Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Leikarinn Josh Gad segist mjög stoltur af því að fara með hlutverk fyrsta samkyn- hneigða mannsins í Disney- kvikmynd. Ekki hafi verið skipað svo fyrir í handritinu að LeFou ætti að vera sam- kynhneigður en persónan þróast þannig á æfingatím- anum. Gad fullyrðir að „samkynhneigða augnablikið“ í myndinni, sem mikið hefur verið fjallað um, sé ekki mjög áberandi en hins vegar afar áhrifaríkt. Tíðindum þykir sæta að sam-kynhneigð persóna kemurloks fyrir í Disney-mynd, Beauty and the Beast (Fríða og dýr- ið) sem frumsýnd verður um miðjan mánuðinn. Í þeim aragrúa mynda sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum tíðina hefur samkynhneigð sem sagt aldrei komið við sögu, eins ótrúlegt og það hljómar í raun. Margir fagna þessum tímamótum en aðrir reyta hár sitt af reiði. Disney sendi frá sér teiknimynd byggða á þessu sama ævintýri árið 1991 en nú er um leikna söngva- mynd að ræða. Þannig hefur verið tekið til orða að í kvikmyndinni sé „samkynhneigt augnablik“ en eng- inn farið nánar út í hvað það ná- kvæmlega merkir. Áttar sig á tilfinningunum Leikstjórinn, Bill Condon, segir í samtali við tímaritið Attitude að LeFou, sem Josh Gad leikur, sé að einhverju leyti tvístígandi í lífinu, en sé um það bil að átta sig á hvaða til- finningar hann ber í brjósti til Gastons, en Luke Evans fer með hlutverk hans. Margir eru óánægðir með þessa stefnubreytingu hjá Disney. Yf- irvöld í Rússlandi hafa til dæmis ákveðið að banna myndina börnum yngri en 16 ára og eitt kvikmynda- hús í Bandaríkjunum, bílabíó í Ala- bama hefur tilkynnt að það muni ekki taka myndina til sýningar. Vissulega er það lítið í stóra sam- henginu því myndin verður frum- sýnd í 4.000 bandarískum bíóhúsum 17. mars. Vekur samt athygli. „Margir eru hræddir við það sem þeir skilja ekki,“ sagði leikarinn Gad í samtali við Attitude. Hann telur að áhorfendur ættu að einblína á hatrið sem býr innra með Gaston – ekki að samkynhneigð komi við sögu. „Gaston nýtir sér hvað hann er heillandi til að æsa fólk upp í að ráð- ast á einhvern sem það þekkir ekki. Einhvern sem talinn er öðru vísi og hættulegur, einungis vegna þess að Gaston segir hann hættulegan.“ Leikarinn segir umfjöllunarefnið skipta jafn miklu máli nú og þegar ævintýrið var skrifað fyrir 300 ár- um. Fyrst hermir af Fríðu og dýrinu í sögu sem frönsk kona skrifaði snemma á 18. öld. Það var rithöf- undurinn Gabrielle-Suzanne Barbot de Villeneuve. Þar eru þau hluti skáldsögu í fullri lengd en eftir lát höfundarins tók sig til stallsystir hennar og landi, Jeanne-Marie Leprince de Beaumont, endurritaði söguna af Fríðu og dýrinu – La Belle et la Bete – og birti 1756 í eig- in tímariti. Barbot de Villeneuve er þar reyndar hvergi getið. „Þegar fyrirtæki troða skoðunum sífellt ofan í okkur verðum við að spyrna við fótum,“ sagði í tilkynn- ingu á Facebook-síðu áðurnefnds kvikmyndahúss sem er í Henagar, 2.500 manna bæ í Alabama-ríki. „Við erum fyrst og fremst krist- innar trúar og miðlum ekki málum varðandi það sem boðað er í Biblí- unni. Við sýnum áfram fjöl- skyldumyndir þar sem fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að horfa á kynlíf, nekt, samkyn- hneigð eða hlusta á blóts- yrði,“ sagði ennfremur á Facebook-síðu bíósins. Fljótlega eftir að „stórfréttin“ um þann fyrsta samkynhneigða barst úr