Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 26
MATUR Gott ráð þegar þú ert að skera ferskar kryddjurtir er aðstrá smá salti á brettið fyrst. Það kemur í veg fyrir að kryddjurtirnar spýtist í allar áttir. Salt á brettið 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 Sjö þúsund fylgjast með „Fiskinum“ Rögnvaldur Þorgrímsson er ungur maður með ástríðu fyrir mat og matargerð. Hann er vinsæll matarsnappari og sýnir taktana undir nafninu Fiskurinn. Sjö þúsund manns fylgjast með honum kokka, aðallega fisk, sem er í uppáhaldi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Matarboðið tókst fullkomlega,“ segir þessi ungiáhugakokkur sem galdraði fram matarboð fyrirnokkra vini sína úr menntaskóla. Rögnvaldur var með bankabygg í forrétt, keilu í aðalrétt og ljúffengar perur með súkkulaði í eftirrétt. „Ég hef leikið mér mikið með banka- bygg og gert alls konar kúnstir með það. Nú setti ég í það rækjur og refasmára, smá hunang og fleira. Það kom mjög vel út. Í aðalrétt var ég með keilu, steikta upp úr hunangi. Ég setti mikinn metnað í eftirréttinn, var með tvíbakaða peru. Þetta er réttur eftir mig sjálfan en ég er búinn að gera til- raunir með þetta. Það voru allir sælir og glaðir!“ segir hann. Gerir tilraunir í eldhúsinu á kvöldin Rögnvaldur hefur unnið í fiski síðan hann var polli, eins og hann orðar það. Hann vann í frystihúsi í Þorlákshöfn öll sumur þegar hann var unglingur og einnig að loknu stúdentsprófi. „Ég hætti þar fyrir fjórum mánuðum, mig langaði að fara að gera eitthvað skemmtilegra og einbeita mér frekar að því að prófa mig áfram með mat. Núna starfa ég við garðyrkju frá átta til fimm og hef þá tíma á kvöldin til að kokka,“ segir Rögn- valdur, sem segist alltaf hafa haft áhuga á eldamennsku, þó mest í seinni tíð. „Áhuginn spratt almennilega upp fyrir þrem- ur, fjórum árum en ég hef sérstakan áhuga á að elda fisk og reyni að nota íslensk hráefni eins mikið og hægt er.“ Rögnvald- ur segist elda þrisvar til fimm sinnum í viku. „Ég og vinur minn Konni erum stundum að gera tilraunir í eldhúsinu frá kannski níu til ellefu á kvöldin, að leika okkur. Fiskur er í uppáhaldi!“ Eyðir öllum peningum í matarástríðuna Draumur Rögnvaldar er að gera matargerðina að aðalstarfi. „Mig langar að taka Cordon Bleu-gráðuna, en það kostar mik- inn pening,“ segir hann og nefnir að hann gæti alveg hugsað sér að verða sjónvarpskokkur einn daginn. Ertu ekki búinn að safna í sjóð eftir öll árin í frystihúsinu? „Nei, veistu, ég er svo svakalega mikil eyðslukló. Ef ég á pening þá reyni ég helst að fara til Ítalíu á pastanámskeið eða vínsmökk- unarnámskeið, þannig að allur aukapeningur fer í góð frí. Ég er búinn að ferðast um alla Toskana og læra á litlum matreiðslunám- skeiðum, læra að gera pasta, brauð og fleira. Svo er ég líka að upp- lifa stemninguna í kringum þetta, ég er að sanka að mér trixum. Maturinn á Ítalíu er himneskur og þar er talað mikið um mat.“ Toppurinn að snappa matargerðinni Rögnvaldur ákvað að nota samfélagsmiðilinn Snapchat til að ná til fólks og sýna því hvað í honum býr. Hann snappar undir nafninu Fiskurinn og er nú þegar með sjö þúsund fylgjendur. „Mér hefur þótt það vera toppurinn á öllu því sem ég hef verið að gera, það hefur gengið rosa vel og vaxið jafnt og þétt. Ég er með ágætis fylgjendafjölda,“ segir hann. „Þegar ég byrjaði á snapchattinu í desemberbyrjun gerði ég samning við mömmu og pabba að ég fengi að elda alla 24 dag- ana fram að jólum. Svo fékk ég að senda þau út úr húsi tvisvar í viku, annaðhvort í bíó eða leikhús, og þá fékk ég eldhúsið alveg fyrir sjálfan mig og gat boðið vinum mínum í mat. Mamma og pabbi voru orðin uppiskroppa með leikrit í restina og voru farin að fara í sund,“ segir hann og hlær. Rögnvaldur Þorgrímsson hefur brennandi áhuga á matargerð. Hann segist eyða öllum peningum sínum í ferðir tengdar mat og matreiðlsu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fanney Birna og Sandra Ýr voru spenntar að smakka. Jóhanna Ösp og Sigrún Sunna hjálpuðu til við eldamennskuna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.