svo í perurnar og
stráið söxuðu sjávarsaltsúkkulaði
yfir og inn í ofninn aftur í smá
stund, gott er að fylgjast með og
taka út þegar þær eru orðnar vel
heitar og súkkulaðið bráðið. Gott
væri að bera perurnar fram með
þeyttum rjóma eða vanilluís.
Tvíbökuð eftirréttarpera
5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29