Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 Þ að var einn af þessum sólskins- dögum í febrúar þegar ekki bærð- ist hár á höfði, himinninn var vatnsblár og maður átti næstum von á að sjá lóuna á næstu þúfu. Erindið út fyrir bæjarmörkin var að hitta rit- höfundinn, heimskonuna og náttúrubarnið Unni Þóru Jökulsdóttur en hún hefur frá ýmsu að segja. Unnur býr nánast í paradís, fjarri ys og þys borgarinnar, við Elliðavatn. Hún tekur á móti blaðamanni með bros á vör og býður í bæinn og skenkir kaffi í bollana. Í sveitakyrrð- inni er gott að tala. Lífsstíll að sigla um heiminn Þó langt sé um liðið er ekki úr vegi að spyrja Unni um skútusiglinguna um heiminn, ferð sem entist í heil fimm ár. Muna margir eftir bókunum tveimur um ævintýrin á skútunni Kríu. „Ég tók stúdentinn úr MR og fór svo í leikhúsfræði í Kaupmannahöfn en flosnaði upp úr því námi, mér fannst það leiðinlegt og þurrt. Svo var ég komin á kaf í annað en ég var farin að smíða skútu með kærastanum mínum þá- verandi. Við vorum með þann draum að sigla um heiminn á þessari skútu og það tók yfir. Ég ákváð þá að ég myndi læra miklu meira af því heldur en að vera í þessum háskóla,“ segir hún en smíði skútunnar tók þrjú ár. Að lokinni smíðinni á Kríu sigldu þau Þor- björn Magnússon um heim allan og skrifaði Unnur tvær bækur um lífið um borð og staðina sem þau heimsóttu. „Við vorum fimm ár að sigla. Þetta var lífsstíll. Við vorum ekki með fyrirfram ákveðið plan að komast frá einum stað til annars. Við sigldum um og ef okkur lík- aði vel einhver staður vorum við kannski lengi þar,“ segir hún um þetta ævintýralíf. „Við vorum náttúrulega hippar af því við vorum uppi á þeim tíma og draumurinn byggð- ist kannski á því. Það var þessi skoðun sem þá var ríkjandi að heimurinn væri að fara til fjandans, það væri til svo mikið af kjarn- orkuvopnum, það borgaði sig ekkert að eyða of mikilli orku í að stofna fjölskyldu eða mennta sig. En svo var þetta auðvitað dauðans alvara; að smíða skip og sigla umhverfis hnöttinn. Hippamennskan hvarf alveg. Það þurfti að undirbúa allt vel og við þurftum að kenna okk- ur þetta allt sjálf. Það var enginn verald- arvefur og maður lærði af því að lesa eða finna einhverja aðra sem höfðu gert eitthvað svip- að,“ segir Unnur og bendir á að það hafi vissu- lega verið heppni, eftir á að hyggja, að þau hafi ferðast áður en tækniöldin skall á. „Maður gat horfið út úr tímanum og þurfti ekki að vera að „skæpa“ á hverju kvöldi. Ég sendi bara kort: Hæ elsku mamma, nú erum við að halda á úthafið. Ef þú heyrir ekkert í okkur í þrjá, fjóra mánuði þá...,“ segir hún og hlær. „Það er í dag þessi krafa að þú sért alltaf í sambandi, að þú svarir. Sú krafa liggur svolít- ið þungt á okkur, ef þú svarar ekki fer fólk að hafa áhyggjur.“ Dagbók og bréf urðu að bókum Kjölfar Kríunnar og síðari bókin Kría siglir um Suðurhöf slógu í gegn. „Ég heyri í fólki sem segist lesa þessar bækur reglulega og njóta þess að ferðast í gegnum lesturinn. Mér þykir vænt um hvað þær hafa orðið langlífar. Þær eru bestu minjagripirnir,“ segir Unnur sem hélt dagbók allan tímann. „Þetta byrjaði þannig að ég fór að skrifa systur minni El- ísabetu bréf og svo hélt ég líka dagbók. Þegar ég kom til Ástralíu var ég að springa úr þörf til að koma þessu í