Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 AF ÝMSU Eftir að hafa starfað í Hollywood í áratugi er arfleifð Warren Beatty mikil. Nafn hans ber á góma í dagbókum Andy Warhol, hann kemur fyrir í ævisög- um helstu stjarna Hollywood og þótt mörg ár líði milli mynda hans í seinni tíð þykja þær alltaf viðburður í menningarlífinu. Warren Beatty hefur í áratugi verið opinber stuðningsmaður demókrata og árið 1972 var hann í innsta hring George McGovern og vann ötullega að forsetaframboði hans gegn Richard Nixon. Beatty þykir af þeim sem þekkja hann jarðbundinn og réttsýnn, léttur og reifur og finnst gaman að spjalla við fólk. Fyrrverandi kærasta hans, Joan Collins, sagði að einn af stærstu göllum hans hefði verið að hann svaraði alltaf í símann, líka þegar hann ætti alls ekki að gera það heldur vera að hugsa um annað. Engu að síð- ur er Beatty þekktur fyrir að vera annt um einkalíf sitt og að vernda það, sérstaklega eftir að hann giftist og eignaðist börn. Sumir blaðamenn hafa þannig sagt að í viðtölum þurfi aðeins að hafa fyrir því að vinna sér inn traust hans. Warren Beatty er traustur vinur og vann ötullega að for- setaframboði George McGovern, sem lést fyrir fimm árum. Skrafhreifinn og jarðbundinn WARREN BEATTY var þátttakandi í einni sögulegustu stund Óskarsverð- launanna fyrr og síðar þegar hann og Faye Dunaway fengu afhent rangt um- slag þegar kom að því að tilkynna verðlaun fyrir bestu mynd hátíðarinnar. Ekki var við Beatty að sakast heldur endurskoðendafyrirtækið sem braut formfastar starfsreglur sem leiddu til þess að La La Land var í fyrstu sögð vinningshafinn í stað Moonlight. Beatty er þaulvanur Óskarsverðlaunahátíðum, en hann hefur verið til- nefndur til 14 Óskarsverðlauna; fjórum sinnum sem besti leikari í aðal- hlutverki, fjórum sinnum fyrir bestu myndina, tvisvar sinnum sem leikstjóri, þrisvar fyrir besta frumsamda handrit og einu sinni fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Hann hefur einu sinni unnið þau, fyrir bestu leikstjórn árið 1981 fyrir myndina Reds. Beatty hefur hlotið æðstu heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar, Irving G. Thalberg-verðlaunin árið 1999, og hann er fyrsti og eini ein- staklingurinn í sögu verðlaunanna til að vera tvisvar tilnefndur fyrir að leika í, leikstýra, skrifa og framleiða sömu mynd; fyrst Heaven Can Wait árið 1978 og svo Reds þremur árum síðar. Beatty hefur 18 sinnum verið tilnefndur til Golden Globe- verðlaunanna og unnið sex. Auk fyrrnefnda mynda eru þekktustu myndir hans Splendor in the Grass, Bonnie and Clyde, Shampoo, Dick Tracy, Bugsy og Bulworth. Þá fékk hann Golden Globe- tilnefningu fyrir nýjustu mynd sína, Rules Don’t Apply, sem var frumsýnd á síðasta ári. Beatty er Bandaríkjamaður af kanadískum uppruna, fædd- ur árið 1939 í Virginíu, og verður 78 ára 30. mars næstkom- andi. Móðir hans er frá Nýja-Skotlandi í Kanada og starfaði sem kennari en faðir hans var sálfræðingur að mennt og starf- aði innan bandaríska skólakerfisins. Þá voru föður- og móð- urforeldrar einnig starfandi innan menntakerfisins. Faðir hans var drykkfelldur og hefur eldri systir Beatty, leikkonan og rithöfundurinn Shirley MacLaine, sagt frá því að Beatty hafi lokað sig tilfinningalega frá föður sínum og orðið bóka- ormur og farið með henni í bíó. Hann hafi einnig notað húmor til að taka á tilfinningalegum vandamálum. Á milli þeirra eru þrjú ár, en þau eru afar náin og hafði hún mikil áhrif á að hann valdi sér leiklistina sem aðalstarf. Það að hann vilji einnig vera fyrir aftan tökuvélina og leikstýra uppfyllir ríka þörf hans fyr- ir að hafa stjórn á aðstæðum. julia@mbl.is ÁSTAMÁL Áður en Warren Beatty gift- ist leikkonunni Annette Bening 1992 voru ástamál hans eitt vinsælasta umræðuefn- ið í Hollywood og fylgdust fjölmiðlar vel með því hvaða konu hann var að hitta hverju sinni. Meðal þeirra sem hann átti vingott við voru Julie Christie, Barbara Streisand, Cher, Madonna, Joan Collins og tónlistarkonan Carly Simon, en fyrir tveimur árum sagði hún að lag hennar; You’re So Vain, fjallaði um Beatty. Árið 1978 sagði svo í íslensku dagblaði: „Vin- sælasti piparsveinn í Hollywood, leikarinn Warren Beatty, sást ekki alls fyrir löngu í fylgd með enn einni nýrri vinkonu. Sú heitir Diane Keaton, en ekki fylgir sög- unni hvað hún starfar, blessunin.“ Giftist eftir piparsveinalíf AFP Beatty og Bening hafa verið gift í 25 ár og eiga fjögur börn. Ástamál leikarans fyrir það hjónaband voru gjarnan í brennidepli fjölmiðla. BÖRNIN Ástin kviknaði strax og Warr- en Beatty og Annette Bening kynntust við tökur á Bugsy árið 1991. Þau hafa eignast fjögur börn síðan þá; Stephen, 25 ára, Benjamin, 23 ára, Isabel, 20 ára, og Ellu sem er 17 ára. Í viðtali sem birt- ist við Beatty í Vanity Fair í fyrra sagði leikarinn að hann væri afar náinn börn- um sínum og ræddi sérstaklega elsta son sinn, Stephen, sem er rithöfundur og transmaður og afar virkur í réttinda- baráttu transfólks. Beatty sagðist afar stoltur af Stephen, hann væri hetjan sín og snillingur, eins og öll börnin hans væru, og kallaði Stephen byltingar- mann. „Að eignast börnin mín er það mikilfenglegasta sem hefur hent mig,“ sagði Beatty í viðtalinu. Beatty, Bening og börnin þeirra fjögur að- eins yngri. Árið 2006 kom Stephen, lengst til hægri, út úr skápnum sem transmaður. AFP Náinn börnunum Reynslubolti Hollywood AFP Warren Beatty framleiddi, leikstýrði og lék eitt aðalhlutverkanna í rómantísku kvikmyndinni Shampoo frá árinu 1975 og kom sér um leið á kortið sem eitt af helstu kyntáknum Hollywood. ’Faðir hans var drykk-felldur og hefur eldri systir Beatty, leikkonan ogrithöfundurinn Shirley Mac- Laine, sagt frá því að Beatty hafi lokað sig tilfinninga- lega frá föður sínum. Warren Beatty og Faye Dunaway áttu stórleik í Bonnie and Clyde. Warren Beatty er reynslubolti í Óskarsverð- launahátíðum og áttaði sig á að eitthvað undarlegt væri á seyði aðfararnótt mánudags. Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga Með einföldum aðgerðum er hægt að breyta stærð og lögun sköfunnar • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • Vinnuvistvænt Skínandi hreinir gluggar Komið í verslun okkar eða fáið upplýsingar í síma 555 1515. Einnig mögulegt að fá ráðgjafa heim.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.