Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 LESBÓK Árni Björnsson var forstöðu-maður þjóðháttadeildarÞjóðminjasafns Íslands í lið- lega þrjá áratugi og er landskunnur fyrir störf að menningarsögu og þjóðháttum. Eins og nærri má geta fór Árni víða og var í samskiptum við marga vegna rannsókna. „Það var bæði lærdómsríkt og mannbætandi að kynnast þessu fólki persónulega,“ segir Árni spurður hvort verkefnið hafi ekki verið skemmtilegt og gefandi. „Að vísu fékk ég flestar upplýs- ingar skriflega þótt ég hefði komið í heimsókn. Þá komu menn líka efninu skipulegar frá sér. Það voru aðrir sem lögðu sig meira eftir hinum munnlega frásagnarmáta, svo sem fólk frá Árnastofnun,“ segir Árni. „Það sem mér kom í fyrstu einna mest á óvart, var hvað þetta fróð- leiksfólk var laust við svokallaða hjátrú. Ég hafði eins og fleiri orðið fyrir þeirri innrætingu að gamlir fróðleiksmenn væru hjátrúarfullir. En það var nú öðru nær. Vissulega höfðu menn heyrt allskonar þjóðsög- ur og hindurvitni en litu yfirleitt á það sem gamanmál. Niðurstaða mín var í samræmi við þær alvörukann- anir sem gerðar hafa verið, að það hafi verið innan við 10% sem í ein- lægni trúðu því að yfirnáttúrulegar verur væru til. Það fólk fær hins- vegar miklu meiri umfjöllun bæði heima og erlendis. Það er betri mark- aður fyrir það. Þjóðsögurnar eru á hinn bóginn hinn sífrjói skáldskapur þjóðarinnar eins og Jón gamli Árna- son orðaði það um miðja 19. öld.“ Árni er bóndasonur vestan úr Döl- um. „Ég er langyngstur af átta systkinum. Ekkert þeirra fór í lang- skólanám þótt þau hefðu góðar námsgáfur. Það var heldur fátítt á fyrstu áratugum seinustu aldar að börn alþýðufólks færu þennan svo- kallaða menntaveg. Faðir minn dó þegar ég var sex ára og þau hjálpuðu mér gegnum menntaskóla.“ Vildi snemma skýringar Þú ákvaðst snemma, að því er kemur fram í bókinni, að taka ekkert eða sem fæst trúanlegt. Var það með- vituð leið til að leita sannleikans? „Ég vil ekki beint segja að ég hafi ákveðið það, en ég vildi snemma fá skýringar á ýmsu í tilverunni. Og svörin fannst mér ekki alltaf full- nægjandi eða samræmast því sem ég vildi kalla heilbrigða skynsemi. Svo ég fór að leita eigin skýringa. Og þær var ekki ætíð að finna í bókum.“ Af bókinni má ráða að áhugamálin séu mörg. Hefurðu alltaf verið áhugasamur um svona margt? „Áhugamál mín eru líka takmörk- uð. Ég hef til að mynda frekar lítinn hug eða vit á tæknilegum efnum. Og ég hef ekkert gaman af að drepa dýr, hvorki með veiðistöng né byssu. En ég hef oft verið beðinn að halda er- indi eða skrifa grein um margvísleg efni sem svo kemur manni á frekari spor sem mér hafa fundist for- vitnileg.“ Þú varpar fram athyglisverðri spurningu og fjallar um; hvort Snorri Sturluson hafi skrifað nokkurn skap- aðan hlut sjálfur. Komstu að ein- hverri líklegri niðurstöðu?! „Spurningin er viljandi höfð nokk- uð ögrandi. Okkur og öllum heim- inum er kennt það frá blautu barns- beini að Snorri hafi verið mikill rithöfundur. Því fer líka fjarri að ég afneiti því með öllu. Mér finnst á hinn bóginn sannanir fyrir því ekki afger- andi. Og þess eru ótal dæmi um allan heim að bækur eða mannvirki séu kennd við kostnaðarmenn en ekki höfunda. Tökum sem einfalt dæmi James Bible eða Guðbrandsbiblíu. Höfundarréttur er svo tiltölulega ný- legt fyrirbæri. Hitt er annað að bæk- ur eignaðar Snorra hefðu sjálfsagt ekki orðið til nema fyrir tilverknað þessa menningarlega sinnaða og volduga auðmanns. Hann hefur skaffað skrifurunum húsnæði og fæði, skinn og blek, jafnvel sett þeim fyrir verkefni og miðlað þeim af al- þjóðlegri þekkingu. Honum bæri því fullur heiður, jafnvel þótt hann hefði ekki mátt vera að því að skrifa mikið sjálfur.“ Þú hefur lengi verið kunnur sem vinstrimaður en segist ekki hafa ver- ið mjög pólitískur framan af. „Mér finnst ég hafa verið frekar seinþroska í pólitík miðað við ýmsa skólabræður mína og gældi lengi við þá bjánalegu hugmynd að það væri hægt að vera „ópólitískur“. Smám saman skildi ég að þau sem finnst eða halda að þau séu „ópólitísk“, eru í rauninni að fella sig við ríkjandi ástand eða status quo og þar með rammpólitísk. Þetta er líkt og konan sem sagðist ekki kaupa nein pólitísk blöð, bara Morgunblaðið!