Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Side 45
12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 SJÓNVARP Breska ríkissjónvarpið, BBC, sýnir þessa dagana glænýja dramaseríu, SS-GB, sem byggist á sam- nefndri skáldsögu eftir Len Deighton frá 1978. Sagan ger- ist í miðri heimsstyrjöldinni seinni og gefur sér að Þjóð- verjar hafi unnið orrustuna um Bretland og beiti heimamenn að vonum miklu harðræði. Sem dæmi má nefna að Bretakóngur er í haldi SS-sveitanna og andspyrnuhreyf- ingin hefur áform um að leysa hann úr haldi og senda til Bandaríkjanna, sem þó virðast hafa lítinn áhuga á að taka við honum. Með helstu hlutverk í SS-GB fara breski leikarinn Sam Riley og bandaríska leikkonan Kate Bosworth. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma og er meðal ann- ars legið á hálsi fyrir slaka hljóðmynd. BBC hefur lof- að að kippa því í liðinn. Bretland hernumið Kate Bosworth. AFP MÁLMUR Það var málmsögulegt augnablik þegar Iggy gamli Pop steig á svið með Metallica í Mexíkó um liðna helgi. Kappinn hitaði upp fyrir málmskrímslin á þrennum tónleikum í Foro Sol-leikvanginum þar í landi og var aukinheldur kallaður á svið til að syngja gamla Stooges-slagarann T.V. Eye með James Hetfield. Fór vel á með þeim fé- lögum og Iggy virðist engu hafa gleymt, en hann verður sjötugur í næsta mánuði. Sam- tals sáu tæplega tvö hundruð þúsund manns tónleikana þrenna og notaði trymbillinn Lars Ulrich tækifærið meðan hann var í Mexíkó til að andmæla múrbyggingu Donalds Trump. Iggy Pop steig á svið með Metallica Iggy Pop eldhress á Golden Globe fyrr í vetur. AFP Skonrok(k) Þorgeirs Ástvalds-sonar er á dagskrá sjónvarpsí kvöld og hefst þáttur hans klukkan 20.40. Í þættinum mun Þorgeir kynna ný og eldri lög með ýmsum þekktum listamönnum ef að líkum lætur. Þáttur þessi hefur ver- ið á dagskrá sjónvarps nú um nokk- urt skeið, og virðist njóta talsverðra vinsælda, einkum meðal fólks af yngri kynslóðinni, enda eru þætt- irnir líflegir og Þorgeir þaulvanur framkomu í fjölmiðlum. Þá virðist ekki vera hörgull á efni, eins og oft var áður fyrr, þegar alþýðutónlist átti í hlut, enda hefur höfundum og flytjendum léttrar tónlistar orðið æ ljósara hve mikilvægur miðill sjón- varpið er til að koma efni af þessu tagi á framfæri.“ Ég rakst á þessa dásamlegu kynningu í gömlum Mogga frá 1980 á dögunum og um mig fór notaleg þáþrá enda tengjast mínar fyrstu sjónvarpsminningar einkum þrennu; bandarískum vestrum, ensku knattspyrnunni í umsjá Bjarna Fel. og Skonrok(k)i. Engu er logið upp á Þorgeir í kynningunni; hann var frábær gest- gjafi í Skonrok(k)i og tengdi tónlist- armyndböndin iðulega með meitl- uðum skeytum til áhorfenda. Ljúfur andi sveif yfir vötnum. Síðar tók Edda Andrésdóttir við þættinum og reyndist engu síðri. Það er engin tilviljun að þetta góða fólk hefur siglt á öldum ljósvakans allar götur síðan. Að ósekju mætti Þorgeir þó sjást oftar á skjánum. Er ef til vill kom- inn tími til að dusta rykið af Skonrok(k)i? Yfir til þín, Skarphéð- inn! Ég sat árum saman límdur yf- ir Skonrok(k)i meðan ég afplánaði æskuna og man ekki betur en þátturinn hafi fært mér mína fyrstu uppáhalds- hljómsveit heim í stofu – ensku