Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 Það er kúnst að stjórna Fyrstu skoðanakannanir á fylgistjórnmálaflokkanna sembirst hafa eftir alþingiskosn- ingarnar síðasta haust benda til þess að fylgi við bæði Bjarta framtíð og Viðreisn, sem nú eiga í fyrsta skipti aðild að ríkisstjórn, fari þverrandi. Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 17. til 24. febrúar 2017 mælist Viðreisn með 6,3% fylgi en fékk 10,5% í kosn- ingunum og Björt framtíð 5,2% en fékk 7,2% í kosningunum. Kjörtímabilið er vitaskuld nýhafið og ómögulegt að átta sig á því hvort framhald verður á þessu fylgistapi en staðreyndin er eigi að síður sú að ætli stjórnmálaflokkar að auka fylgi sitt í kosningum er sögulega séð ekki vænlegt fyrir þá að fara í ríkis- stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Aðeins fimm sinnum á lýð- veldistímanum hafa flokkar bætt við sig fylgi eftir slíkt samstarf. Í eitt af þessum skiptum tapaði annar sam- starfsflokkurinn fylgi en hinn bætti við sig en langoftast hefur sam- starfsflokkurinn verið aðeins einn. Í ellefu skipti hafa samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins hins vegar tap- að fylgi í næstu kosningum á eftir, oftast Framsóknarflokkurinn. Nýtt viðmið var sett í þessum efnum í kosningunum á seinasta ári þegar samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokks- ins í ríkisstjórn, Framsóknarflokk- urinn, tapaði 12,9% af fylgi sínu frá næstu kosningum á undan. Hafa ber þó í huga að kjörtímabilið, einkum seinustu mánuðir þess, var nokkuð óvenjulegt vegna ólgu í samfélaginu. Þá settu innanflokksdeilur í Fram- sóknarflokknum sterkan svip á kosningabaráttu hans, auk þess sem fylgið í kosningunum 2013 var tals- vert meira en það hafði verið lengi þar á undan. Framsóknarflokkurinn átti líka gamla metið í þessu sambandi; tap- aði 8% af fylgi sínu í kosningunum 1978. Flokkurinn tapaði 6,4% af fylgi sínu í kosningunum 1983 eftir sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. Al- þýðubandalagið sáluga átti einnig aðild að þeirri stjórn og tapaði 2,4%. Þetta kjörtímabil var að vísu mjög óvenjulegt en einungis lítill hluti Sjálfstæðisflokksins, undir forystu varaformanns flokksins Gunnars Thoroddsens, átti aðild að téðri rík- isstjórn. Þetta er því ekki að fullu sambærilegt. Í kosningunum 1956 tapaði Fram- sóknnarflokkurinn 6,3% af fylgi sínu eftir samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn og sléttum 6% 2007. Framsóknarflokkurinn hefur tvisvar bætt við sig fylgi eftir að hafa setið í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum; 1,4% 1949 og 0,4% 1987. Krötum hefur vegnað betur en Framsókn Alþýðuflokkurinn bæði tapaði og jók fylgi sitt eftir samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn á sinni tíð. Mest var tap hans þegar viðreisnarstjórnin lífseiga féll í kosningunum 1971, 5,2% og síðan 1995 þegar kratar máttu sjá á bak 4,1% fylgis síns. Í kosningunum 1946 bætti Alþýðu- flokkurinn á hinn bóginn við sig 3,7% fylgi og Sósíalistaflokkurinn, sem sat einnig við það stjórnarborð, 1,2%. Í kosningunum 1967 bætti Al- þýðuflokkurinn við sig 1,5% fylgi og Samfylkingin 3% í kosningunum 2009; þeim fyrstu eftir bankahrunið. Samtals hefur Framsóknarflokk- urinn tapað 29 þingmönnum eftir að hafa setið í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum og aðeins bætt við sig 5. Flestum sætum tapaði flokkurinn í síðustu kosningum, 11. Í tvígang hefur hann tapað 5 mönnum, 2007 og 1978. Alþýðuflokkurinn tapaði 9 mönn- um á þessu stjórnarmynstri en vann 3. Alþýðubandalagið tapaði einum manni í þetta eina skipti sem hann myndaði stjórn með Sjálfstæðis- flokknum og Sósíalistaflokkurinn kom út á jöfnu. Eini flokkurinn sem er í plús eftir að hafa setið í ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum er Samfylkingin sem bætti við sig 3 mönnum í kosningunum 2009. Allt annað mynstur kemur í ljós þegar gengi Sjálfstæðisflokksins í kosningum er skoðað eftir stjórnar- setu. Átta sinnum hefur flokkurinn tapað fylgi en sjö sinnum bætt við sig. Í eitt skipti stóð fylgið í stað. 29 þingmönnum hefur flokkurinn sam- anlagt tapað en bætt við sig 9. Mest munar um kosningarnar 2009, þegar flokkurinn missti 9 þingsæti. 1987 og 1978 tapaði hann 5 mönnum. Mest hefur Sjálfstæðisflokkurinn bætt við sig 3 mönnum eftir að hafa setið í ríkisstjórn, 2007. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrisv- ar tapað fylgi þegar samstarfsflokk- urinn hefur bætt við sig, 2009, 1987 og 1967. Formenn núverandi stjórnarflokka; Bjarni Benediktsson, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson. Morgunblaðið/Eggert Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjö sinnum aukið fylgi sitt og átta sinnum tapað fylgi í alþingiskosningum eftir setu í ríkisstjórn á lýðveldistímanum. Sama verður ekki sagt um samstarfsflokka hans; þeir tapa mun oftar fylgi og þingsætum eftir slíkt samstarf. ’ Nýjar skoðanakannanir MMR og Gallup gætu bent til þess, að Viðreisn og Björt framtíð verði skammlífir flokkar, þótt þeir eigi aðild að ríkisstjórn um þessar mundir. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á heimasíðu sinni . INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki oft verið utan ríkisstjórnar á lýðveldistímanum og hefur þeim stjórnum vegnað misjafnlega í næstu kosningum. Nærtækasta dæmið er vinstristjórnin sem galt af- hroð í kosningunum 2013; Samfylkingin tapaði 16,9% fylgi og ellefu þingmönnum og Vinstri græn 10,8% og sjö mönnum. Aðeins tvö dæmi eru um að hvorugur/enginn stjórnarflokkanna hafi tapað fylgi í næstu kosn- ingum; 1946 og 1991. Sjálfstæðisflokkurinn (1,2%), Alþýðuflokkurinn (3,7%) og Sósíal- istaflokkurinn (1,2%) 1946 og Framsókn hélt sínu fylgi 1991 en Alþýðuflokkur (0,3%) og Alþýðu- bandalag (1,1%) bættu lítillega við sig. Stærsta kosningasigur stjórnarflokks vann Framsóknarflokkurinn sem bætti við sig 11,6% í fyrri alþingiskosningunum 1959. Tvær minnihlutastjórnir Alþýðuflokks hafa hlotið dóm í kosningum; í seinni kosningunum Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Golli Kjörfylgið upp og ofan 1959 bætti flokkurinn við sig 2,7% en tapaði 4,6% 1979. Loks má nefna að bæði Framsókn (0,4%) og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna (4,3%) töp- uðu fylgi 1974 en Alþýðubandalagið bætti lítillega við sig, 1,2%. jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.