“ Hvers vegna varð „vinstrið“ svo fyrir valinu? „Ég hef gengið gegnum nokkur stig í því efni. En eftir stendur hið upphaflega. Mér finnst skipting heimsins gæða óréttlát. Í bernsku heyrði maður sagt að fólk væri fá- tækt af því það nennti ekki að vinna. Svo sá ég að fáir unnu meira en ein- mitt hinir fátæku. Það var hinsvegar ekki sama við hvað fólk vann. Flinkur verðbréfasali gat haft tífaldar tekjur á við góðan barnakennara. Var þá verðbréfasala svona miklu göfugri en að kenna börnum? Ég skil vel að starf skurðlæknis sé mikilvægara en að afgreiða í búð, og ekkert á móti því að læknirinn hafi tvöföld eða þreföld laun á við afgreiðslumanninn. En slíkt eru smámunir á við þá forsmán að aðeins 1% mannkynsins skuli eiga 50% heimsgæðanna. Er furða þótt maður spyrji hvort það sé nokkurt réttlæti eða vit í þessu? Þetta eru meginrökin fyrir minni vinstri- mennsku.“ Upplifðirðu jafn mikla heift á milli íslenskra vinstri og hægri manna og stundum er talað um? Var raunveru- lega um að ræða baráttu fyrir/gegn því að koma á Sovét-Íslandi? „Nei, það get ég ekki sagt, en ég var heldur aldrei háttsettur í neinum flokksstöðum. Sjálfur átti ég suma mína bestu kunningja meðal sjálf- stæðismanna eins og Bjarna Bein- teinsson og Magnús Þórðarson. Sov- ét-Ísland heyrði ég aldrei nefnt nema í upphafi eins kvæðis eftir Jóhannes úr Kötlum frá miðjum fjórða ára- tugnum. Menn ættu að lesa það kvæði til enda frekar en tönnlast á upphafinu. Gamli ungmennafélaginn og þjóðfrelsissinninn Jóhannes átti áreiðanlega við hina upphaflegu merkingu, samráð verkamanna og bænda en ekki einhverja innlimun í Sovétríkin.“ Vonbrigði með Sjónvarpið Þú, sem sósíalisti, ert ekki hrifinn af því hvernig Sovétríkin þróuðust. Get- urðu lýst vonbrigðunum vegna inn- rásarinnar í Tékkóslóvakíu 1968, þar sem þú varst staddur? „Ég var reyndar fyrir langalöngu hættur að búast við nokkurri fyr- irmynd frá Sovétríkjunum. En ég hafði gert mér vissar vonir um að þeir mundu láta Tékkóslóvakíu í friði. Vonbrigðin voru mér enn sárari af því ég átti þar gamla kunningja sem voru virkir í nýsköpuninni. Ég ætti kannski að segja frá því núna að ég varð líka fyrir óvæntum vonbrigðum hér heima. Strax og ég kom heim frá Prag í lok september 1968 hafði ég samband við Sjón- varpið og Ásgeir Ingólfsson átti langt samtal við mig. Þeir voru þá með fréttaskýringaþátt og spurðu hvort ég vildi ekki segja nánar frá ástand- Þjóðsögurnar hinn sífrjói skáldskapur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur er nýorðinn 85 ára og af því tilefni kom út bókin Í hálfkæringi og alvöru. Þar fjallar Árni t.d. um íslensk fræði, menningarsögu, stjórnmál og skrifar m.a. einskonar pólitíska ævisögu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Út er komin bókin Móðurhugur eftir Kári Tul- inius. „Einkadóttir Theodóru liggur í dái og móð- irin samþykkir að tækin verði aftengd. Hvernig er hægt að lifa með slíkri ákvörðun?“ er spurt í til- kynningu frá útgefanda. „Theodóra er skáld og hennar leið er að setja saman bók til minningar um Ingu dóttur sína, sem varð ástfangin af Abel, transmanni sem var ekki ástfanginn af henni. Móðurhugur er skáldsaga um ástina, lífið og dauð- ann, um leitina að sátt við sjálfan sig og aðra ...“ Móðurhugur Kára Tulinius Paul Kalanithi var aðeins 36 ára og að ljúka námi í taugaskurðlækningum þegar hann greindist með fjórða stigs lungnakrabbamein. Hann var farsæll læknir sem glímdi við banvæna sjúkdóma hjá skjólstæðingum en lenti allt í einu í þeirra stöðu sjálfur og lést ári síðar. „Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Hvað gerir maður þeg- ar fótunum er kippt undan tilverunni?“ eru með- al spurninga sem Kalanithi glímdi við í dauða- stríðinu þegar hann skrifaði bókina. Andartak eilífðar Fjórða bindi Dalalífs Guðrúnar frá Lundi, Laun syndarinnar, hefur verið endurútgefið. Dalalíf „afhjúpar miskunnarleysi íslensks samfélags á fyrri öldum þegar konum hefndist grimmilega fyrir ástir í meinum,“ segir í tilkynningu frá út- gefanda. „Lína á ekkert mótstöðuafl til gagnvart elskhuga sínum, glæsimenninu Jóni á Nautaflöt- um. En þegar hún verður barnshafandi þarf að bjarga málum tafarlaust svo að Anna Friðriks- dóttir frétti ekki af hjúskaparbrotinu.“ Enn af Dalalífi Guðrúnar Malin Persson Giolito er sænskur lögfræðingur sem m.a. hefur starfað fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel, þar sem hún er búsett ásamt fjölskyldu sinni. Kviksyndi er þriðja spennusaga hennar, kom út í fyrra og var valin glæpasaga ársins í Svíþjóð. „Þegar skothríðinni linnir liggja fimm ungmenni og kennari þeirra í blóðflaumi í skólastofu á Djursholm, auðmanna- hverfi Stokkhólms. En eitt þeirra er óskaddað ...“ segir í upphafi tilkynningu frá útgefanda. Kviksyndi í Stokkhólmi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.