eitthvert form og við ákváðum að gera það saman, við Þorbjörn. Við deildum þessu niður á okkur og vissum ekki hvað hitt væri að gera fyrr en að loknum skrifum,“ út- skýrir Unnur og segir þau þá hafa púslað því saman sem þau höfðu skrifið. Á ferðum sínum um heiminn stöldruðu þau sums staðar við, í lengri eða skemmri tíma. Þau settust að í Ástralíu í tvö ár og líkaði vel. „Náttúran er æðisleg og það er gott að vera þar útlendingur,“ segir Unnur. Hún fór í Sydney Art School og lærði keramik og vann einnig við skriftir. „Við höfðum selt íbúð hér heima og lifðum á því, lifðum reyndar mjög spart. Það entist okkur einhver ár. Svo seldum við bókina líka. Við unnum líka við að passa hús fyrir fólk og dýrin þess. Þetta var í fínum hverfum og við fengum glæsivillur með fínum hundum og köttum og jafnvel lykla að sportbíl- um og vínkjöllurum,“ segir hún og hlær. „Við bara fluttum inn með ritvélarnar okk- ar, skrifuðum og fórum í göngutúra með fínu hundana.“ Fann sterkt fyrir alheiminum Hvað er minnisstæðast úr þessu skútu- ævintýri, svona eftir á að hyggja? „Ég hef alltaf fundið hvað það var dýrmætt að hafa gert þetta, ég get kannski ekki sett það í orð. Minningar og reynsla sem er mjög dýr- mæt og mér finnst það hafa gefið mér ein- hvern styrk sem ég hef alltaf búið að. Nokkrir staðir lifa í minningunni og standa upp úr. Ga- lapagos, og dýralífið þar, eyðidalir á eyjunum í Kyrrahafi þar sem við bjuggum lengi. Eins Af- ríka, mér fannst æðislegt að vera þar, þrátt fyrir fátæktina. Við vorum lengi á Græn- höfðaeyjum sem er ótrúlega tregafullur og sterkur staður. Og svo Ástralía. Og að vera á úthafinu, dag eftir dag, það er engu líkt. Að vera ein á næturvöktum og vera með allan stjörnuhimininn fyrir ofan sig. Ein í heiminum og svo mætir maður kannski mörg hundruð höfrungum sem synda með skútunni í nokkra tíma. Mér finnst núna ótrúlegt að þetta hafi gerst,“ segir hún. Unnur segist hafa fundið sterkt fyrir al- heiminum þegar hún horfði upp í stjörnuhim- inn, á lítilli skútu úti á ballarhafi. „Það komu augnablik sem mér fannst ég skilja alheiminn. Að ég væri pínulítið korn í þessum alheimi. Ég skynjaði hvað væri djúpt niður á sjávarbotninn og hvað væri langt upp til stjarnanna. Fann einhvern samhljóm með öllu eitt augnablik. Ótrúlega sérstakt. Einhver alheimsskilningur sem maður heldur að maður geti haldið í og haft alltaf. En svo situr bara minningin eftir og maður verður aftur þessi dauðlega vera með dægursveiflur,“ segir hún og brosir. Varstu aldrei hrædd? Ræð ekki við þörfina til að skrifa Unnur Þóra Jökulsdóttir rithöfundur hefur farið um víðan völl, bæði í lífinu og í bókaskrifum. Hún sigldi um heimsins höf í fimm ár, tókst á við áfengisvanda og ættleiddi stúlku frá Kína, sem hún segir það besta sem hún hefur gert í lífinu. Unnur er mik- ið náttúrubarn og hefur áhyggjur af íslenskri náttúru en nýjasta bók hennar er um lífríki Mývatns, skrifuð fyrir almenning. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Það kviknaði alltaf eitthvert líf þegar hann kom inn í herbergið. Það var alla vega mín upplifun. Og við vorum sálu- félagar. Hann sagði mér allt, alla ævisögu sína, þennan vetur á Ísafirði,“ segir Unn- ur um föður sinn, Jökul Jakobsson. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.