Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 30
HEILSA Hvað hreyfingu varðar er um að gera að leggja áherslu á það semmanni finnst skemmtilegt. Mörgum finnst gaman á skíðum eða á bretti og ættu þeir sem geta endilega að nota helgina utandyra í fjöllunum. Slík líkamsrækt lyftir andanum og styrkir líkamann. Á skíðum skemmti ég mér 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 Flestir hafa einhvern tímann prófað jóga eðaað minnsta kosti fylgst með einhverjumvið þessa iðju. Jóga tengist í huga margra ákveðinni kyrrð, rólegu og björtu umhverfi, ef til vill kertaljósum og einstaka gong-slætti. Hér er bent á þrjár nýjar leiðir til að stunda jóga, sem höfða kannski til þeirra sem hafa ekki prófað fyrr. Bjórjóga Stöðin BierYoga í Berlín gerði bjórjóga frægt. Á vefsíðu stöðvarinnar kemur fram að þarna sam- einist tvær ástríður, jóga og bjór. Báðar séu aldagamlar meðferðir fyrir líkama og sál. „Ánægjan af því að drekka bjór og núvitundin í jóga fara vel saman og gera þetta að upplífgandi reynslu,“ stendur þar. Emily og Jhula kenna í stöðinni en þær eru báðar lærðir jógakennarar og miklar bjóráhugamanneskjur og fannst því tilvalið að sameina þetta tvennt. Þær segja að bjórjóga sé skemmtilegt en alls ekkert grín. Þær noti aðeins jógaheimspekina og sameini hana ánægjuna af bjórdrykkju til þess að ná æðra stigi meðvitundar. Málmjóga Jógakennarinn Saskia Thode stofnaði jógastöð- ina Metal Bones í New York. Thode hlustar mikið á málmtónlist og vildi halda því áfram í kennslu og hefur fengið góðar viðtökur. „Málm- jógað byrjar alltaf með öskrum og því að kýla gólfið til að sleppa út reiði, stressi og myrkrinu innra með manni,“ sagði Thode í samtali við Guardian. Slagorð Metal Bones er einmitt „Slepptu dýrinu innra með þér lausu“. Geitajóga Jóga með geitum er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að sé til en það er staðreynd. Foxden Yoga í Bandaríkjunum býður upp á geitajóga. Á vefsíðu stöðvarinnar segir að geit- urnar komi með ákveðna orku inn í tímann með uppátækjum sínum og zen-viðhorfi. Lainey Morse er með geitajógatíma á bónda- bæ sínum í Oregon. Þeir eru svo vinsælir að það er 1.200 manna biðlisti til þess að komast að. Eins og gefur að skilja eru þessir tímar oftast haldnir utandyra. Geiturnar taka virkan þátt í jógatímunum. Ljósmynd/Wikimedia-Dharmesh Goh Öðruvísi jóga Flestir hafa ákveðna hugmynd um jóga en hér er bent á þrjár nýjar og óvenjulegar leiðir til að stunda það. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Í bjórjóga er bjórflaska notuð við æfingarnar og er drukkið úr henni um leið. Ljósmynd/Bieryoga.de Jógakennarinn Saskia Thode kennir málmjóga. Ljósmynd/Metal Yoga Bones Íslensk hönnun og framleiðsla Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Retro borð Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum stálkanti og harðplastlagðri plötu. Stærð og litur að eigin vali. Verð frá kr. 104.000 E60 orginal, verð frá 30.600 Lífstíðaráb yrgð á grind og tréverki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.