Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 Jeff Sessions, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, kveðst munu víkja sæti, þegar það á við, vegna rannsóknar ráðu- neytis hans á meintum tengslum starfsmanna for- setaframboðs Donalds Trump við yfirvöld í Rúss- landi í aðdraganda forseta- kosninganna. Sessions fundaði sjálfur með Kysliak sendiherra í tvígang í fyrra en hafði neitað því eiðsvarinn í yfir- heyrslum hjá öldunga- deild Bandaríkjaþings, í aðdraganda þess að hann varð ráðherra, að hann hefði haft nokkur samskipti við Rússa. Sergey Kislyak hefur margafjöruna sopið á áratuga ferlisem stjórnarerindreki; er einn sá þekktasti í kreðsum diplómata, en hefur ekki verið ofarlega í huga al- mennings svo vitað sé fyrr en nú. Kislyak er á hvers manns vörum eftir að rannsókn hófst á meintum samskiptum starfsmanna forseta- framboðs Donalds Trumps við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Þar er Kislyak ekki síst nefndur, en hann hefur verið sendiherra Rúss- lands í Washington síðastliðinn ára- tug. Kislyak hefur starfað í rússnesku utanríkisþjónustunni í fjóra áratugi, allar götur síðan hann lauk námi. Hann hefur m.a. verið sendiherra Rússa í Belgíu og fastafulltrúi þjóð- arinnar gagnvart Atlantshafs- bandalaginu, Nato. Hann varð sendi- herra í Bandaríkjunum 2008. Stjórnamálaástandið var annað í heiminum þegar Kislyak lauk námi í verkfræði og gekk til liðs við sovésku utanríkisþjónustuna 1977, enda var þetta löngu fyrir fall Sovétríkjanna og Berlínarmúrsins; þegar Kislyak hóf störf í utanríkisþjónustunni. Leo- nid Brezhnev var aðalritari Sovéska kommúnistaflokksins og kalda stríðið í algleymingi. Kislyak man því sannarlega tím- ana tvenna og hefur þjónað mismun- andi húsbændum. Hann þykir af- burða diplómat, er fylginn sér en sagður réttsýnn og lítið fyrir sviðs- ljósið þó hann þurfi, starfsins vegna, gjarnan að koma fram opinberlega. Kislyak vill helst vera maðurinn á bak við tjöldin. Mörgum þykir Kislyak, sem er 66 ára, svipa til gamla Sovétleiðtogans Nikita Khrushchev í útliti. Hann er sagður skarpgreindur og starfs- bræður hans bera Rússanum vel sög- una þótt hann geti verið harður í horn að taka, eins og nærri má geta um mann í slíku starfi. Gott samband „Menn eru aldrei í vafa um fyrir hvaða ríki hann er fulltrúi,“ segir Michael McFaul, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Rússlandi, sem þekkt hefur Kislyak um langt árabil. „Okkur hefur oft greint á í starfi en persónulegt samband okkur hefur alltaf verið mjög gott,“ sagði McFaul þegar hann kynnti þennan fyrrverandi starfsbróður sinn á ráð- stefnu í Stanford-háskóla á síðasta ári. Til þessa er vitnað í bandaríska dagblaðinu Washington Post í vik- unni. Ástralska dagblaðið Sydney Morn- ing Herald gantaðist með það í vik- unni að Kislyak hefði rætt við marga en stundum mætti halda að enginn hefði rætt við hann. Um leið og hann hefði talað væri eins og orð hans hefðu aldrei verið sögð, ef marka mætti fréttir. Sergey Kislyak virtist vera sá maður í heiminum sem menn ættu auðveldast með að gleyma! Er þarna vísað til Michaels Flynns, fyrr- verandi öryggisráðgjafa Trumps for- seta (sem sagði af sér eftir að hafa ný- hafið störf), og Jeffs Sessions, núverandi dómsmálaráðherra, sem flest spjót hafa staðið á í vikunni eftir að Washingon Post ljóstraði upp um fund hans og rússneska sendiherr- ans. Sessions hafði neitað að hafa átt nokkur samskipti við Rússa fyrir kosningarnar en segist nú hafa fundað með