Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 15
komin út á rúmsjó í huganum því það er auð-
velt að gleyma sér í sögunum hjá Unni, hún
hefur svo ríka frásagnargáfu.
„Hann kláraði bæði skáldsögu þarna fyrir
vestan og leikritið Son skóarans og dóttir bak-
arans sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu vorið
’78. Hann dó úr hjartaáfalli þegar verið var að
æfa leikritið. En vissulega hafði lífernið hans
tekið sinn toll og eftir á hugsar maður hvað
hann afkastaði miklu þrátt fyrir það að hann
var mikill alkóhólisti. Hann hafði skrifað mik-
ið, mörg leikrit og útvarpsþætti, og átti fimm
börn.“
Áfengi var eins og rússnesk rúlletta
Þú hefur ekki fengið þau gen frá honum, alkó-
hólistagenin?
„Jú, jú, ég fékk þau líka. Ég hætti alfarið að
drekka 1998. Ég fór í meðferð og það var mikið
gæfuspor. Áfengi var eins og rússnesk rúlletta
fyrir mig, stundum gekk það ágætlega og
stundum gekk það alls ekki vel. Þannig það var
alltaf kvíði og áfengi truflaði mig. Mér finnst
það æðislegt að hægt sé að fara í meðferð og fá
aðstoð við þetta,“ segir Unnur.
Hún segist hafa fallið einu sinni og tók það
hana ár að ná sér aftur á strik. „Það var lær-
dómur í því. Það var rosalega erfið reynsla.
Það tók ár og þá gat ég hvorki verið þar né
hinum megin. Það varð til þess að ég fann að
það var engin leið til baka, ég yrði að sleppa
þessu. Og þá hætti ég aftur, að eilífu, einn dag í
einu,“ segir hún og hlær.
Þegar þarna var komið kviknaði hugmynd
hjá Unni að ættleiða barn, en sú hugmynd var
ekki alveg ný af nálinni. „Ég hafði íhugað ætt-
leiðingu áður en ég skildi en það varð ekkert af
því. Ég hafði gert upp þessi mál og hafði alveg
sætt mig við að vera barnlaus. Það var djúpur
þunglyndispakki en ég kom sterk út úr honum.
En svo barst það mér til eyrna að nú mættu
einstæðir sækja um að ættleiða. Mér fannst ég
vera í góðri aðstöðu til að gera það. Ég hafði
ekki langan tíma af því að ég var að falla á aldri
og gaf mér viku til að hugsa um þetta,“ segir
hún en hún var þá orðin 45 ára. „Ég sótti um
barn frá Kína og svo þurfti ég að bíða í tvö ár.“
Það besta sem ég hef gert
Unnur hafði áður komið til Kína á ferð sinni
um heiminn með Þorbirni og segir það hafa
verið mikið ævintýri. Þau hafi „týnst“ í kerfinu
og ferðuðust óáreitt um landið sem þá var
nýbúið að opna fyrir ferðamönnum, en reglan
var sú að hver ferðamaður væri vaktaður af
leiðsögumanni. „Við ferðuðumst um í þrjár
vikur upp á eigin spýtur. Þá heimsótti ég
nokkra leikskóla og skóla. Ég gat ekki hugsað
mér neitt dásamlegra en kínversk börn. Þann-
ig að ég hlakkaði til að eignast barn þaðan,“
segir Unnur sem fékk Öldu Áslaugu í hend-
urnar einn septemberdag árið 2003.
„Það var það besta sem ég hef gert um æv-
ina, að ættleiða þessa stúlku. Ég er ein-
staklega heppin með hana en þetta eru allt
dásamleg börn sem ég þekki þaðan. Hún er
fjórtán ára í dag og ákaflega skemmtileg og
vel gerð stúlka,“ segir Unnur en Alda var ell-
efu mánaða þegar móðir hennar sótti hana til
Kína.
Árni kom gangandi inn í líf okkar
Þegar Alda var tveggja og hálfs árs kynntist
Unnur manni sínum, líffræðingnum Árna Ein-
arssyni. „Hann kom gangandi inn í líf okkar.
