Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 44
Zoë Kravitz er gagnrýnin á handritshöf- unda. KVIKMYNDIR Leikkonan Zoë Kravitz segir Holly- wood enn eiga langt í land með að losa sig við fordóma í garð kynþátta. Hún nefnir handrit að kvikmyndum máli sínu til stuðnings. „Jane, 26 ára, falleg og hress,“ segir hún dæmigert að standi í handriti og allir gangi út frá því að Jane sé hvít á hörund. Hvers vegna? Jú, næstu persónu er nefnilega lýst svona: „Sarah, 27 ára af afrísk/ amerískum uppruna. Flippuð.“ „Þetta hefur alltaf stuðað mig; nema annað sé tekið fram þá á ég að gera ráð fyrir því að persónan sé hvít,“ segir Kravitz sem er dóttir söngvarans Lennys Kravitz og leikkon- unnar Lisu Bonet. AFP 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 LESBÓK ROKK Joey Kramer, trymbill hins goðsagnakennda rokkbands Aerosmith, lætur The Rolling Stones hafa það óþvegið í viðtali við tímaritið Classic Rock. Segir Rollingana ómögulegt tónleikaband og að Aerosmith beri höfuð og herðar yfir þá. „Fólk er alltaf að lofsyngja The [Rolling] Stones, segir Stones þetta og Stones hitt. Mér hefur alltaf staðið á sama um The Stones; þeir hafa aldrei gert neitt fyrir mig í tónlist, allra síst trommu- leikurinn. Þetta er ekki einu sinni upprunalega bandið og mér er slétt sama um þá. Kæmi fólk á Aerosmith-- tónleika myndi það strax sjá að við erum miklu betri en þeir. Það er eiginlega kjánalegt þar sem þeir eru svo lélegir á tónleikum,“ segir Kramer og bætir við að Aero- smith sé ennþá til í upprunalegri mynd. Betri en Rollingarnir! Aerosmith í essinu sínu á tónleikum. Reuters Björn Thors fer með aðalhlutverkið. Frost á Fróni RÚV Sunnudagsmyndin er Frost, íslensk spennumynd um Öglu jökla- fræðing og Gunnar kvikmynda- gerðarmann, ungt par sem kemur að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið sporlaust og Agla og Gunnar standa frammi fyr- ir óþekktum og banvænum öflum. Leikstjóri er Reynir Lyngdal og í aðalhlutverkum Björn Thors og Gunndís Guðmundsdóttir. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. STÖÐ 2 Laug- ardagsmynd stöðvarinnar er Sleepers, spennu- mynd frá 1996. Fjórir piltar ólust upp í illræmdu hverfi í New York. Þeir urðu miklir vinir og reyndu að halda sér frá glæpum en stundum gátu þeir ekki stillt sig um að prakkarast. Einu sinni fór prakkaraskapurinn yfir strikið og þeir lentu á heimili fyrir vandræðabörn. Vörðurinn þar var miskunnarlaus og misnotaði og píndi drengina. Leikstjóri er Barry Levinson en meðal helstu leikara Dustin Hoff- man, Kevin Bacon, Robert De Niro og Brad Pitt. Sýning hefst kl. 21:55. Sleepers Brad Pitt RÁS 2 Þátturinn Sunnudagssögur er á dagskrá alla sunnudaga klukk- an 12:40. Hrafnhildur Halldórs- dóttir dagskrárgerðarmaður fær í heimsókn til sín í hljóðver góða gesti sem segja sögur úr lífi sínu; sögur sem á einhvern hátt hafa haft áhrif á líf þeirra og viðhorf. „Ljúfur þáttur með notalegri tónlist,“ segir í kynningu á heimasíðu þáttarins. Hrafnhildur Halldórsdóttir. Sunnudags- sögur í útvarpi Hvað hefurðu langan tíma?“segir Baldvin Z hlæjandiþegar ég spyr hvers vegna hann sé að gera heimildarmynd um hinn goðsagnakennda aflraunamann Reyni sterka. Sú saga hófst raunar eins og hver önnur saga. Baldvin var fimm eða sex ára og inn í líf hans kom drengur, Leó Svanur Reynisson, sem þóttist eiga sterkari pabba en hann. Nema hvað þessi drengur hafði sannarlega sitt- hvað til síns máls; hann var sonur Reynis sterka sem lyfti hestum, sleit keðjur og braust úr hlekkjum. Án þess að blása úr nös. „Allar götur síðan hef ég verið heillaður af Reyni og sögu hans og fyrst mér tókst að verða kvikmynda- gerðarmaður lét ég verða af því að gera um hann heimildarmynd,“ segir Baldvin en níu ár eru síðan hann tók fyrstu skrefin í þessa átt. „Ég hef unnið þessa mynd með öðrum verk- efnum og núna er hún loksins að verða tilbúin.