Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 41
5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 inn er fjórar hæðir en þrjár í suður- endanum, þar sem er sýningarrými Ólafs. Þar á milli voru áður vélar þar sem opnaðist milli hæðanna en nú er kominn þar stigi. „Þegar við komum í húsið var það í raun bara fokhelt,“ segir Ásmund- ur. „Hönnunin á því er mjög form- hrein, með súlum og sterklegum bit- um, en það þurfti að einangra útveggina og þá hvarf grófleikinn af þeim. Við reyndum að halda honum að öðru leyti, að halda beinagrind hússins sem mest óhreyfðri. Steypt var í göt og bara málað – eina sýni- lega steypan sem við settum hér inn er stiginn milli hæða. Við pældum mikið í því hvernig við ættum að nálgast bygginguna arkitektúrískt og það er fín lína að feta. Til að tapa ekki einkennunum og ýkja þau ekki heldur.“ Sýning Ólafs þróast Sýningarsalur Nýlistasafnsins er opinn og bjartur, með mikla lofthæð og háa glugga á tveimur veggjum og hvítmáluðum súlum. Þetta er rými sem má auðveldlega breyta og setja upp létta veggi ef þarf. Þá er tvöföld lofthæð innst í salnum en það er ein- kenni á öllum hæðunum, að einhvers staðar opnast rýmið upp inn í hæð- ina fyrir ofan. „Strax þegar við gengum hér inn sáum við að þetta rými var sem skapað fyrir sýningahald,“ segir Steinþór. „Fyrsta sýningin hér verður með verkum Ólafs heit- ins Lárussonar og salurinn fær þá að njóta sín mjög vel,“ segir Ásmundur. „En það er mjög auðvelt að breyta þessu rými eins og þarf.“ Á hæðinni fyrir ofan hefur Kling & Bang jafn stórt rými en þar verð- ur byggt á öðruvísi sýningadagskrá og salurinn er brotinn upp í afmark- aðri rými, meðal annars eitt glugg- laust í miðjunni sem mun eflaust nýtast vel fyrir myndbandsverk. Í suðurendanum eru nokkrir starfsmenn Ólafs Elíassonar upp- teknir við að setja upp verk eftir listamanninn, nokkur gömul en önn- ur ný og umfangsmikil og munu þau eflaust vekja mikla athygli. „Hér setjum við upp sýningu sem getur staðið í tvö til þrjú ár en getur þó stöðugt verið að breytast og þróast,“ segir Börkur. „Þetta er ekki gallerí- eða safnasýning, heldur á milli þess að vera opin vinnustofa yfir í tilraunakennt verkefnarými. En það má ganga að því vísu að sjá hér verk eftir Ólaf í safnagæðum.“ Í hluta rýmisins er allt að níu metra lofthæð og þar mun snúast gríð- arhár spírall, nýtt verk listamanns- ins, sem hægt er að upplifa bæði neðan af gólfinu og ofan af svölum. Á báðum þeim hæðum verða önnur ný og eldri verk hans. Skoðunarferðin um Marshall- húsið endar við væntanlega vinnu- stofu Ólafs á efstu hæðinni, fallegan sal með gluggaröð á þremur veggj- um. Spennandi starfsemi „Hér verður aðstaða fyrir vinnu Ólafs á Íslandi og fólk frá Berlín mun vinna með honum. Hann hefur lengi dreymt um að koma sér upp aðstöðu hér á landi,“ segir Börkur. Félagarnir segja að allir leigjend- urnir í húsinu séu fullkomlega sjálf- stæðir og Marshall-húsið verði ekki nein stofnun. Og heitið festist fljót- lega við húsið þegar undirbúning- urinn var kominn á skrið. „Upphaflega kölluðum við verk- efnið reyndar „Myndlist & síld“ en HB Granda-menn kölluðu þetta allt- af Marshall-húsið og það festist,“ segir Steinþór og brosir. Þeir Ásmundur hafa öðlast ákveðna reynslu í að hanna sýning- arrými fyrir myndlist. Er þetta verkefni samt ekki allt öðruvísi? „Jú,“ segja þeir – þó ekki nema væri fyrir það að hér voru þeir þátt- takendur í verkinu frá byrjun, sem hugmyndasmiðir, og sjá einnig um útfærsluna og finna notendur. „En þessi myndlistarverkefni hafa bara fallið fyrir okkur,“ segir Ásmundur. „Hins vegar erum við báðir myndlistaráhugamenn, um- göngumst margt myndlistarfólk og vinnum með því og fyrir það. Og er- lendis sækjum við mikið söfn og sýn- ingar, til að skoða myndlistina en vissulega rýmin um leið.“ „En þetta er í fyrsta skipti sem við eigum við heilt tilbúið hús; hús sem hefur mjög sterk afgerandi arki- tektúrísk einkenni,“ bætir Steinþór við. „Lausninar voru á staðnum, það þurfti bara að finna þær. En við bjuggum þetta konsept til. Hér var skel en ekkert prógramm, við bjuggum það til. Við hönnuðirnir mótum rýmin en erum líka að pæla í samskiptum við gestina og sýn- endur og nú opnun hússins. Arki- tektinn er venjulega ekki í slíku.“ „Þegar húsið verður opnað má segja að helmingi verksins sé lokið,“ segir Börkur. „Við erum búnir að klára húsið en það hefði aldrei gerst nema HB Grandi áttaði sig á hug- myndinni og treysti okkur fyrir þessu. Forsvarsmenn þar á bær sögðu: Við veiðum fisk og seljum hann en þið sjáið um þetta. Þeir hafa þó haft mikinn áhuga á verk- efninu og stutt okkur, rétt eins og borgaryfirvöld. Og svo er lykilatriði að það frábæra fólk sem stýrir Ný- listasafninu og Kling & Bang hefur algjörlega skilið konseptið og allir treysta hver öðrum og þess vegna er þessi spennandi starfsemi hér að hefjast.“ ’Hér er ekki baraeitt gallerí eðaveitingastaður, heldurverður þetta örugglega mikilvægur kjarni hér og mun skipta máli fyrir áframhaldandi þróun svæðisins. Ólafur Sveinsson opnar mál- verkasýninguna Óhlutbundið al- mætti í Mjólkurbúðinni á Akureyri á laugardaginn kl. 14. Titillinn er til- vísun í þá óbeisluðu ofurkrafta sem blunda í hinu óhlutbundna. Tónlistarhátíðinni Reykjavík Folk Festival lýkur á Kex hosteli á laug- ardag, 4. mars og verður hin ástsæla, norð- lenska söng- kona Helena Eyjólfsdóttir meðal þeirra tónlistar- manna sem koma fram. Stockfish kvikmyndahátíðinni lýk- ur á sunnudaginn í Bíó Paradís með sýningu á írönsku kvik- myndinni Sölumaðurinn sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin. Tinna Þorsteinsdóttir, Una Svein- bjarnardóttir og Fengjastrútur flytja gömul og nýrri verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson, allt frá árinu 2007 til okkar daga, á tón- leikum í Mengi á laugardag kl. 21. Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar á laugardaginn, 4. mars, kl. 15 í listasalnum Anarkíu í Kópa- vogi. Hrönn Björnsdóttir opnar sýninguna Svif og Kristín Tryggva- dóttir sýninguna Streymi. MÆLT MEÐ Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.icecare.is Heilbrigð melting Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögumSvansvottuðbetra fyrir umhverfið, betra fyrir þig. Almött veggmálning Dýpri litir – dásamleg áferð u Frábær þekja u Mikil þvottheldni u Hæsti styrkleikaflokkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.