Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 FAÐIR Neymar á eitt barn, soninn Davi Lucca, með Carolina Nogueira Dantas. Drengurinn, sem nú er orðinn sex ára, kom í heiminn þegar Carolina var að- eins 17 ára og faðirinn tveimur árum eldri. Bæði eru kaþólskrar trúar og ákváðu því að eignast barnið; ekki kæmi til greina að Carolina færi í fóstureyðingu. Lucca þykir afar fallegt barn og heillar marga með miklum krullum og ljósu hári. Hann er hvítur á hör- und eins og móðirin. Dantas og Neymar voru í raun aldrei kærustupar, heldur „bara vinir“ og Lucca kom óvart undir. Þau kynntust í gegnum sameiginlega kunningja, eru enn vinir og hafa sameiginlegt forræði yfir drengnum. Hann er mest hjá móður sinni heima í Brasilíu en fer til föðurins eins oft og tækifæri gefst. Flýgur þá á milli heimsálfa, gjarnan í för foreldranna. „Þegar ég varð ófrísk þorði ég ekki að segja honum frá því en eftir að hafa talað við fjölskyldu mína ákvað ég að gera það. Ég vildi ekki að sonur minn þyrfti að spyrja að því þegar hann stækkaði hver faðir hans væri,“ sagði Dantas einhverju sinni í viðtali. Neymar og sonurinn David Lucca fyrir nokkrum árum. Sonurinn flýgur á milli heimsálfa NEYMAR Brasilíski framherjinn Neymar da Silva Santos Júnior var í lyk- ilhlutverki þegar Barcelona frá Spáni lagði annað stórveldi, Paris Saint- Germain, með undraverðum hætti að velli í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á miðvikudagskvöldið. Leikið er heima og að heiman; spænska liðið var niðurlægt í fyrri leiknum í París; tapaði 4:0, en komst í 3:0 á heimaslóðum. Eftir að PSG minnkaði muninn í 3:1 var ljóst að Barcelona yrði að gera þrjú mörk til viðbótar til að komast áfram í keppninni og þegar tvær mínútur voru eftir af hefðbundnum 90 mínútna leiktíma var staðan sú sama. Þá tók okkar maður – oftast „bara“ kallaður Neymar – til sinna ráða og hóf lokasprettinn á einhverri ótrúlegustu atburðarás fótboltasögunnar: skoraði með stórkostlegu skoti beint úr aukaspyrnu utan teigs í þann mund sem vall- arklukkan gaf til kynna að leikið hefði verið í 90 mínútur. Þá þurfti Barcelona hins vegar tvö mörk enn til að slá PSG út og það tókst, á þeim fimm mínútum sem dómarinn bætti við vegna tafa sem höfðu orðið. Fljótlega skor- aði Neymar aftur, úr víti, og á lokaandartökunum sendi hann bolt- ann á Sergi Roberto sem skoraði. Ekki er ofsagt að flestir við- staddir hafi gengið af göflunum, og raunar fjöldi fólks við sjónvarpstæki úti um allan heim! Hið ómögulega hafði gerst. Neymar er besti knattspyrnumaður Brasilíu um þessar mundir og landsliðsfyrirliði. Slíkir garpar eru jafnan í hávegum hafðir í heimalandinu, jafnvel teknir í guða tölu, enda skipar íþróttin óvíða meiri sess en einmitt þar. Þessi frábæri leikmaður er gríðarlega leikinn með boltann, fljótur og útsjónarsamur en helstur ljóður á leik hans er hve auðveldlega Neymar fellur í gras þegar mótherjinn gerist of nærgöngull; sumum þykir hann þurfa að taka sig á í þeim efnum og standa slíkar árásir af sér í stað þess að sýna leikræna til- burði og „plata“ dómarann. Hefur þó skánað hvað þetta varðar. Eins og nærri má geta var Neymar eftirsóttur af stórliðum Evr- ópu eftir að hann sló í gegn í heimalandinu. Aðallega voru það spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona sem bitust um hann og á tímabili leit út fyrir að Real hreppti hnossið. Hann samdi hins veg- ar við Barcelona og var kynntur til leiks í júní 2013. Greint var frá því að kaupverðið hefði verið 57 milljónir evra. Í ársbyrjun 2014 hóf saksóknari í Madrid rannsókn á félagaskiptum Neymars og komst að því að maðkur var í mysunni. Í ljós kom að Barcelona hafði greitt rúmlega 86 milljónir evra fyrir leikmanninn og 40 milljónir evra af þeirri upphæð höfðu runnið til foreldra hans. skapti@mbl.is TRÚAÐUR Neymar er vellauðug- ur eins og allir bestu knatt- spyrnumenn heimsins enliggur ekki á gullinu eins og ormur. Leikmaðurinn er strangtrúaður og fram hefur komið að Neymar láti tíund af tekjum sínum renna til kirkjunnar. Hvergi fæst það reyndar staðfest. Þá skipuleggur hann árlega knattspyrnuleik ásamt öðrum brasilískum fót- boltamanni, Nene (Anderson Luiz de Carvalho), sem um árabil lék í Evrópu, í Jundiai, heimabæ þess síðarnefnda. Fé sem safnast er ætíð varið til matarkaupa handa þurfandi fjölskyldum á svæðinu. Tíund til kirkjunnar? AFP Neymar ásamt ungum suðurafrískum dreng sem hljóp í óleyfi inn á völlinn til að hitta goðið þegar Brasilía og Suður-Afríka mættust í vináttuleik árið 2014. UNGSTIRNI Neymar hóf að spila fótbolta barnungur eins og flestir Brassar, og útsendarar Santos (sem frægast er fyrir að með því lék hinn eini, sanni Pele) komu fljótlega auga á hann. Strák var boðinn samningur við félagið 2003, þegar hann var 10 ára, lék með unglingaliðum þess næstu ár en tók fyrst þátt í leik með meist- araflokki vorið 2009, 17 ára að aldri. Kom þá inn á sem varamað- ur en helgina á eftir gerði hann fyrsta markið. Þetta sama ár lék Neymar frábærlega á HM 17 ára og yngri í Japan þar sem hann lék m.a. með Philippe Coutinho, sem nú gerir garðinn frægan með Liverpool á Englandi. Eftir HM hvöttu margir Dunga, þjálfara A-landsliðs- ins, til að velja Neymar í hóp sinn fyrir HM fullorðinna ár- ið eftir en af því varð ekki. Neymar og Coutinho, leikmaður Liv- erpool, saman í unglingalandsliðinu. Sló ungur í gegn Neymar tryllir lýðinn Neymar og Luis Enrique, þjálfari Barcelona, fagna að loknum ótrúlegum sigri liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. AFP Neymar kynntur til leiks í Barcelonaborg 3. júní árið 2013. Til vinstri er Sandro Rosell, forseti Barcelona, og hægra megin Andoni Zubizar- reta, þá æðsti prestur í knattspyrnudeild félagsins. ’Neymar er besti leik-maður Brasilíu um þess-ar mundir og fyrirliði lands-liðsins. Slíkir garpar eru í hávegum hafðir í þessu mikla fótboltalandi Neymar vekur oft athygli fyrir klæðaburð. Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: COSMETAL J-CLASS Kolsýruvatnskælir fyrir kröfuharða 5.500,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.