Morgunblaðið - 01.04.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Nokkur hópur fólks kom saman fyrir utan ráð-
húsið í Reykjanesbæ í gærkvöldi og krafðist þess
að rekstri kísilverksmiðjunnar United Silicon í
Helguvík yrði hætt. Sagði hópurinn mengun
stafa af starfseminni og að ekki gengi að hafa
verksmiðjuna svo nærri íbúðabyggð. Óvissa er
nú um áreiðanleika arsen-mælinga í nágrenni
við verksmiðjuna, en vísbendingar eru um að
styrkur arsens sé minni en fram hefur komið.
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Íbúar í Reykjanesbæ mótmæltu kísilverinu í Helguvík
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Félagsmálaráðherra mun leggja
fram á Alþingi á næstunni lagafrum-
varp um keðjuábyrgð. Mun aðalverk-
taki bera ábyrgð á því að undirverk-
takar hans stundi ekki félagsleg
undirboð. Frumvarpið var kynnt í
ríkisstjórn í gær og vonast Þorsteinn
Víglundsson til þess að það verði að
lögum á vorþingi.
Annað slagið birtast fréttir um
brot á ákvæðum kjarasamninga eða
ásakanir um slíkt og félagsleg undir-
boð af ýmsu tagi. Þetta er áberandi í
efnahagsuppsveiflu þegar vinnuafl er
sótt til útlanda í meiri mæli en ella og
tengist sérstaklega verktakastarf-
semi í byggingariðnaði en einnig
fleiri atvinnu-
greinum.
Jafnar sam-
keppnisstöðu
Nokkrir stórir
verkkaupar hafa
sett reglur um
keðjuábyrgð í
samninga sína,
meðal annars
Landsvirkjun,
Ríkiskaup, Reykjavíkurborg og
Akureyrarbær. Málið hefur verið
tekið upp í kjarasamningum á al-
mennum vinnumarkaði og síðustu ár
hefur verið unnið að gerð lagafrum-
varps í velferðarráðuneytinu í sam-
vinnu við aðila vinnumarkaðarins.
„Ég tel að við séum að stíga tíma-
mótaskref til að sporna við félagsleg-
um undirboðum,“ segir Þorsteinn
Víglundsson félagsmálaráðherra.
Í frumvarpinu felst að hans sögn
að ábyrgðin er færð á hendur aðal-
verktaka. Hann beri ábyrgð á undir-
verktökum sem samið er við og und-
irverktaka þeirra. Sem sagt allri
keðjunni. „Þetta leggur verulegar
skyldur á herðar aðalverktaka.
Mestu máli skiptir að ekki sé verið að
ráðast í verk með miklum undirboð-
um sem augljóslega er ætlað að mæta
með því að svína á fólki eða undir-
verktökum. Við teljum að með þess-
um hætti sé verið að girða mjög fyrir
þann möguleika. Það er óþolandi að
fyrirtæki, hvort sem þau starfa hér
eða koma hingað í einstök verkefni og
virða alla kjarasamninga og reglur
um kjör starfsfólks, þurfi að keppa
við fyrirtæki sem hyggjast ekki gera
það,“ segir Þorsteinn.
Nær til kjara starfsfólks
Keðjuábyrgðin nær til kjara
starfsfólks, þar á meðal launa og af-
dreginna gjalda og skatta. Það nær
ekki til almennra skatta fyrirtækj-
anna.
Þorsteinn segir að gengið hafi ver-
ið eins langt í því að nota keðju-
ábyrgð og reglur EES-samningsins
heimila. Hún nær ekki yfir að
minnsta kosti eitt mál sem hefur
komið upp í umræðunni, það er þegar
erlendar rútur sem koma með Nor-
rænu að vori sækja síðan nýja far-
þega í Leifsstöð. Ekki var talið fært
að stöðva það með þessum reglum.
Keðjuábyrgð innleidd
Reynt verður að sporna við félagslegum undirboðum með ábyrgð aðalverktaka
á kjörum starfsfólks undirverktaka Stefnt að afgreiðslu frumvarps á vorþingi
Þorsteinn
Víglundsson
„Hérna er hart að mæta hörðu,“
segir Þórarinn Ævarsson, fram-
kvæmdastjóri IKEA á Íslandi, en
fyrirtækið hefur stofnað IKEA-
klúbb til að svara komu Costco til
landsins. Þórarinn segir ósigur í
harðri samkeppni ekki í boði, en
meðlimir klúbbsins munu njóta ým-
issa fríðinda. „Þeir verða náttúrlega
hérna beint á móti og við óttumst
helst að traffíkin beinist þangað í
auknum mæli,“ segir Þórarinn.
IKEA mun bæði bjóða upp á ein-
staklings- og fyrirtækjaaðild sem
kostar 1.990 krónur á ári. Þeir sem
skrá sig í dag fá hins vegar fyrsta ár-
ið frítt auk þess sem ókeypis máltíð,
heimsending og samsetning á vöru
fylgir með.
