Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Qupperneq 20
VIÐTAL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 N ýr sendiherra Bretlands flutti frá Afríku til Íslands í sept- ember en vill ekki fella dóm um landið fyrr en hann hefur dvalið hér allar fjórar árstíð- irnar. „Við eigum alveg eftir að upplifa íslenskt sumar svo við bíðum þar til fyrsta árið er liðið áður en ég segi þér hvað mér finnst um Ís- land,“ segir Michael Nevin sendiherra kíminn. Hann og eiginkona hans, Sawako Nevin, dvöldu síðustu átta ár í Afríku og eru við- brigðin því mikil. „Fólk er alltaf að spyrja okk- ur hvernig okkur líki Ísland en við höfum ekki ferðast mikið út fyrir höfuðborgarsvæðið nema stöku dagsferðir. Og maður getur í raun ekki metið heilt land út frá höfuðborginni svo ég ætla ekkert að láta uppi fyrr en ég hef kynnst landinu almennilega.“ Michael og Sawako hafa hins vegar mikinn hug á að skoða landið betur með vorinu, um leið og golfvellirnir umhverfis landið verða opnaðir. „Við spilum bæði mikið golf og vorum virkilega ánægð með að heyra að á Íslandi væru um 60 golfvellir svo við ætlum að skoða Ísland með því að þræða golfvellina og spila á þeim öllum.“ Erfiðara fyrir makann Þau hjónin höfðu einu sinni komið til Íslands áð- ur en hann ákvað að sækja um stöðu sendiherra hér. „Íslenskt vinafólk okkar bauð okkur að halda upp á áramótin á Íslandi árið 2007 svo við dvöldum hér í nokkra daga, í svartasta skamm- deginu og upplifðum stemninguna hér, sáum alla þessa flugelda sem þið eruð þekkt fyrir og prófuðum dálítið af íslenskum mat. Ég er nokk- uð viss um að Reykjavík var minni þá, það var ekki eins margt fólk á ferli og borgin hefur þan- ist meira út,“ segir hann og bætir við að þau hjónin hafi þó lúmskt gaman af því þegar borg- arbúar býsnist yfir umferðarþunga í Reykjavík, og hversu langan tíma það taki þá að komast til og frá úthverfum borgarinnar. „Það sem þið kallið úthverfi og nágrannabæi þykir mér nú bara vera nokkuð miðsvæðis. Við bjuggum í Naíróbí þar sem mannfjöldinn er gríðarlegur og umferðarþunginn getur verið með ólíkindum, svo trúið mér, þetta gæti verið mun verra.“ Sendiherrahjónin fluttu svo að segja bara tvö saman til Íslands, tvö barnanna þeirra eru í heimavistarskóla á Englandi og koma því að- eins heim í skólafríum og það elsta starfar sem arkitekt í Cardiff í Wales. Hann segir svona flutninga vanalega erfiðari fyrir maka sendi- herrans. „Ég myndi segja að á hverjum stað taki um það bil sex mánuði að setja sig inn í starfið og um eitt ár að finna sig heima í nýju landi. Ég held að það sé auðveldara fyrir mig að flytjast á milli því ég hef alltaf vinnuna og fer inn í ákveðna rútínu um leið. Það er aðeins erfiðara fyrir Sawako því hún þarf frekar að finna sér eitthvað að gera á nýjum stað þar sem hún þekkir engan og kynnist til að byrja með eingöngu starfsfólki sendiráðsins. Hún er mjög aktíf manneskja og alltaf að leita sér að störfum eða samstarfsverkefnum og eftir að hún flutti hingað byrjaði hún að prjóna og prjónar nú fyrir sýrlenska flóttamenn svo hún er strax komin með nýtt áhugamál.“ Þegar blaðamaður spjallaði við sendiherr- ann voru þau hjónin hins vegar nýkomin úr fyrstu skíðaferðinni í Bláfjöll og vonuðust til að geta stundað skíði meira áður en veturinn væri úti. „Ég hafði ekki farið í 25 ár og Sawako var að fara í fyrsta sinn en henni fannst mjög gam- an svo við viljum endilega fara aftur.“ Norður-Írinn kannast við sig hér Michael Nevin starfaði fyrir utanríkisþjónustu breska samveldisins í Kenýa í fjögur ár og var svo sendiherra í Malaví önnur fjögur ár áður en hann tók við sendiherrastöðunni á Íslandi. „Ég er frá Norður-Írlandi svo viðbrigðin eru kannski ekki eins mikil fyrir mig og eiginkonu mína, sem er frá Japan. Og jafnvel þótt Kenýa og Malaví séu bæði Afríkulönd þá eru þau mjög ólík og talsverð viðbrigði að fara þar á milli hvort eð er. En jú, óneitanlega er veður- farið eitthvað sem þarf að venjast. Um þarsíð- ustu jól vorum við í Afríku og borðuðum úti á veröndinni í dásamlegu veðri. Við gerðum það hins vegar sannarlega ekki þessi jólin.“ Írar og Íslendingar eru taldir náskyldir og eyjarnar líkar um margt og segir sendiherr- ann ýmislegt á Íslandi því koma sér kunnug- lega fyrir sjónir. „Ég held að við eigum mjög margt sameiginlegt, það er sama seiglan í fólk- inu, það er duglegt til vinnu til að sjá sér og sínum farborða og samfélagskenndin er mjög sterk hjá báðum þjóðum; það er sama náttúran í fólkinu og landslaginu og veðrið er oft líka svipað.“ Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að sækja um stöðu sendiherra á Íslandi segist hann hafa viljað færi sig nær heimalandinu á ný. „Þótt okkur hafi líkað mjög vel í Afríku þá var ég búinn að starfa þar alls í 12 ár og fannst nauðsynlegt að breyta til. Mig langaði líka að vera nær því sem er nú að gerast í Bretlandi og Evrópu allri. Það er svo margt sem þarf að greiða úr á næstunni, Evrópumál, öryggismál og viðskipti, og svo langaði okkur að búa nær börnunum og fjölskyldunni minni.“ Áhugaverðir tímar í Evrópu Hann sótti um starfið áður en úrslit Brexit- atkvæðagreiðslunnar voru ljós en hann segir þá staðreynd að Ísland sé ekki í Evrópusam- bandinu hafa haft áhrif á val sitt. „Já, það var hluti af ástæðunni fyrir því að við völdum Ís- Mikilvægt að læra íslensku Þrátt fyrir mikið umrót í evrópskum stjórnmálum og óvissu um stöðu gamla heims- veldisins er sendiherra Bretlands á Íslandi spenntur fyrir framtíðinni og komandi tækifærum sem og því að spila golf á hverjum einasta golfvelli landsins. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Sendiherrahjónin Michael og Sawako Nevin eru þakk- lát fyrir að fá að kynnast ólíkri menningu. Þau vörðu átta árum í Kenýa og Malaví áður en þau fluttu til Íslands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.