Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 VETTVANGUR Poppfræðingurinn og háskólakenn- arinn Arnar Eggert Thoroddsen hvatti vini sína á Facebook til að mæta á Háskóladaginn: „Eins og sjá má er ég ástríðu- félagsfræðingur, fyrir mér er þetta stórkostleg leið til að rýna í umhverfi sitt og dýpka skiln- ing á mannlífinu og menningunni sem við hrærumst í frá degi til dags,“ skrifaði hann og segist sjálfur vera hluti „af dásamlegu teymi sem keyrir spennandi félagsfræðinám í skólanum“. Stefán Pálsson skrifaði: „Er þetta pabbi? - spyr tæp- lega átta ára sonur minn þegar hann sér Arnar Eggert Thoroddsen á sjónvarpsskjánum. - Dæs, við eigum aldrei séns!“ Sum- um þykja þeir líkir en fleiri í þessum hópi sem eru skeggjaðir og með gleraugu eru til dæmis Hugleikur Dagsson og Samúel Jón Samúelsson. Tómas Guð- bjartsson skrifaði á Facebook að hann hefði skemmt sér vel á Íslensku tónlistarverðlaun- unum og óskaði vinum sínum meðal verðlaunahafa til hamingju og klykkti út með því að segja: „Forréttindi að búa í litlu landi með svona ótrúlegum tónlist- artalentum.“ AF NETINU Úr gagnstæðri átt skrifar Sig-ríður Andersen um síðustuhelgi og varar við því að þingmenn fari að krukka í eigin kjör, eins og oddvitar ASÍ og SA nú krefj- ast, því þar með væru þeir farnir að semja við sjálfa sig. Pistill okkar ágæta dómsmála- ráðherra hófst á þessum orðum: „Ekki fer vel á því að menn skammti sjálfum sér laun af annarra manna fé. Einhver gæti kallað slíkt sjálftöku. Þess vegna voru kjaramál þingmanna, sem fara með fjárveitingarvaldið í landinu, færð til kjararáðs. Það er full ástæða til að efast um að þingmenn séu hæfir til að fjalla um eigin kjör. Með lögum er kjararáði skylt að hafa almenna launaþróun til hliðsjónar við ákvörðun launa þingmanna og ráð- herra, auk annarra atriða.“ Sigríður Andersen rekur síðan hvernig kjararáð hafi ákvarðað kjör þingmanna og annarra skjólstæðinga sinna með tilliti til kjaraþróunar eins og því beri að gera. Samkvæmt lög- um skuli kjararáð sérstaklega hafa að viðmiði hópa á borð við þá sem odd- vitarnir tveir tilheyra sjálfir, þótt Sig- ríður telji reyndar að betur séu þeir haldnir en háttvirtur þingheimur. Er þá aftur komið að þingfarar- kaupinu. Sigríður gleymir einu í sam- bandi við lögin, en það er að ákvarð- anir kjararáðs mega ekki valda usla á vinnumarkaði. Á þessu hanga stýri- mennirnir tveir, frá ASÍ og SA, og sýnist mér örla á glotti. Vissulega hygg ég að þeir óttist í alvöru að láglaunaþjóðinni kunni að verða svo misboðið að hún rísi upp og hefji sjálfstæða kjarabaráttu sem náttúrlega má alls ekki gerast sam- kvæmt hinni nýju hugsun. En jafn- framt eygja stýrimennirnir sóknar- færi. Það felst einfaldlega í því að koma Alþingi og Stjórnarráði í póli- tískan gapastokk. Þess vegna sagði forseti ASÍ í vik- unni að kjarasamningar við kennara á liðnu ári, sem hefðu verið umfram leyfileg mörk, yrðu látnir átölulausir að þessu sinni „en ekki til frambúðar þó“. En bætti síðan við, „félags- pólitískt vega úrskurðir kjararáðs mun þyngra en hinir samningarnir!“ Með kjararáði vildu alþingismenn á sínum tíma finna leið sem forðaði þeim frá þeirri gagnrýni sem jafnan fylgdi launahækkunum þeim til handa. Þess vegna var kjararáði uppálagt með lögum að elta stétt þeirra Gylfa Arnbjörnssonar og Hall- dórs Benjamíns, forstjóranna við SA- LEK-borðið. Þar með væri komin pottþétt kjaratrygging en þingmenn sjálfir lausir allra mála. Veikleiki úrskurðarnefndarfyrir- komulagsins er hins vegar sá að eng- inn verður beint ábyrgur. Þingmenn eiga að mínu mati að axla ábyrgðina beint og ákveða kjör sín sjálfir, gætu gert það í sömu viku og ákvarðanir eru teknar um kjör aldraðra og öryrkja. Þessu fylgdi án efa áhugaverð umræða. Eins og sakir standa eiga þing- menn að losa sig úr siðferðilegri spennitreyju sinni með því að stór- bæta kjör þeirra sem að fullu þurfa að reiða sig á almannatryggingar. Það er í valdi Alþingis að gera. ’Hugsunin að baki þvísem kallað er SALEK,og fæstir skilja hvað þýðir,er sú að kjarabaráttan verði afnumin og allt ákvörðunarvald fært und- ir miðstýrða reglustiku þessara aðila. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/Ómar En vel að merkja, deilumálið hefur ekkert með há laun eða lág laun að gera, ekki heldur réttlæti eða rang- læti, jöfnuð eða ójöfnuð. Að mati odd- vita ASÍ og SA skal horft á það eitt hvort kjaraþróun einstakra stétt- arfélaga sé í samræmi við það sem þeir hafa ákveðið. Þeir vita nefnilega að takist þeim að koma á því fyr- irkomulagi að þeir ráði lögum og lof- um um kjaraþróun launa þjóðarinnar, þá eru þeir komnir með ómæld völd í hendur gagnvart ráðherrum og þingi: „Ef þið ekki farið að okkar vilja, beit- um við herjum okkar!“ Sá hængur er þó á, að til að her- irnir verði meðfærilegir þarf fyrst að tappa af þeim blóðinu, slæva bar- áttuandann. Hugsunin að baki því sem kallað er SALEK, og fæstir skilja hvað þýðir, er sú að kjarabaráttan verði afnumin og allt ákvörðunarvald fært undir miðstýrða reglustiku þessara aðila. Þingmenn ákveði eigin kjör! Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend ™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.