“ Reynir Örn Leósson var fæddur árið 1939 og lést langt fyrir aldur fram árið 1982 úr lungnakrabba. Snemma tók að bera á óvenjulegum kröftum hans og Reynir ferðaðist upp frá því víða og sýndi aflraunir. Hann setti þrjú heimsmet, sem Heims- metabók Guinness viðurkennir og standa enn. Meðal annars braust hann út úr fangaklefa enda þótt hann væri settur þar inn rækilega bundinn og keflaður. Annað met setti Reynir þegar hann sleit 6,1 tonns þunga keðju í sundur og fær Baldvin afl- raunamenn úr samtímanum til að freista þess að slá metið í myndinni. Engum sögum fer af útkomunni. „Þú verður bara að sjá myndina!“ Hann hlær. Persónuleg frásögn Baldvin kveðst segja sögu Reynis með persónulegum hætti en mark- miðið er að leita svara við því hver maðurinn var og hvað gerði hann svona óvenjulegan. Baldvin ferðaðist meðal annars vítt og breitt um landið ásamt Dísu Anderiman, sem hjálpaði honum að koma þessu verkefni af stað árið 2009, og tók fjölmörg viðtöl við fólk sem þekkti Reyni. „Það eru allir sammála um að hann hafi verið mjög óvenjuleg manneskja og þá er- um við ekki bara að tala um kraftana. Það var margt annað óvenjulegt við Reyni sterka,“ segir Baldvin. Hann segir andstæðurnar í lífi Reynis hafa verið margar. „Hann var varla læs en samt var hann uppfinn- ingamaður og náttúrverndarsinni langt á undan öðrum og talaði um græna orku á bíla,“ segir Baldvin en Reynir var mikill bíladellukall. Ungur var Reynir settur í fóstur í sveit og lenti ekki á góðum bæ. „Það hefur eflaust haft áhrif á hann. Svo var hann tvígiftur og ekki laust við átök í einkalífinu. Hann fór heldur ekki vel með sig; var ekki aflrauna- maður sem nærðist á próteindrykkj- um,“ segir Baldvin sposkur. „Ætli það sé ekki einmitt breyskleikinn sem gerir Reyni svona áhugaverðan. Þetta er hálfgerð sorgarsaga með ævintýraljóma yfir sér. Það var ekk- ert venjulegt við þetta líf.“ Mestu af myndefninu sem Ríkis- sjónvarpið átti af Reyni hafði verið hent en Baldvin komst í mikla gull- kistu þegar hráefni úr gömlu mynd- inni sem Reynir lét gera sjálfur fannst eftir nær átta ára leit. Spurður hvort hann hafi fundið fyrir Reyni við gerð myndarinnar svarar Baldvin fyrst með stuttri þögn. „Án þess að segja of mikið þá lét hann vita af sér,“ ljóstrar hann svo upp. „Nú er ég skeptískur maður að eðlisfari en það eru eigi að síður áhöld um það hvor okkar hafi stýrt þessari mynd, Reynir eða ég. Við fundum vel fyrir Reyni við gerð myndarinnar og það kemur glöggt fram í henni. Hlutir eiga sér stað.“ Þegar Baldvin nefndi hugmynd- ina fyrst við seinni eiginkonu Reyn- is, Erlu Sveinsdóttur, um aldamótin hafði hann ekki lokið námi og í ljósi þess að fleiri bönkuðu á dyrnar bjóst hann við því að hún myndi afhenda öðrum myndefnið. „Þá fór hún á miðilsfund þar sem Reynir kom fram og sagði henni að bíða eftir unga drengnum.“ Og það gerði hún. Reynir sterki setti heims- met þegar hann braust úr þessum hlekkjum. Myndin um Reyni sterka verður frumsýnd í haust og segir Baldvin það mjög góða tilfinningu að þetta ferðalag sé senn á enda. „Konan mín verður alla vega mjög feg- in,“ segir hann hlæjandi. „Þá get ég farið að tala um eitt- hvað annað. Annars er ég kominn með nýtt plan fyrir heimildarmynd sem ég get dundað mér við næstu tíu árin.“ Hann verst allra frétta af því verkefni en fyrir liggur að næsta mynd Baldvins verður leikin, Fyrir Magneu, og hefjast tökur í haust. „Sú mynd fjallar um ungar stúlkur í Reykjavík og það hvernig fíkn- in sigrar ástina.“ Handritið skrifar Baldvin ásamt Birgi Erni Stein- arssyni. Þegar fíknin sigrar ástina Baldvin Z. Sterk nærvera Reynis Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður er að leggja lokahönd á heimildarmynd um goðsögnina Reyni sterka. Hann fann vel fyrir Reyni við gerð myndarinnar og segir álitamál hvor hafi ráðið ferðinni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gengið út frá því að persónan sé hvít

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.