Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Page 32
TÍSKA 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Ofurfyrirsætan Kate Moss prýðir forsíðu bresku útgáfu aprílheftis Vogue. Þar er hún í opinskáu viðtal um nýtt hlutverk sem eigandi fyrirsætuskrifstofunnar Kate Moss Agency og breyttan lífsstíl. Kate Moss í nýju hlutverki Breski fatahönnuðurinn Stella McCartney sýndi línu með heldur sveitalegu ívafi fyrir næsta vetur. Þá greindi McCartney frá því að í upphafi sýningarinnar hefði inn- blásturinn verið Bretland og hvaða þýðingu það hefði að vera bresk. Hún hefði síðan tekið þá hugmynd, endurhugsað hana og tekið í sundur svo úr hefði orðið öðruvísi sýn á hug- takið sem endurspeglaðist í línu tískuhússins. Lína Isabel Marant fyrir veturinn 2017/2018 einkenndist af glamúr og sterkum svip frá ní- unda áratugnum. Hönn- un Marant einkennist iðulega af frönskum glæsileika og var nýjasta línan engin undantekning. Marant lagði við hönnun línunnar áherslu á að kon- an gæti verið þokkafull en í þægilegum fötum á sama tíma og má með sanni segja að það hafi heppnast. AFP ISABEL MARANT STELLA MCCARTNEY AFP SAINT LAURENT Hönnun Anth- ony Vaccarello fyrir Saint Laur- ent einkenndist af níunda áratug síð- ustu aldar. Hönnuðurinn vann með Swarowski- -kristalla, bæði í fatnaði og skóm, sem juku glamúr í lín- unni. Línan var afar rokkuð og fór Vaccarello ekki of langt frá stíl forvera síns, Hedi Slimane, hvað varðar karakter. AFP Tískuvikunni í París lauk í vikunni og markar það lok tískuviknanna allra fyrir veturinn 2017/ 2018. Mörg af stærstu tískuhúsum heims sýna á tískuvikunni í París og getur hér að líta nokkrar vel heppnaðar línur sem gefa okkur innsýn í útlitið næsta vetur. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Vetrarlína Dior er önnur lína Maria Grazia Chiuri fyrir tískuhúsið en fyrri lína hönnuðarins, fyrir sumarið 2017, vakti gríðarlega at- hygli fyrir femíníska stefnu. Þar sýndi hönn- uðurinn meðal annars stuttermabol sem á var ritað: „We should all be feminists.“ Vetrarlínan var ekki síður femínísk og lýst sem dökkbláum, femínískum her Di- or. Bláa litinn valdi hönnuðurinn vegna þess að sá litur var í miklu eftirlæti hjá Christian Dior. DIOR AFP CÉLINE Phoebe Philo, yfirhönn- uður franska tískuhúss- ins Céline, sýndi glæsilega línu sem samanstóð af mikilli sídd og sléttum lín- um. Þá notaði hönnuður- inn jafnframt kögur í flík- um og faldi, sem gerði línuna meira spennandi. Línan er módernísk og elegant og því líkleg til að höfða til margra. Tískan næsta vetur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.