Þá ætlar IKEA einnig að stækka
matvöruverslun fyrirtækisins um-
talsvert og bjóða upp á fjölbreyttara
vöruúrval. Verslunin verður þó ein-
ungis opin meðlimum. „Okkur finnst
sanngjarnt að þeir sem greiða með-
limagjöldin njóti ágóða þeirra,“ seg-
ir Þórarinn. Hægt er að skrá sig í
klúbbinn á mbl.is auk þess sem tekið
verður á móti skráningum í verslun
IKEA í dag. sunnasaem@mbl.is
IKEA svarar Costco með
eigin afsláttarklúbbi
Hægt að skrá
sig á mbl.is í dag
Afsláttur Ýmis tilboð verða í gangi á hverjum tíma. „Við sendum tölvupóst með
skömmum fyrirvara. Fólk verður að hafa hraðar hendur,“ segir Þórarinn.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslu
Íslands, lenti á Reykjavíkurflugvelli
í gær eftir liðlega tveggja mánaða
fjarveru frá Íslandi. Þar með er lok-
ið að sinni verkefnum flugvélarinnar
fyrir Landamæra- og strandgæslu-
stofnun Evrópu, Frontex.
Flugvélin hélt utan um miðjan
janúar. Framan af hafði hún bæki-
stöðvar í borginni Hania á grísku
eynni Krít en svo færði hún sig um
set til Catania á Sikiley. Verkefni
vélarinnar fólust í reglubundnu eft-
irlitsflugi fyrir Frontex víðs vegar
um Miðjarðarhafið, meðal annars á
hafsvæðum sem bátar og skip sem
flytja flótta- og farandfólk til álf-
unnar sigla um.
Fyrri hluta aprílmánaðar gengst
TF-SIF undir hefðbundið viðhald á
meðan áhöfnin sækir reglubundna
þjálfun, samkvæmt tilkynningu
Landhelgisgæslunnar. Að því búnu
taka við hefðbundin verkefni, fyrst
og fremst þó löggæsla og eftirlit á
Íslandsmiðum, m.a. í tengslum við
árlegar úthafskarfaveiðar.
Fastlega er búist við því að TF-
SIF fari aftur í Miðjarðarhafið á síð-
ari hluta ársins, um nokkurra vikna
skeið til að sinna frekari verkefnum
fyrir Frontex.
Gæsluvélin
hefur lokið
störfum
Aðalfundi Landssamtaka sauð-
fjárbænda lauk í gær og var sam-
þykkt stefna til ársins 2027. Í henni
kemur meðal annars fram að stefnt
sé að því að kolefnisjafna alla grein-
ina eins fljótt og auðið er.
Samtökin samþykktu einnig sér-
staka neytendastefnu sem kveður á
um að neytendur fái réttar og góðar
upplýsingar hvar sem þeir kaupa
matvörur, hvort sem er í verslunum,
á veitingastöðum eða í mötuneytum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Lands-
samtök sauðfjárbænda setja sér
neytendastefnu og er hún undir yfir-
skriftinni „Okkar afurð – okkar
mál“. Þessi stefna verður lögð til
grundvallar í allri samvinnu bænda
við þá sem vinna og selja afurðirnar.
Í stefnunni kemur fram að þetta séu
sameiginlegir hagsmunir bænda og
neytenda. mhj@mbl.is
Lambakjöt
verði kol-
efnisjafnað
„Það hefði verið mjög óvenjulegt ef
hinn hefði ekki smitast líka. Mislingar
eru svo svakalega smitandi,“ segir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir,
en fyrir fáeinum dögum greindist
annað barn hér á landi með sjúkdóm-
inn. Er um að ræða 10 mánaða gamalt
óbólusett barn sem er tvíburasystkini
barnsins sem greindist fyrir tæpum
tveimur vikum.
Börnin voru á ferðalagi í Taílandi
með fjölskyldu sinni og komu aftur
hingað til lands 2. mars. Þórólfur seg-
ist aðspurður ekki óttast fleiri smit,
en síðasti mislingafaraldur á Íslandi
var árið 1997.
95% barna eru bólusett hér
„Þetta er nokkuð sem við vissum að
myndi gerast og við höfum ekki feng-
ið neinar fregnir af smiti annars stað-
ar. Fyrra barnið sem smitaðist var
sennilega í snert-
ingu við um 200
manns sem komu
að því og flestir af
þeim voru bólu-
settir. Það náðist
að bólusetja
marga af þeim
sem ekki voru
bólusettir og ég
held að það hafi
náðst að koma í
veg fyrir frekara smit,“ segir hann, en
allt að 95% barna hér á landi eru bólu-
sett gegn mislingum ásamt rauðum
hundum og hettusótt. Er það eitt
hæsta hlutfall bólusettra barna í Evr-
ópu. „Við búumst ekki við fleiri smit-
um þótt það sé aldrei hægt að útiloka
það,“ bætir Þórólfur við, en barninu
heilsast vel og er í einangrun heima
hjá fjölskyldu sinni.
Hinn tvíburinn
smitaðist einnig
Tvö mislingasmit á skömmum tíma
Þórólfur
Guðnason