Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.03.2017, Page 16
Anna Dóra Gestsdóttir mokar bílinn út úr snjónum í febrúar 1999 eftir stórhríðarhelgi á Akureyri þar sem tjón varð á byggingum og lögregla og björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast. Morgunblaðið/Kristján RAX Janúarmánuður 2012 komst í annála fyrir að vera snjóþungur og illviðrasamur. Í Reykjavík voru al- hvítir dagar 24 og höfðu ekki verið fleiri þá í næstum 20 ár. Þessi bifreið beið flugfarþega sem kom að bíl sínum við Leifsstöð eftir flug frá heitum löndum. Moksturinn tók drjúga stund. Morgunblaðið/Ómar VETUR 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.3. 2017 Árið 1898 birtust í Barnablaðinu leið- beiningar um hvernig ætti að gera snjó- karl, en Bríet Bjarnhéðinsdóttir var út- gefandi blaðsins. Eftir að hafa lýst því hvernig 2-3 snjóknettir eða boltar voru rúllaðir upp í snjónum tók við lýsing á ásjónu karlsins: Augu og munn málar þú með kola- svertu. Svo setur þú á hann stórt snjónef og býrð til á hann yfir- og undirskegg úr heystráum og setur ofurlitla sívala spítu í munninn á honum í staðinn fyrir vindil eða pípu, því almennilegur snjókarl reyk- ir æfinlega. Handleggirnir eru snjósívaln- ingar, sem þú festir við bolinn, en vilji þeir ekki tolla við, stingur þú mjóum trétein- um í hliðarnar, sem ná 2-3 þumlunga út úr hliðinni og slettir svo snjóhandleggn- um á teinana.“ Þá átti snjókarlinn að hafa prik til að styðja sig við og snjókarlinn átti að vera með fót úr snjó, útfættan og sem líkastan mannsfæti. Hvernig á að gera snjókarl? Ástandið á Kringlumýrarbraut 7. mars árið 1997 er ljósmyndara Morgunblaðsins eftirminnilegt, þar sem hver bíllinn rakst utan í annan í ófærðinni. Að minnsta kosti 17 bifreiðar skemmdust þarna en betur fór en á horfðist með meiðsli, þar sem einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Fyrir 26 árum þurfti ekki aðeins að moka bílinn út úr þriggja metra lagi af snjó á Giljum á Mýrdal heldur líka tveggja hæða húsið sem sést rétt grilla í hinum megin við skaflinn. Óvenju snjóþungt var á Suðurlandi þennan vetur, árið 1991. Met sem enginn vill stæra sig af hafa verið sett á snjóþungum og hálum dögum í um- ferðinni. Í desember 1966 höfðu aldrei fleiri árekstrar orðið á einum degi eða alls 40. 10 árum síðar, árið 1976, urðu 70 árekstrar í hálkunni 16. og 17. janúar. Árið 1985 var þá mjög hált sunnanlands um miðjan desember og lentu alls 150 bílar í um 60 árekstrum á einum degi. Árekstrar setja alla umferð úr skorð- um en það gera fastir bílar líka. Eftir óveðurshvellinn fræga 11. febrúar 2000 voru hundruð yfirgefinna bíla á götum höfuðborgarinnar og töfðu allan snjó- mokstur. Þá er mörgum í fersku minni óveðrið í mars 2013 á höfuðborgarsvæð- inu, sem hafði þau áhrif að atvinnulíf lam- aðist þar sem stofnæðar lokuðust og bílar festust. Þegar bifreiðar skauta og festast

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.