rokkabillípönk- hljómsveitina Tenpole Tudor. Það voru kappar í lagi; ef þeir riðu ekki um héröð, brynjaðir upp úr hvirfli, höggvandi mann og annan, sigldu þeir rupl- andi og rænandi um heimshöfin. Gat tíu ára drengur í fásinninu norður á Akureyri hugsanlega bundið sitt trúss við annað band? Ekki smuga! Talandi um alþýðutónlist. Maður lif- andi. Adam Ant skaut líka reglulega upp kollinum í Skonrok(k)i. Hann var líka minn maður. Eitthvað ómótstæðilegt við Dandy gamla Highwayman. Verst hvað hann hef- ur átt erfiða ævi, blessaður. Hver sá það fyrir á þessum tíma? Minna var um málm í þættinum enda var slík ómenning aðeins fyrir óða menn og stofnanatæka á þess- um árum. Það hefur sem betur fer breyst. Rakst samt á brot af Eddu á YouTube, við rannsóknir mínar vegna þessa pistils, að boða endalok glyströllanna í Kiss. Það var á því herrans ári 1983. Sú andlátsfregn var augljóslega stórlega ýkt! Þeir kumpánar í Tenpole Tudor. Ferillinn varð af einhverjum ástæðum stuttur. SETJUM SKONROK(K) AFTUR Á DAGSKRÁ! Enginn hörgull á alþýðutónlist Edda Andrésdóttir Þorgeir Ástvaldsson Á skjánum Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is FRÆGÐ Eftir að hafa reynt árum saman að halda einkalífi sínu fyrir sig hefur bandaríska leikkonan Kristen Stewart komist að þeirri niðurstöðu að ásta- mál hennar komi öðrum við – alltént upp að vissu marki. Stewart var um tíma í sambandi við leikarann Robert Pattinson, sem lék með henni í Twilight- myndunum vinsælu, en var á þeim tíma mjög treg að veita fjölmiðlum upplýsingar. Í fyrra kom hún svo út úr skápnum. „Ég var svo sem ekki að fela neitt; vildi bara hafa þessa hluti út af fyrir mig,“ tjáði hún The Sunday Times. „Ég þoldi ekki að smæstu atriði í lífi mínu væru höfð að féþúfu og útvarp- að um allan heim. Síðan áttaði ég mig á því, að fyrst augu svona margra bein- ast að mér varðar einkalíf mitt fleira fólk en bara mig. Ég nýtti því tæki- færið og gaf eftir agnarögn af því sem tilheyrir mér til að freista þess að láta öðrum líða betur; þó ekki væri nema einni manneskju.“ Stewart viðurkennir að það hafi reynt á hana að verja það sem henni fannst öðrum ekki koma við. „Þegar ég var að slá mér upp með Rob var almenningur óvinurinn – og það er vond leið til að lifa líf- inu,“ segir hún en bætir við að hún hafi alls ekki verið ringluð og skyndilega séð ljósið. „Allt í einu fannst mér þetta bara skipta máli.“ Í dag þykir leikkonunni notalegt að geta leitt ástkonu sína á almannafæri, en hún hefur verið að slá sér upp með belgísk/írsku fyrirsætunni Stellu Maxwell. Nýjasta kvikmynd Stewart er sálfræðitryll- irinn Personal Shopper eftir Olivier Assayas, auk þess sem annar þriller er væntanlegur, Liz- zie eftir Craig William Macneill. Kristen Stewart ásamt Robert Pattinson í Twilight. Þau voru par um tíma en nú er hún komin út úr skápnum. AFP KRISTEN STEWART BREYTIR UM KÚRS Opnar sig um einkalífið Kristen Stewart í essinu sínu. AFP www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Eigum úrval af álhjóla- og veggjapöllumÁlhjóla og veggjapallar Sorpkvarnir íeldhúsvaska Álstigar og tröppur fyrir iðnaðarmenn Íslensk framleiðsla í 32 ár Tröppur frá

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.