Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Blaðsíða 43
5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Í þessum skrifuðu orðum er ég á kafi í Uppruna tegundanna eftir Charles Darwin í ljómandi þýðingu Guð- mundar Guðmundssonar. Kominn tími til gætu einhverjir sagt, alla vega sonur minn sem gaf mér hana í jólagjöf. Þetta tímamótaverk er hreint undur, skrifað fyrir tæplega 160 árum en svo vísindalega gegnheilt og nákvæmt að allt sem þarna er skrifað kemur heim og saman við þá þekkingu á erfðafræði sem við höfum í dag. Þá hef ég ný- lokið við Minnisbók Sigurðar Páls- sonar, las minningabækur hans í öf- ugri röð og hafði mikla ánægju af. Annars eru fantasíur í miklu uppá- haldi, ég á nokkra hillu- metra af bókum Terry Pratchett og bíð spennt eftir þriðju bókinni í The Kingslayer Chronicles-seríunni eftir Patrick Rothfuss. Bókin sem hefur lengst legið á náttborðinu og mig langar óstjórnlega mikið til að lesa er ævi- saga Roalds Amund- sen heimskautafara. Það er svo notalegt að kúra undir sæng og lesa um harðræðið á ísnum. Að sjálfsögðu kom ekkert annað til greina en að kaupa bókina á norsku en það hefur líka komið í veg fyrir að hún hafi verið lesin (ennþá). Þórunn Rafnar Þórunn Rafnar er erfðafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. inu sem ég var þá næstum einn Ís- lendinga til að hafa upplifað. Ég var til í það, átti talsvert myndefni, og fór að undirbúa þátt eftir hálfan mánuð. Þeg- ar ég nokkru seinna kom til að ráðgast við Ásgeir, tók Emil Björnsson fréttastjóri á móti mér og sagði að ekkert gæti orðið af þessu. Engin skýring, þeir skyldu borga mér fyrirhöfnina sem ég kærði mig ekkert um. Svo spurði ég Ásgeir hvað væri á seyði. Hann sagðist ekkert vita með vissu, en hér væri í heimsókn sovésk viðskipta- sendinefnd, og það þætti víst ekki æskilegt á æðstu stöðum að pirra samningamennina mikið.“ Stundum var talað um breyting- arnar í Tékkóslóvakíu sem sósíalisma með mannlegri ásjónu. Hvers vegna gekk jafn illa og raun ber vitni að festa slíkt í sessi, heldurðu? „Ég treysti mér ekki til að fullyrða neitt. En af því litla sem ég hef getað kynnt mér eftir að menn gátu farið að grúska í sovéskum skjalasöfnum, þá virðast allskonar samtök hafa átt hlut að því að steypa keisaraveldinu. Bolsévikar voru hinsvegar sá hópur sem náði undirtökum á þeim fjórum árum sem byltingarferlið stóð. Fyrsta áratuginn á eftir virðist ým- islegt jákvætt hafa verið í gangi en að því loknu fóru þeir að drepa hver annan innbyrðis og eftir stóð valdaklíka sem átti ekkert skylt við sósíalisma nema nafnið tómt. Þeir vildu hins- vegar hafa alþjóð- legan verkalýð á sínu bandi því þeir óttuðust alltaf að vestrænir auð- hringar mundu ásælast hinar lítt könnuðu og lítt nýttu auðlindir í risa- flæminu Síberíu. Sem Þjóðverjar reyndar gerðu undir forystu Hitlers, enda áttu þeir sjálfir engar nýlendur lengur til að arðræna. Og þetta virð- ast Rússar óttast enn í dag.“ Stasi falaðist eftir kröftum þínum og Vestur-Þjóðverjar voru með per- sónulegar upplýsingar um þig. Þú talar um það sem hálfgert grín. Upp- lifðirðu að „njósnað“ hefði verið um þig þér heima? „Þetta var nauðaómerkilegt sem Stasi virtist vera að falast eftir, enda held ég að þeir hafi bara viljað ná taki á mér, ef á þyrfti að halda, nema þetta hafi verið dæmi um gagn- njósnir. Það var augljóst að einhver hafði skrifað „skýrslu“ um mig hér heima. Þeir sögðu mér það beinlínis á skrifstofu háskólans. Það var samt óvíst hvort það var endilega Íslend- ingur og það skipti svosem ekki öllu máli. Nú lítur út fyrir að komið sé í ljós hverjir áttu hlut að máli, en ég var og er ekki vitund hissa á því eins og andrúmsloftið gat verið.“ Forsmán að aðeins 1% mannkynsins skuli eiga 50% heimsgæðanna. Er furða þótt maður spyrji hvort það sé nokkurt réttlæti eða vit í þessu? Þetta eru meginrökin fyrir minni vinstri- mennsku, segir Árni Björnsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’ Innan við 10%trúðu í einlægni aðyfirnáttúrulegar verurværu til. Það fólk fær hinsvegar miklu meiri umfjöllun bæði heima og erlendis. Það er betri markaður fyrir það BÓKSALA 23. FEB.-1. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 LögganJo Nesbø 2 Eftir að þú fórstJojo Moyes 3 Þögult ópAngela Marsons 4 SpeglabókinEugen Ovidiu Chirovici 5 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 6 Svartalogn-kiljaKristín Marja Baldursdóttir 7 This is IcelandÝmsir höfundar 8 Englar vatnsinsMons Kallentoft 9 Allt sem ég man ekkiJona Hassen Khemiri 10 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar 1 LögganJo Nesbø 2 Eftir að þú fórstJojo Moyes 3 Þögult ópAngela Marsons 4 SpeglabókinEugen Ovidiu Chirovici 5 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 6 Englar vatnsinsMons Kallentoft 7 Allt sem ég man ekkiJona Hassen Khemiri 8 Stúlkan sem enginn saknaði Jónína Leósdóttir 9 Synt með þeim sem drukknaLars Mytting 10 Konan í myrkrinuMarion Pauw Allar bækur Íslenskar kilja ÉG ER AÐ LESA Laugavegi 178, sími 540 8400. Viltu bæta tungumálakunnáttuna Enska v Danska v Norska v Sænska v Þýska v Franska v Spænska Við bjóðum upp á staðnám eða fjarnámi í tungumálum, þar sem nemendur fá vandað les- og hlustunarefni þar sem nemendur geta æft sig daglega. Þú hlustar, lest og talar og orðaforðinn í talmáli þínu eykst um allt að 75% meira en í hefðbundnu námi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.