Hann var þá fráskilinn og átti fjögur börn sem
voru nánast uppkomin. Við höfðum vitað af
hvort öðru lengi og hittumst á kaffihúsi. Svo er
hann fuglafræðingur og var hér á göngu að
skoða fugla þegar ég hitti hann næst. Ég bauð
honum í kaffi og það varð ekkert aftur snúið,“
segir Unnur en Árni gekk Öldu fljótt í föð-
urstað. „Alda var fyrst viss um að hann væri
pabbi Línu Langsokks, svona sjóræningja-
legur,“ segir hún og hlær.
„Mér fannst svo dásamlegt að eignast pabba
fyrir hana, og dýrmætt fyrir hana, kannski af
því að ég ólst upp föðurlaus. Svo var hann
fljótt eins og hver annar pabbi, að dást að
framförum hennar með mér og tala um alla
litlu sigrana í daglega lífinu. Það er svo gott að
upplifa það með honum,“ segir hún.
Litla fjölskyldan býr við Elliðavatn á vet-
urna og á Mývatni á sumrin þar sem þau vinna
bæði, hann sem líffræðingur og hún sem
starfsmaður hjá Náttúrurannsóknastöðinni
við Mývatn, auk ritstarfanna. Árni er þar með
litla rannsóknarstöð þar sem hann rannsakar
„allt mögulegt varðandi lífríkið,“ eins og Unn-
ur orðar það.
Hefði viljað hömlur á túrisma
Unnur segist njóta þess að flytja sig um set á
hverju vori. „Mér finnst það æðislegt. Ég fæ
útrás fyrir tilbreytingarþörfina sem ég virðist
hafa.“ Hún nýtur náttúrunnar við Mývatn en
hefur áhyggjur af ferðamannastraumnum.
„Mér finnst það vandamál hvað ferðamenn-
irnir eru orðnir margir þar, við finnum mikið
fyrir því. Þetta er álag á samfélagið. Mér
finnst lífríkið þar svo dýrmætt að ég hefði vilj-
að sjá hömlur á túrismanum. Ég hef draum-
sýn um að hótelin væru annars staðar og um-
ferðin mjög takmörkuð. Það væri komið með
ferðamenn á rafknúnum faratækjum sem
menguðu ekkert. Þeir myndu upplifa hæga
ferðamennsku, gætu skoðað undur lífríkisins
og jarðfræðina. En þá er akkúrat verið að
gera það gagnstæða. Það er verið að reisa stór
hótel með öllu sem því fylgir. Það hryggir mig
mjög. Ég hef áhyggjur af þessu einstaka líf-
ríki, en þetta er að gerast alls staðar. Ég hef
áhyggjur af náttúru Íslands og áhyggjur af
hnettinum. Hvað verður um komandi kyn-
slóðir?“ spyr hún og það er fátt um svör hjá
blaðamanni.
Bók um Mývatn fyrir almenning
Nýjasta bók Unnar, Undur Mývatns, fjallar
um lífríkið við Mývatn og kemur út innan
skamms. Vinnan í Náttúrurannsóknastöðinni
kveikti áhuga hjá Unni og rithöfundurinn í
henni fann þörf á að miðla því áfram. „Mér
fannst svo áhugavert allt það sem Árni og
samstarfsfólk hans veit um; æviferill húsand-
arinnar, örverurnar í vatninu sem ég fékk að
skoða í smásjá og svo eru oft svo upp-
byggilegar og skemmtilegar samræður á með-
al vísindamannanna sem dvelja þarna. Mig
langaði að opna þetta fyrir öðrum,“ segir hún
en bókin er hugsuð fyrir almenna lesendur.
„Það er svo mikill fróðleikur sem er áhuga-
verður og skemmtilegur sem er oft falinn inn í
fræðigreinum sem fáir lesa,“ útskýrir Unnur.
Í bókinni eru engar ljósmyndir heldur
vatnslitamyndir, flestar eftir Árna, mest fugla-
myndir.
Þú virðist, í gegnum lífið, sækja í friðsæld.
Hvað veldur?
„Það er mér mjög mikilvægt að vera í frið-
sæld og náttúru. Ég elska að ganga hér í Heið-
mörkinni, helst með hundi af því það er góður
félagsskapur. Góður hundur kennir manni að
vera í núinu. Hann þefar af þúfu og horfir á
nærumhverfið og hann er ekki að tapa sér í
áhyggjum eða hugsunum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15