Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 34
FERÐALÖG Fyrir evrópskt garðrölt eru nokkrir hlutir sem megaekki gleymast. Sólgleraugu og -vörn, drykkir og góð bók. Ekki er verra að hafa klassíska tónlist í eyrunum. Staðalbúnaðurinn 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017  Það er þess virði að heimsækja höfuðborg sjálfsstjórnarhéraðsins Kastilía-León á Norður-Spáni en sú heitir Valladolid. Þar má finna einn fallegasta garð Evrópu, svokallaðan Campo Grande, en sögu hans má rekja allt aftur til ársins 1787. Garð- urinn, sem er þríhyrndur í laginu, er fullur af skrautlegum og vinalegum páfuglum, ótal hænsnategundum, fa- sönum og dúfum og síðast en ekki síst Spánverjum sem flýja sumarhit- ann og borgarerilinn inn í skugg- sælan garðinn með sínu villta dýra- lífi. Þó eru það fyrst og fremst fuglarnir sem „eiga garðinn“ og setja svip sinn á hann.  Konunglegi grasagarðurinn í Kew í London og er á heims- minjaskrá UNESCO en í honum má finna nærri 300 ára gömul tré og stærsta grasa- og sveppasafn heims auk smekklegra og risavaxinna gróð- urhúsa. Mörgum þykir skemmtileg- ast að rölta um japanska hluta garðs- ins og sjá hans framandi grös. Kew-garðurinn er ótrúlega stór og er meira að segja með sinn eigin flokk lögregluliðs, Kew Constabulary. Árið 2008 var opnaður sérstakur trjá- toppa-stígur sem er í 18 metra hæð og lagður milli trjáa um 200 metra leið. Garðurinn býður þeim sem ekki komast leiðar sinnar auðveldlega fót- gangandi upp á þá þjónustu að fara með lítilli lest í gegnum garðinn en hann er svo stór að endalaust má rekast á ný svæði þar og litlar bygg- ingar, svo sem minnstu höll bresku konungsfjölskyldunnar, Kew-höllina.  Frakkar eru snillingar í að útbúa formfarma, hornrétta og skipulagða skrúðgarða. Einn sá allra fallegasti er sá sem er í kringum hefðarsetrið Château de Villandry í franska sveitarfélaginu Villandry í miðju Frakklandi, Indre-et-Loire-sýslunni. Aðdáendur listavel klipptra og snyrtra runna og skrúðgarðyrkju munu falla í stafi en gaman er að heimsækja setrið í leiðinni, sem var um tíma í eigu bróður Napóleons Bo- naparte, og horfa á garðinn frá ýms- um ólíkum sjónarhornum. Garðurinn sjálfur var gerður að því sem hann er í dag í kringum 1906 af spænskum lækni og ástríðugarðyrkjumanni, Joaquín Carvallo.  Í nágrenni Dessau í sambands- ríkinu Saxland-Anhalt í Þýskalandi er Wörlitz-skrúðgarðurinn sem eins og margir af fallegustu görðum Evrópu er á heimsminjaskrá UNESCO. Garðurinn var búinn til af garðunnandanum og prinsinum af Anhalt-Dessau í lok 18. aldar. Fyrir utan fallegan gróður þykir snilld garðsins liggja í landslagsarkitekt- úrnum þar sem leikið er með vötn og læki en einn þriðji hluti garðsins er lagður undir vatn í einhverju formi og má skiptast á að ganga um hann og sigla.  Þeir sem hafa ferðast mikið um Ítalíu og þekkja til ótal dásamlegra garða þar setja margir Ninfa efst á listann yfir fallegustu garða landsins. Ninfa er í næsta nágrenni Rómar og býr yfir sérstöku andrúmslofti, kannski ekki síst vegna þess hvernig garðurinn varð til. Í upphafi, á tím- um Rómaveldis, var garðurinn nefni- lega lítill bær og má víða sjá róm- verskar rústir innan um fallegan gróður; gamlar brýr og stíga og skapar umhverfi sem sumir kalla „rómantískasta garð heims“. Þá var garðurinn líka bær á miðöldum og Alexander III. var krýndur páfi þar en talið er að um 150 hús hafi staðið á svæðinu og má víða sjá miðalda- rústir. Íbúum Ninfa fór fækkandi á 16. öld og á 17. öld hvarf mannlíf úr bænum, einkum vegna þess að vot- lendi þrengdi að íbúunum og malaría herjaði á þá. Síðustu myllunni var lokað á 18. öld og var ráðhúsi bæj- arins breytt í hlöðu. Innan um þessar fallegu rústir vex svo guðdómlegur villtur gróður en þó öðruvísi villtur en við eigum að venjast; rósir vaxa yfir gamlar rústir og oft var gróðr- inum upphaflega komið fyrir skipu- lega en hefur í aldanna rás orðið villt- ur. Konunglegi grasagarðurinn í Kew í London er stór, með alls kyns úti og inni- svæði; sérstök gróðurhús fyrir allt frá kaktusum upp í vatnaliljur. Fimm fagrir garðar til að rölta um Fátt er betra en ganga berfættur á grænu grasi og njóta sólardags í fallegum almenningsgarði. Í Evrópu er að finna marga undursamlega garða til að rölta um, leika sér og njóta lífsins, ókeypis. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Rómantískasti garður heims segja margir. Ninfa-garðurinn í grennd við Róm er fornminjagarður með litskrúðugum villtum gróðri. Hann var eitt sinn þorp en enginn hefur búið þar í meira en 200 ár. UMBOÐSAÐILI: www.danco.is Múmínálfar - Safnaðu þeim öllum Lyklakippur Fæst í A4, Byko, Fk, Elko, Lyfju, Íslandspóst og um land allt. Bakpoki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.