herbúðum Disney-fyrirtækisins, greindi innanbúð- armaður frá því að í þessari sömu mynd kyssist líka fólk af ólíkum kynstofni, í fyrsta skipti í leikinni Disney-kvikmynd! Margir muna eflaust þegar indí- ánastúlkan Pocahontas kyssti John Smith á sínum tíma, en það var, vel að merkja, í teiknimynd. Nú eru það leikarar af holdi og blóði sem kyss- ast á hvíta tjaldinu; hin þeldökka Audra McDonald, sem fer með hlut- verk Madame de Garderobe, og sá skjannahvíti Stanley Tucci, sem leikur Cadenza. Líka í sjónvarpsþætti Disney gerir það í raun ekki enda- sleppt um þessar mundir … Í síðasta mánuði var sýndur vest- anhafs þáttur í röðinni Star vs. the Forces of Evil, sem einnig er úr smiðju fyrirtækisins, þar sem fólk af sama kyni kysstist í kvikmyndahúsi: nokkur pör í einu, svo því sé haldið til haga, sáust við þá iðju þegar strákahljómsveit lék rómantískt lag á tónleikum. Loks sam- kynhneigður hjá Disney Sumum þykir ekki seinna vænna, árið 2017 eftir Krist, að samkynhneigður maður birtist í Disney- kvikmynd. Ekki eru þó allir kátir með uppátækið. Mjög stoltur AFP Josh Gad, til vinstri, í hlutverki LeFou, í kvikmyndinni og Luke Evans sem Gaston. Josh Gad leikur þann samkynhneigða. ’ Við erum kristinnar trúar og miðlum ekki málum varð- andi það sem boðað er í Biblíunni. Við sýnum áfram fjöl- skyldumyndir þar sem fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að horfa á kynlíf, nekt, samkynhneigð eða hlusta á blótsyrði. Skilaboð kvikmyndahúss í Alabama sem sýnir ekki Fríðu og dýrið. ERLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is BANDARÍKIN LOS ANGELES Mustang GT-bíll sem Steve heitinn McQueen ók í Bullitt árið 1968 „gufaði upp“ eftir tökur á myndinni og ítrekaðar tilraunir McQueens til að finna hann báru aldrei árangur. LA Times greinir nú frá því að Mustanginn hafi nýlega fundist á brotajárnssvæði í Kaliforníu og verið gerður upp. Staðfest mun ð framleiðslunúmer bílsins séa rétta. Bíllinn þykir einn sáþað merkilegasti í sögu kvikmyndanna. MALTA GOZO-EYJA Azure-glugginn, steinbogi sem lengi hefur verið eitt þekktasta kennileiti Möltu, hrundi í miklu óveðri á dögunum. Eftir rannsókn árið 2013 var upplýst um talsvert landrof, en þó greint frá því að ekki væru taldar miklar líkur á að glugginn hryndi, skv. frásögn Times of Malta. Forsætisráðherrann, Joseph Muscat, segir atvikið „átakanlegt“, en kennileitinu hefur brugðið fyrir í nokkrum kvikmyndum og í fyrsta þættinum af Game of Thrones. KÍNA PEKING Fræðsla eða klám? Um það er nú deilt í Kína vegna bókaraðar sem ætluð er börnum á aldrinum 6 til 13 ára og fjallar um kynlíf. Peking-háskóli gaf bókina reyndar út fyrir drjúgum áratug, eftir margra ára undirbúning, og hún hefur síðan verið notuð við kennslu í grunnskólum og seld í bóka- verslunum. Bókin komst í fréttirnar í vikunni þegar foreldri birti mynd af efni hennar á samfélagsmiðli og kvaðst sjálft of feimið til að lesa innihaldið. SUÐUR-AFRÍKA PRETORÍA Stjórnvöld í Suður-Afríku íhuga að koma á sykurskatti í landinu, fyrst allra Afríkuríkja, til að berjast gegn offitu, sem er sívaxandi vandamál þar eins og víða annars staðar. Hugmyndin er að leggja 20% skatt á gosdrykki frá og með 1. apríl. Gosdrykkja hefur aukist hratt og örugglega í Suður- Afríku á síðustu 50 árum og offita er einna mest þar í álfunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.