Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Síða 17
Eins og ekkert væri eðlilega keyrðu sumir um á snjósleða í vetrarófærðinni á 9. áratugnum, hér á horni Háaleitis- og Kringlumýrarbrautar. Nokkrir vetur á fyrri hluta 9. áratugarins voru afar snjóþungir. Ef við höfum ekki fengið Stiga- sleða í jólagjöf eða átt sérstaka snjóþotu höfum við farið niður brekkurnar í trékössum og á alls kyns heimasmíðuðu, en þessar vin- konur fóru niður Arnarhól á plast- dúk í aprílbyrjun árið 1973. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Nákvæmlega svona var það að fara út í göngutúr að morgni síðastliðins sunnudags. Snjórinn náði gangandi vegfarendum upp í mitti, en snjódýpt- in hefur aldrei verið meiri í febrúar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við látum ekkert stoppa okkur þótt það snjói. Þessi hér óð skaflana til að fara á kaffihúsið sitt á Eyrarbakka fyrir um 18 árum. Eduardo Perez tók á móti gesti sínum með bros á vör. Morgunblaðið/RAX Ef einhver starfsstétt þarf að súpa seyð- ið af snjóþyngslum er það sorphirðu- menn, en sorphirða gengur afar brösu- lega á dögum sem þessum. Morgunblaðið/Golli Það snjóar bara og snjóar Snjórinn hefur fært okkur einskæra gleði og fegurð, gert dag- legt líf flóknara og tafið, en einnig haft alvarlegri afleiðingar; tekið frá okkur og aldrei bætt það upp. Hver ný kynslóð lærir að lifa með snjónum, að kætast yfir honum og að hann er í senn fallegur, skemmtilegur og varhugaverður. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn 5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Á 4. og 5. áratugnum voru ákveðin svæði sérstaklega auglýst fyrir sleðaferðir barna til að tryggja öryggi þeirra og máttu þau ekki renna sér annars staðar. Árið 1941 hljómaði auglýsing í dagblöðum svo: „Á eftirtöldum svæðum og götum er heimilt að renna sér á sleðum: AUSTURBÆR: 1. Arnarhóll. 2. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg og milli Hverfisgötu og Lindargötu. 3. Af- leggjárinn af Barónsstíg, sunnan við Sundhöllina. 4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. 5. Spít- alastígur milli Óðinsgötu og Bergstaðastrætis. 6. Eg- ilsgata frá Barónsstíg að Hringbraut. VESTURBÆR: 1. Biskupsstofutún, norðurhluti. 2. Vesturgata, frá Seljavegi að Hringbraut. 3. Gatan frá Bráðræðisholti nr. 39 niður að sjó. Bifreiðaumferð um ofangreinda götuhluta er jafn- framt bönnuð. Lögreglustjóri.“ Máttu ekki renna sér alls staðar Fyrir nákvæmlega 17 árum sátu 1.500 manns fastir í bílnum sínum næturlangt í Þrengslunum. Haraldur Logason frá Selfossi sagðist aldrei hafa lent í jafnslæmu veðri þrátt fyrir að hafa keyrt milli Selfoss og Reykjavíkur í 25 ár. Rúðuþurrkurnar hættu að vinna og safnaðist 5 cm þykk klakabrynja á gluggann. Í gegnum tíðina hafa Íslendingar oft þurft að eiga næturstað annars staðar en heima hjá sér vegna ófærðar. Rútur hafa setið fastar á heiðum eða verið sólarhring á leiðinni á staði sem ann- ars er bara nokkurra klukkustunda akstur til. Fólk hefur orðið matarlaust og brætt snjó á flöskur. Bílstjórar hafa þurft að gista á þeim stöðum sem þeir eru staddir á, sjoppur á lands- byggðinni hafa verið gististaðir og jafnvel vinnu- staðir og heimili kunningja þegar fólk hefur ekki komist milli húsa innanbæjar. Lögreglumaður á Ísafirði komst ekki heim til sín vegna ófærðar eftir vakt árið 2004 og brá á það ráð að gista fangageymslur lögreglunnar og svaf í klefa núm- er sex. Mjög vont veður var á norðanverðum Vestfjörðum þann janúarmánuð. Að komast ekki heim

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.