Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 Ý msum er órótt yfir þeirri þróun sem þeir þykjast merkja á stjórnmálum austan hafs og vestan. Það berast óneitanlega ógnvænleg merki úr mörgum áttum stjórnmála. Fjölskylduerjur og ógnarflaugar Frá Norður-Kóreu barst síðast sú frétt að alráður hefði látið drepa bróður sinn á flugvelli í Malasíu. Áður hafði hann látið skjóta og fangelsa önnur náin skyld- menni. Þetta eru ljótar fréttir. Í hálfkæringi má halda því fram að heimurinn komist yfir það að eitthvað fækki í fjölskylduboðum í forsetahöllinni í Pjongjang. Verri var fréttin um að Kim Jung-un réði yfir kjarn- orkusprengjum og bráðum flaugum sem gætu borið þær á milli álfa. Á Filippseyjum er forsetinn Duterte, lýðræðislega kjörinn, og gefur veiðileyfi á meinta dópsala. Það þarf ekki einu sinni veiðikort með fjöldatakmörkun eins og á hreindýrunum fyrir austan. Dópsala má drepa á færi og hvorki að vigta eða skrá og sá ræður sem hefur mann í sigtinu hvort það er dópsali eða sá sem hélt við eiginkonuna. Duterte segir að veiðin gangi framar vonum. Og málin stækka ört Íran er nýbúið að fá milljarða dollara eða ígildi í ann- arri heimsmynt í órekjanlegum snjáðum seðlum með leyniflugi til Teheran. Klerkastjórnin þar lætur hengja tugi manna í byggingarkrana fyrir „glæpi“ á borð við samkynhneigð og trúarlegt virðingarleysi. Í þúsund kílómetra radíus eða svo umhverfis Íran eru uppeld- isstöðvar hryðjuverkahópa og landið ofarlega á lista yfir þau ríki sem styðja þá. Aðeins vestar situr Assad forseti enn á stóli og hefur ekki í fimm ár verið jafn fastur í sessi og nú. Í millitíð- inni hafa hundruð þúsunda landa hans fallið. Margfalt fleiri eru í flóttamannabúðum í Jórdaníu og Tyrklandi og og enn fleiri á þvælingi um Evrópu eftir að Merkel kanslari bauð alla velkomna þangað. Lærisveinar Fidels á ferð Suður- og Mið-Ameríka eru í upplausn eða djúpt sokknar í fátækt og spillingu. Fidel Kastró dó loks eft- ir langt tilhlaup. Vinstrimenn eiga sumir erfitt með að leyna aðdáun sinni á hetjunni. „Heilbrigðiskerfið á Kúbu er frábært,“ segja þeir vandræðalega, staðnir að hrifningu sinni. Út frá launaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins í Havana þá er það rétt. Læknar þar hafa ígildi 20 dollara á mánuði. Kannski skal sækja fyr- irmynd þangað í næsta hring átaka um kjör og kost heilbrigðisstétta hér á landi. Á meðan sérlegur skjólstæðingur Fidels heitins, Hugo Cháves, stýrði Venesúela voru vinstrisinnaðir fréttamenn svo uppteknir af öðru (kynbundnum launa- mun?) að lítið var rætt hvernig goðinu tókst að koma auðugu olíuríki á vonarvöl á örfáum árum. Arftaki Chávesar var fremur farsæll strætisvagnabílstjóri áð- ur en hann varð forseti. Hann hefur fylgt leiðakerfi í efnahagsmálum sem leiðtoginn mikli lét eftir sig og lætur fangelsa þá sem biðja um brauð. Brasilía, sem er einkar laglega gerð af hendi guðs og náttúrunnar og eitt fjölmennasta ríki veraldar er þrungið spillingu, með afsettan forseta og með ótal fátækrahrúgöld í feg- urstu brekkum sem finnast. Sér ekki fyrir enda á neinu Vandræðin eru víða. Mexíkó og Kólumbía eru að nokkru eða verulegu leyti í höndum glæpahringa. Öðru hvoru er dópkóngur fangelsaður og sendur til Bandaríkjanna og látið eins og í því felist breyting að örfáir toppar taki út sín eftirlaun á bak við rimlana þar. Eilífðar mokstur fjár frá Vesturlöndum til Afríku skilar sama árangri í áratugi. Sannleikurinn er enn því miður sá að fátæka fólkið í ríku löndunum er látið greiða til ríka fólksins í fátæku löndum Afríku, undir þeirri svikavon að verið sé að hjálpa fólki varanlega. Menn bundnu vonir við Suður-Afríku. En Mandela er ekki lengur þar og spilling, óreiða og stjórnleysi fara hratt vaxandi í landinu. Ef hann deyr Mugabe er enn forseti í nágrannaríkinu Zimbabwe. Hann verður seint sakaður um að vera hægrisinnaður lýðskrumari. Enda er hann aldrei kallaður lýðskrum- ari. Mugabe hefur staðfestuna. Hann er 93 ára, eftir því sem næst verður komist. Heimsbyggðin hafði áhyggjur af því hver yrði þróunin í „sælunni“ sem stjórn þessa ástkæra sósíalista og friðarhöfðingja hef- ur tryggt. En nú hefur frú Mugabe slegið á óróleikann því hún tilkynnti nýlega að Mugabe yrði áfram í fram- boði, þótt hann félli frá, sem væri hins vegar ólíklegt. Þetta var ekki alslæm frétt því fullyrða má að Mugabe muni dauður ekki stjórna Zimbabwe lakar en hann gerði lifandi og því þurfa aðdáendur hans engu að kvíða. Bandamenn okkar Tyrkir Tyrkland liggur á mörkum tveggja heima. Það er lýð- ræðisríki og aðili að Nató. En herinn gerði uppreisn og reyndi að steypa ríkisstjórn Erdogans forseta. Bréfrit- ari talaði forðum oft við Erdogan á fundum víðs vegar og eins borðaði hann iðulega með honum þegar hann gerði stans í Keflavík á leið til og frá Ameríku. Hann var viðræðugóður og yfirvegaður. En það duldist samt engum að þar fór maður sem var harður í horn að taka, þegar þannig stæði á. Erdogan slapp naumlega frá morðtilræði síns eigin hers. Pútín kom til hans aðvörun. Það eru því til skýr- ingar á viðbrögðum hans eftir valdaránstilraunina. En þau viðbrögð sýnast þó vera handan við þau mörk sem lýðræðisríki getur leyft sér. Binda verður vonir við að Erdogan líti á þennan tíma sem óhjákvæmilegt skeið eftir atburði þegar reynt var að kollvarpa lýðræði Tyrklands um langa hríð. Eftir „nauðsynlegt“ uppgjör verði hornsteinum lýðræðisins aftur komið fyrir á sín- um stöðum. Skítalykt af hreingerningum Evrópa hóf vorhreingerningar í Norður-Afríku og í Sýrlandi. Obama ýtti undir Bræðralag múslima í Egyptalandi, sem hafði verið einn af fáum föstum punktum vestrænna ríkja á svæði þar sem ekki var hægt að reiða sig á marga. Egyptaland veiktist mjög við upplausnina sem varð og stendur fjárhagslega höll- um fæti eftir að kippt var undan ferðaiðnaði landsins með óöld. Sýrland er rjúkandi rúst. Líbíu var breytt í uppeld- isstöð fyrir Ríki íslams og frá nágrannaríkinu Túnis hafa þúsundir hermanna komið til liðs við Abu Bakr al- Baghdadi. Áhyggjur af öðrum toga En það eru ekki öll þessi stórbrotnu vandræði sem kalla á áhyggjur svo margra yfir stjórnmálaþróun á heimsvísu. Hún snýst varla um neitt af því sem að framan er talið. Þrúgandi óttinn snýst núna um yf- irgengilega sókn „lýðskrumaranna“. Hún ógnar ver- öldinni. Það eru alvarlegir atburðir á borð við þá að breska þjóðin skuli hafa vogað sér að komast að rangri niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fréttum nýlega var sagt frá því að þrír danskir stjórnmálaflokkar hefðu eftir brexit-úrslitin tekið upp baráttu fyrir því að Dönum yrði bannað að fjalla um ESB-mál í þjóð- aratkvæði. Leiðtogar þessara flokka eru ekki hættu- legir lýðskrumarar. Þarna eru raunsæismenn á ferð sem vita að aukin afskipti almennings af lýðræðinu geta aldrei farið vel. Menn áttu að hlusta betur á orð Stalíns. Í Moskvu urðu þeim á þau ófyrirgefanlegu mistök að líta á dauða Stalíns sem ákveðin tímamót í stjórnmála- starfsemi hans. Eitthvað sem þeir í Zimbabve hafa átt- að sig á að kann ekki góðri lukku að stýra. Eftir Brexit og Trump hefur framsýnt fólk, umburðarlynt, víðsýnt, menningarlegt og góðviljað áhyggjur af því að fólk á borð við Merkel, Jean Claude Juncker og Hollande (sem mældist síðast með 4 prósenta fylgi meðal Frakka) njóti ekki lengur sannmælis. Og það þrátt fyr- ir glæsilegan árangur í Grikklandi, við að skaffa evr- unni plástra og hækjur og við að greiða úr flótta- mannaóreiðu í álfunni með því að færa fólk á milli ESB-ríkja á pappírnum. Ekki má heldur gleyma því að þessu vanmetna fólki hefur tekist að tryggja að at- vinnuleysi ungs fólk í evrulöndum er mjög víða ekki mikið meira en 50 prósent. Ofmetin hætta Það eru lýðskrumararnir sem stjórna vanþakklætinu. Þess vegna eru þeir hættulegustu óvinirnir. En þó er það þannig að „lýðskrumararnir“ eru ekki að ná þeim árangri í kosningum á þessu ári í Evrópu að jafna megi við hættu. Í Hollandi óttast elítan að flokkur Geert Wilders geti orðið stærstur flokka. En á það er að líta að Holland er allt eitt kjördæmi. Þingmenn eru 150 talsins. Hver sá flokkur sem fær 0,67% fylgi kemur manni á þing. Áður höfðu „ábyrgir flokkar“ jafnan um 80% þingmanna, þótt aldrei næði neinn þeirra hrein- um meirihluta. Í kosningunum 15. mars nk. er gert ráð fyrir að 14 flokkar komi manni á þing og flokkur Wild- ers muni verða með 16-20% þingmanna. Verði Frels- isflokkur hans nær neðri mörkunum gæti hann orðið næststærstur á þingi, en marið það að verða stærstur Meðal annarra orða verða sum orð lítil Reykjavíkurbréf03.02.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.