Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Qupperneq 21
dag eru um hundrað starfsmenn á verkstað
þannig að þetta er ekki stórt hlutfall kvenna.
Ég hef þó átt góðar fyrirmyndir og lærimeist-
ara í konum jafnt sem körlum í faginu.“
Nú eru áætluð verklok í maí 2018. Hvað tek-
ur þá við hjá þér?
„Eitt verkefni í einu!“ segir hún og hlær.
„Þetta er algjört draumaverkefni fyrir mig.
Ég ætla að einbeita mér að því að gera það vel
og skila af mér góðu verki. Eftir að virkjunin
fer að vinna rafmagn verður að leggjast í frá-
gang á framkvæmdasvæðinu, sem getur tekið
sinn tíma. Við erum með landslagsarkitekta í
því að gera tillögu að því hvernig er best að
skila af sér svæðinu. Við erum búin að raska
svæðinu með vinnubúðum og öðru sem fylgir
óneitanlega slíkum framkvæmdum en höfum
alltaf haft metnað til að ganga vel frá okkur í
góðri sátt við hagsmunaaðila,“ segir hún og
hugsar upphátt um hvað gæti orðið: „Svo sem
göngustígar og reiðstígar og svo gæti þurft að
hugsa fyrir fjölgun ferðamanna á landinu.“
Í fjarska má sjá tvær vindmyllur og snúast
blöðin rólega í hringi. Blaðamanni leikur for-
vitni á að vita hvað vindmyllur séu að gera
þarna skammt frá vatnsaflsvirkjun. „Þetta eru
tvær vindmyllur sem Landsvirkjun setti upp í
rannsóknaskyni til að kanna hvort það væri
ákjósanlegt að vinna rafmagn með vindmyllum
á Íslandi. Hvort ákjósanlegar aðstæður væru á
Íslandi fyrir vindorku. Við vitum öll að hér er
nægilegt rok en við höfum þurft að kanna
þætti er varða til dæmis ísmyndun og ásýnd.
En þær eru búnar að reynast mjög vel og er til
skoðunar hvort hægt sé að setja upp fleiri
vindmyllur. Það er verið að meta það núna.“
Heilög Barbara vakir yfir
Við skoðum okkur um á svæðinu í fallega
vetrarveðrinu. Náttúrufegurðin er mikil og
lónið spegilslétt. Trukkar keyra um og vinnu-
menn í appelsínugulum göllum sjást í fjarska.
Ásbjörg fer með blaðamann að munna fjalls-
ins, þar sem manngerðu göngin byrja og ná
300 metra inn í fjallið. Á röltinu inn göngin má
sjá múrað í bergvegginn líkneski af heilagri
Barböru. Ásbjörg útskýrir að ár hvert, 4. des-
ember, sé haldinn hátíðlegur dagur heilagrar
Barböru sem er verndari náma og neðanjarð-
arframkvæmda.
„Byggingarverktakinn hélt þessa hátíð nú í
desember og það kom hingað prestur sem
blessaði framkvæmdina. Fyrir okkur sem
vinnum skrifstofustörfin má segja að það hafi
gefið okkur ákveðna jarðtengingu að koma
hingað og vera þátttakandi í þessari athöfn því
þetta minnir mann á að þótt við setjum hér
upp hjálminn af og til þá er það starfsfólkið
hér sem gerir það á hverjum einasta degi. Fer
ofan í jörðina og er að byggja þessa virkjun
fyrir okkur,“ segir Ásbjörg og segir það vissu-
lega alltaf vera áhættu að vinna slík störf en
mikið sé lagt upp úr öryggismálum á verkstað.
„Við erum með virkt eftirlit hérna á hverjum
degi. Við erum með núllslysastefnu og þetta
hefur gengið almennt mjög vel.“
Langir og skemmtilegir dagar
Inni í Sámsstaðamúla leiðir Ásbjörg blaða-
mann í allan sannleikann um virkjanir og út-
skýrir m.a. hvernig túrbína virkar. Hún hefur
brennandi áhuga á starfinu og nýtur þess líka
að vera úti á landi.
„Mér finnst svo gaman að vera hér úti í nátt-
úrunni og sjá þetta verða að veruleika. En
þetta tekur á, þetta eru langir vinnudagar og
maður þarf að hafa yfirsýn yfir marga hluti.
Maður er alltaf með þetta í huganum. Það er
sífellt eitthvað í gangi en þetta er bara svo
gaman. Ég geri þetta af því að mig langar til
þess. Svo er það góða við þetta að þetta er
verkefni með skilgreint upphaf og endi, þannig
að það heldur manni gangandi, maður er
ennþá að hlaupa af því maður veit að svo lýkur
framkvæmdinni,“ segir Ásbjörg sem vinnur að
lágmarki tíu tíma á dag og oft lengur.
Það er blaðamanni ljóst eftir samveruna að
Ásbjörg hefur fundið sína köllun og er í
vinnunni af lífi og sál. „Mér finnst mjög mik-
ilvægt á kvöldin þegar ég fer að sofa að geta
sagt: ég gerði það besta sem ég gat í dag og
get farið sátt að sofa.“
Þeir eru langir vinnudagarnir hjá Ásbjörgu
en hún nýtur starfsins út í ystu æsar. Hún
starfar nú sem yfirverkefnisstjóri við bygg-
ingu stækkunar Búrfellsvirkjunar þar sem
hún vann fyrst á unglingsárunum.
Morgunblaðið/Ásdís
Líkneski af heilagri Barböru,
verndara náma og neðanjarðar-
framkvæmda, er múrað inn í berg-
ið í göngunum í nýju virkjuninni.
’Það var verið að taka uppeina vélina og þá opnaðistniður í þar sem hún venjulegasat. Þannig að þarna sá ég stærð-
ina á þessu öllu og ég held að það
hafi verið ákveðið augnablik fyrir
mig sem ég gleymi aldrei! Að
komast svona nálægt þessu, ég
hef líklega verið skíthrædd en
þetta var ógleymanlegt.
5.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21