Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 16
SAMGÖNGUMÁL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Rán Freysdóttir er alin upp áDjúpavogi og vill hvergi ann-ars staðar vera. Hún flutti burt í tuttugu ár, bjó erlendis og flutti þá til baka. Hún er innanhús- arkítekt, situr í bæjarstjórn og rek- ur veitingastaðinn Við Voginn. Hvað finnst þér um að það sé búið að slá af að gera nýjan veg? „Skelfilegt. Algjörlega út í hött. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á þetta, þetta er hluti af þjóðveg- inum, fimm kílómetrar,“ segir hún. „Það er mjög mikil umferð hér, allt árið. Og margar rútur sem fara hér í gegn og það þarf að þvo rút- urnar í hvert skipti sem þær hafa keyrt veginn, þetta er ekkert smá mikil drulla. Ef það er ekki þurrt og allt fullt af holum sem sprengja dekkin hjá þér er svo mikil leðja að þetta er eins og skautasvell,“ segir Rán. Okkur er misboðið „Við eigum að sækja okkar þjónustu austur, það er sjúkrahús á Norðfirði og læknar á Egilsstöðum og okkur er beint þangað. Þetta er ekki hægt,“ segir hún og bendir á að sjúkrabílar og slökkviliðsbílar þurfi að keyra þennan veg hægt. Rán segir mikla reiði í samfélag- inu fyrir austan. „Okkur er algjör- lega misboðið. Við erum fyrsti fjörðurinn á Austfjörðum og þú þarft alltaf að fara þennan veg ef þú ætlar norður, þá þarftu að fara þessa drullu.“ Ellefu rútur í hádeginu Rán segir ferðamannastrauminn sífellt meiri og mikið álag á vega- kerfinu. „Ég rek kaffihús hér og bara í há- deginu á sumrin erum við að fá hing- að ellefu rútur. Ég held að ráðamenn átti sig ekki á umferðinni sem er að fara hér í gegn. Fyrir utan alla bíla- leigubílana.“ Rán segir hugmyndina um að setja á vegatolla ekki góða lausn. „Ef við erum svona blönk, ríkasta þjóðin, þá ættum við að setja hér komugjald á ferðamenn sem fer þá gagngert í að laga vegakerfið. En að ég sé að fara að borga vegatoll ef ég skrepp til læknis, ekki séns.“ Rán Freysdóttir segir þunga umferð um veginn í Berufirði. Okkur er algjör- lega misboðið Halldóra, skólastjóri Djúpavogs- skóla, segir bagalegt að börnin þurfi að þola holóttan malarveg. að okkar rödd skuli ekki hafa jafn mikið vægi og annarra.“ Upplifið þið ykkur sem annars flokks hérna fyrir austan? „Já, það er algjörlega þannig. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta ætti ekki að vera í forgangi, og allar þessar ein- breiðu brýr. Það hafa orðið alvarleg slys þarna og bílveltur. Það eru margir erlend- ir ferðamenn sem kunna ekki að keyra á malarvegum,“ segir hún. Mikil samstaða fólks „Það er mjög þungur undirtónn í þessari baráttu og mikil reiði, fólk skilur þetta ekki. Og þrátt fyrir að það sé vanmáttur hjá mörgum er fólk hér til í að standa sam- an, fólk hér hefur sterka réttlætiskennd. Mjög mikil samstaða. Sumir mættu með börnin sín í mótmælin um daginn og mér fannst mjög krúttlegt að þar var einn lítill fjögurra ára sem hrópaði: áfram vegur!“ Halldóra segir alla sem vilja keyra á Austfjörðum þurfa að keyra veginn. „Þetta er ekkert einkamál okkar sem bú- um hér í Berufirði eða á Djúpavogi. Allir sem eiga erindi hingað austur á firði þurfa að keyra þennan veg. Þetta er hagsmuna- mál allra.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir erskólastjóri Djúpavogsskóla og ereins og fleiri afar vonsvikin. „Þetta er bara mjög alvarlegt og við erum búin að sýna mikla þolinmæði. Það hafa verið deilur um þennan veg varðandi landamæri og hvar hann ætti að liggja en svo var búið að leysa það og þá sáum við fram á að loksins yrði þetta klárað. Þegar þessi frétt kom fékk ég jafn mikið áfall og allir aðrir,“ segir hún. „Það sem snýr að mér sem skólastjóri er öryggi minna skjólstæðinga sem eru börnin í dreifbýlinu sem þurfa að keyra þennan veg,“ segir hún en sex börn koma í skólabíl sem þarf að fara þennan veg- arkafla. „Á hverjum einasta degi, fram og tilbaka. Sama hversu holóttur hann er. Við erum ekki að tala um einhvern vegarslóða uppi á hálendi, við erum að tala um þjóð- veg númer eitt. Þegar talað er um að það þurfi að forgangsraða, það að setja slitlag á þjóðveg eitt ætti að vera númer eitt,“ segir Halldóra. Rödd okkar heyrist ekki „Við búum hér á hjara veraldar og það er langt til Reykjavíkur þar sem þeir sem ráða búa, en það er alveg ótrúlega skrítið Börnin hrópa „áfram vegur!“ Berglind Häsler sést hér við mótmælin á fimmtudag en þá var veginum um Berufjörð lokað í tvær klukkustundir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.