Morgunblaðið - Sunnudagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2017næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 19
5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 staklega í ljósi þess hvað við eigum mikið af frábærum söngvurum og tónlistarfólki á Ís- landi.“ – Og A/B var valin plata ársins. „Það er gaman að fá þá gríðarlegu við- urkenningu. Ótrúlega gaman að finna stuðn- inginn heima á Íslandi og þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig og okkur.“ Svefninn hvað mikilvægastur – Hvernig gengur að halda röddinni við und- ir svona miklu álagi? „Það getur verið erfitt að halda röddinni undir miklu álagi og ég hef þurft að laga mig að þessum lífsstíl. Sérstaklega þar sem við ferðumst ótrúlega mikið og erum oft að fara á milli heimsálfa og tímamismunurinn er mikill. Svefninn er hvað mikilvægastur myndi ég segja ásamt því að næra sig rétt og hugsa vel um sig. Svo er ég líka með fólk í öllum stöðum sem aðstoðar mig eftir bestu getu, eins og til dæmis raddþjálfara.“ – Hvernig er samkomulagið við félagana í bandinu í þessu ofboðslega návígi sem skap- ast á svona tónleikaferðum? „Samkomulagið er fínt. Ég ferðast um í minni rútu og þeir eru með aðra svo að það er svolítið svigrúm. Við erum með margt fólk í vinnu sem ferðast með okkur, sem einfaldar töluvert lífið fyrir okkur. Við þurfum því ekki að koma eins mikið að uppsetningu og fleiru við tónleikahald. Það nægir í raun að „sánd- tékka“ og svo spila um kvöldið. Við það skap- ast frítími yfir daginn og eftir tónleika á kvöldin. Við höfum flestir þekkst mjög lengi og ég held að það hjálpi til.“ – Hvað með ræturnar á Íslandi, eru þær alltaf jafnsterkar? „Maður gerir sér líklega ekki grein fyrir því hversu sterk þjóðarástin er fyrr en mað- ur fer út fyrir landsteinana. Ég er ótrúlega heppinn með fjölskyldu og vini og nýti hvert tækifæri sem gefst til að fara heim og hlaða batteríin og njóta með því góða fólki.“ Myndböndin vekja athygli – Þið hafið líka verið duglegir að taka mynd- bönd við lögin ykkar upp heima á Íslandi. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að gera þessi myndbönd sem við höfum gert heima á Íslandi. Þetta hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni en við höfum verið að gera þetta með svo frábæru fólki. Vinir okkar í Eyk Studio hafa verið með okkur og svo hafa allir verið meira en tilbúnir að leggja hönd á plóginn. Bæði starfsfólkið hjá Þríhnúkagíg og svo Kári og hans fólk í Fjallsárlóni. Ótrú- lega skemmtileg verkefni og þetta vekur gíf- urlega athygli hér úti svo ekki sé meira sagt.“ – Þú segir að árið sé fullbókað. Það er þá engin von til þess að þið spilið hér á landi á þessu ári? „Því miður þá er allt árið uppbókað og lít- ur ekki út fyrir tónleika á Íslandi, allavega í bili.“ – Ég má til með að henda einni Mosó- spurningu á þig. Allir vita að Sigur Rós er þaðan, þið og Ólafur Arnalds og öllum hefur gengið vel erlendis. Kanntu einhverja skýr- ingu á því hvers vegna mosfellskt rokk er svona vænlegt til útflutnings? „Það er góð spurning. Mér þykir bærinn hugsa vel um sitt listafólk og hann skaffaði okkur til dæmis æfingaaðstöðu fyrstu árin þegar við vorum að byrja. Ég finn fyrir miklum stuðningi frá sveitungum mínum sem er frábært enda hvergi betra að vera en heima í Mosó.“ Allir að tala um Ísland – Hvað finnst þér annars um íslensku músík- senuna um þessar mundir? Nærðu að fylgj- ast eitthvað með og hvernig líst þér á gerj- unina? „Mér þykir hún mjög fjölbreytt og vaxandi og hefur verið síðustu ár. Það er líka gaman að sjá þessi festivöl heima verða til og vaxa eins og hratt og þau hafa gert. Músíksenan á Íslandi hefur líklega aldrei verið frambærilegri og virkilega gaman að vera partur af því.“ – Almennar vinsældir Íslands hafa líklega aldrei verið meiri úti í heimi, tónlist þar á meðal. Finnið þið ekki fyrir þessu? „Jú, maður finnur hvað það er ótrúlega mikill fókus á Ísland um þessar mundir. Það eru einhvernveginn allir að tala um Ísland eða fara til Íslands. Ég held að íslensk tón- list njóti góðs af því, án efa. Þetta er vissulega frábært að mörgu leyti og við höfum séð ótrúlega aukningu í ferða- mannaiðnaðinum. Ég hef aftur á móti áhyggjur af auðlindum og náttúruperlum landsins í kjölfar þessarar fjölgunar ferðamanna sem og virkjunar- áformum á hálendinu. Við þurfum að passa vel upp á það náttúruundur sem Ísland er og hafa náttúruvernd og sjálfbærni að leið- arljósi.“ – Úr því við erum komnir út í pólitík er ekki úr vegi að spyrja þig um andrúmsloftið í Bandaríkjunum um þessar mundir, þar sem þú þeytist stranda á milli. Finnst þér það hafa breyst eftir valdatöku Trumps og hvernig þá? „Ég hef ekki fundið mikið fyrir breyt- ingum persónulega síðan Trump tók við embætti en auðvitað er þetta mikið í um- ræðunni og í fjölmiðlum hvert sem þú ferð. Það var mjög sérstakt að upplifa kvöldið þegar Trump vann kosningarnar. Ég var í Austin, Texas, það kvöld og fólk var almennt í sjokki.“ Ljósmynd/Jason Rardin ’ Ég lít meira á sjálfan migsem lagahöfund ensöngvara. Það er kannski afþví að ég byrjaði að semja lög áður en ég byrjaði að syngja. „Það er fátt sem hreyfir meira við mér heldur en tónlist og ég er ekki í vafa um að ég hafi fengið gott tónlistarlegt uppeldi frá elskulegum foreldrum mínum,“ segir Jökull Júlíusson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað: 5. mars (05.03.2017)
https://timarit.is/issue/395352

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. mars (05.03.2017)

Aðgerðir: