Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 HÖNNUN Meðlimir MINØR Cowork-ing koma úr ýmsum átt-um, til dæmis grafíkerar, listamenn, fata- og leikmyndahönn- uðir, textílhönnuðir, leikstjórar, ljósmyndarar, stjórnunarráðgjafar og svo mætti lengi telja,“ útskýrir Íris Ann en teymið tók við 300 fm af mjög hráu og óhreinu iðnaðarrými fyrir tveimur árum og hefur síðan verið að byggja upp áhugaverðar vinnustofur fyrir skapandi fólk. „Til að byrja með var aðallega lögð áhersla á að gera rýmið hreint og vinnuhæft. Núna nýlega höfum við bætt við okkur 500 fm húsnæði sem er tengt fyrra rýminu og hafði stað- ið autt í tæp þrjú ár,“ segir Íris og bætir við að eitt af því sem sé skemmtilegt við plássið sé að þar er annar stór salur fyrir opnar vinnu- stofur auk tveggja lokaðra rýma. Annað þeirra nýtir teymið undir prentstofu og hitt er nýtt sem við- burðasalur. Aðspurð hvað teymið hafi lagt áherslu á við innréttingu rýmisins segir Íris þau fyrst og fremst hafa viljað halda í svokallað iðnaðarútlit. „Rýmið er ennþá að taka á sig mynd en við viljum leyfa því að vera hráu og mögulega leika okkur með innblástur sem tengist sjónum og sjávariðnaði. Við eigum ennþá langt í land með þetta en það er samt far- ið að taka á sig skemmtilega mynd.“ Íris Ann hefur mjög fjölbreyttan stíl og finnst gaman að vinna með mismunandi rými og tileinka sér það sem henni finnst virka best hverju sinni. Aðspurð hvaða rými sé í eftirlæti, segir hún viðburðasalinn alveg ótrú- lega skemmtilegan og bjóða upp á mikla möguleika. „Fólk getur nýtt hann fyrir vinnustofur og fundi, ýmsa markaði eða samkvæmi. Þór- dís Erla Zöega málaði nýlega lista- verk á hluta af gólfinu og kallar það dansgólfið, þannig að það væri gam- an að sjá það einnig nýtt sem slíkt. Við nýtum það rými líka sem ljós- myndastúdíó sem er alveg tilvalið þar sem rýmið er mjög bjart og fal- legt með góðri aðstöðu.“ Íris hefur lengi hrifist af Grand- anum en hún á einnig vinsælan veit- ingastað á Grandagarði, The Cooco- o’s Nest. „ Ætli ég heillist ekki aðallega af fjölbreytileikanum, þró- unin sem hefur átt sér stað hér á ör- fáum árum, er alveg mögnuð og við höfum sannarlega notið þess að vera hluti af þessari uppbyggingu. Það er fólk hér úr öllum áttum og mörg fyrirtækin hér eru rekin af mikilli ástríðu og metnaði. Þetta er ekki endilega fólk með stóra fjár- festa á bakvið sig heldur meira af minni rekstrareiningum sem skapa mikinn karakter fyrir hverfið.“ Teymið hlakkar til að sjá vinnu- stofuna vaxa og verða að einskonar listakjarna þar sem fólk getur nýtt sér flotta aðstöðu og kynnst áhuga- verðu fólki í svipuðum geira. „Við sjáum mikil tækifæri í þessu og erum spennt fyrir framhaldinu.“ Starfsemin er afar fjölbreytt og vinnuaðstaðan mismunandi og persónuleg. Listakjarni með karakter Mikil uppbygging hef- ur átt sér stað á Grand- anum á undanförnum árum þar sem hönn- unarverslanir og vinnu- stofur hafa verið að spretta þar upp ásamt fjölda skemmtilegra veitingastaða. MINØR Coworking er vinnu- stofa listamanna, sem þau Íris Ann Sigurð- ardóttir ljósmyndari, Ragnar Visage, ljós- myndari og grafískur hönnuður, og Sigga Maja fatahönnuður reka. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Prentstofa MINØR Coworking sem Sara María hjá Forynju og Tanja Levý, fata- og text- ílhönnuður, koma einnig til með að stýra. Eldhúsaðstaðan er ákaflega skemmti- lega innréttuð. Íris Ann og Ragnar Visage Sigrúnarson reka MINØR Coworking ásamt Siggu Maju. Morgunblaðið/Eggert Vinnustofurnar eru 800 fm allt í allt. Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 HELGAR SPRENGJAAFSLÁTTUR43% JOLENE Borðstofustóll. Svart PU-leður og krómfætur. 7.990 kr. 13.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.