sendiherrum 25 er- lendra ríkja, þar á meðal Kislyak, sem hafi verið eðlilegur hluti starfs hans sem öldungadeildarþingmanns. Ses- sions var m.a. formaður hermála- nefndar þeirrar deildar þingsins. Utanríkisráðherra Rússlands blés á föstudag á sögusagnir um að Kis- lyak væri njósnari og tók undir með Trump forseta að lætin vegna sam- skipta Rússa og fulltrúa Trumps væru í raun ekkert annað en norna- veiðar. Það var CNN sem hafði eftir hátt- settum bandarískum embættis- mönnum, bæði fyrrverandi og núver- andi, að bandarískar leyniþjónustu- stofnanir teldu Kislyak vera einn helsta njósnara Rússa. Rússneska ut- anríkisráðuneytið brást harkalega við þeim fréttum. Talsmaður ráðu- neytisins sagði sendiherrann vel þekktan stjórnarerindreka og einn þann besta í faginu. Hann hefði starfs síns vegna haft samskipti við banda- ríska starfsbræður í áratugi. „Og CNN sakar hann um að vera njósn- ari … og að ráða nýja njósnara til starfa. Guð minn almáttugur!“ sagði Maria Zakharova, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins. Maðurinn sem enginn talaði við … Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkj- unum, komst óvænt í sviðsljósið í vikunni vegna frétta af meintum tengslum fulltrúa forseta- framboðs Donalds Trumps við Rússa í fyrra. Jeff Sessions Tveir fundir AFP Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, þegar Trump forseti ávarpaði báðar deildir Bandaríkjaþings í vikunni. ’ Sendiherrar eru skipaðir til að viðhalda tengslum. Það er gert með því að hitta fólk og ræða við fulltrúa bæði fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds stjórnvalda viðkomandi landa. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. ERLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is BANDARÍKIN LOS ANGELES Brian Cullinan og Martha Ruiz, starfsmenn PricewaterhouseCoopers, gerðu mistök á Óskarsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi sem urðu til þess að tilkynnt var að röng mynd hefði verið kjörin best. Þeim hafa borist líflátshótanir og myndir hafa verið birtar á samskiptamiðlum af heimilum þeirra og fjölskyldum. Lífverðir fylgja Cullinan og Ruiz nú hvert fótmál. SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMUR Herskyldu verður komið á í Svíþjóð á ný strax í sumar skv. ákvörðun ríkisstjórnar landsins í vikunni. Ein aðalástæða þessa er vaxandi ógnun við öryggi á alþjóðavettvangi, að sögn Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra, ekki síst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Herskyldu var hætt í Svíþjóð 2010 og síðan hefur sænski herinn treyst á að nn gangi til liðs við hann sjálfviljugime r. INDÓNESÍA JAKARTA Óhætt er að segja að konungur Sádi-Arabíu, Salman bin Abdul Aziz al-Saud, ferðist með stæl. Níu daga, opinber heimsókn hans til Indónesíu hófst í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti í hálfa öld sem konungur Sádí-Arabíu heimsækir þetta fjölmennasta múslimaríki heims. Með í för verða um 1.500 manns og farangur hópsins vegur um 460 tonn. KENÝA OL PEJETA Aðeins eitt karldýr er eftir í heiminum af norðlæga hvíta nashyrningnum, annarri deilitegund hvíta nashyrningsins, í Ol Pejeta verndarsvæðinu í Kenýa. Kvendýrin eru einungis tvö eftir, á sama stað, og það ræðst af því hvort með dýrunum takist náin kynni hvort tegundin deyr út fljótlega.Vopnaðir verðir gæta dýranna þriggja allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir að veiðiþjófar komst nálægt þeim.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.