Morgunblaðið - 01.04.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Síminn hefur ekki stoppað hjá okk-
ur eftir að fréttir af þessu verkefni
fóru að birtast í erlendum fjöl-
miðlum,“ segir Jón Sigfússon, fram-
kvæmdastjóri Rannsókna og grein-
ingar, um þá miklu athygli sem
árangur Íslendinga við að draga úr
áfengis- og fíkniefnanotkun ung-
menna hefur fengið utanlands að
undanförnu.
Í gær birti AFP fréttastofan ít-
arlega frásögn af verkefninu og stutt
er síðan fjallað var um það í BBC,
breska dagblaðinu The Independent
og fleiri fjölmiðlum. Í frétt AFP seg-
ir að magnað sé að sjá hvernig tekist
hafi nánast að útrýma misnotkun
vímuefna meðal íslenskra unglinga
með markvissu starfi sem byggt sé á
rannsóknum á viðhorfum, líðan og
hegðun ungs fólks.
Brugðist við vanda
Jón Sigfússon segir að fyrir um
tveimur áratugum hafi verið miklar
umræður hér á landi um þann vanda
sem unglingadrykkja var. Forvarn-
araðferðir sem beitt hafði verið og
miðuðu að því að fræða ungmenni
um skaðsemi vímuefnaneyslu, virt-
ust ekki virka sem skyldi. Þá hafi
tekið sig saman hópur félagsvís-
indafólks, stefnumótunaraðila og
fólks sem starfaði með börnum og
ungmennum á vettvangi og leitast
við að setja fram stefnu og starf,
byggt á rannsóknum, sem gæti snú-
ið þróuninni við. Markmiðið með því
samstarfi var að kortleggja þá fé-
lagslegu þætti sem hefðu áhrif á
vímuefnanotkun ungmenna og
hanna aðgerðir sem hægt væri að
beita í forvarnarstarfi.
Rannsóknir og greining hefur haft
rannsóknarþáttinn með höndum frá
upphafi og liggja nú fyrir viðamikil
gögn sem eru aðgengileg á netinu og
hafa víða farið. Gagna hefur verið
afla með könnunum meðal íslenskra
ungmenna, en einnig hefur verið afl-
að gagna úr erlendum rannsóknum.
Á grundvelli þessa hefur orðið til sú
stefna sem nú er fylgt af þeim að-
ilum sem vinna að málefnum ungs
fólks á Íslandi.
Jón segir að það sé leiðarljós í
rannsóknarstarfinu að vinna hratt
og vel, þannig að aðilar sem vinna að
stefnumótun í samfélaginu hafi
ávallt nýjustu upplýsingar undir
höndum. Margt geti til dæmis
breyst í samfélagi unglinga á einu
ári og því sé mikilvægt að rannsókn-
irnar spegli viðhorf og ástand hverju
sinni.
Rannsóknir vísa veginn
Samspil rannsókna og stefnumót-
unar á sviði áfengis- og vímuefna-
mála ungs fólks, „íslenska módelið“
svokallaða, er reyndar þegar orðið
útflutningsvara. Árið 2006 var að
frumkvæði Reykjavíkurborgar og
European Cities Against Drugs
(ECAD) sett á fót verkefnið „Youth
in Europe“ í samstarfi við Rann-
sóknir og greiningu. Er nú unnið eft-
ir aðferðafræði „íslenska módelsins“
í fjölda borga í Evrópu og fyrir-
spurnir um aðstoð og ráðgjöf berast
nú alls staðar að úr heiminum.
Í frétt AFP er rakið hvernig stað-
ið sé að vímuefnavörnum hér á landi.
Nefnt er að unglingum á aldrinum
13 til 16 ára sé bannað að vera úti við
án fylgdar fullorðinna eftir klukkan
10 á kvöldin yfir vetrarmánuðina.
Lögræðisaldur hafi verið hækkaður
úr 16 í 18 ár. Bannað sé að selja ung-
lingum tóbak og áfengi. Tóbak megi
ekki verið uppi við í matvörubúðum.
Tóbaksverð sé með því hæsta í Evr-
ópu. Þá sé áfengi aðeins selt í sér-
stökum vínbúðum á vegum ríkisins
eins og annars staðar á Norður-
löndum. Á það sé lagt mjög hátt
áfengisgjald.
Ennfremur er sagt frá því hvernig
markvisst hefur verið unnið úr upp-
lýsingum Rannsókna og greiningar
sem leiddu í ljós verulegan mun á af-
stöðu og hegðunarmynstri unglinga
sem leiðst hafa út í neyslu og hinna
sem ekki neyta áfengis, tóbaks og
annarra vímuefna. Síðar nefndi hóp-
urinn einkennist m.a. af því að vera
virkur í íþrótta- og tómstundastarfi
af fjölbreyttu tagi. Sveitarfélög hafi
aukið stuðning sinn við íþróttir og
tómstundir unglinga og í Reykjavík
geti t.d. hver fjölskylda fengið 35
þúsund króna styrk fyrir hvert barn
til að greiða fyrir þátttöku í íþróttum
og tómstundum utan skóla. Þá hafi á
grundvelli upplýsinga úr rannsókn-
unum verið hvatt til aukinna sam-
skipta innan fjölskyldna. Í ljós hafi
komið að unglingar sem eru í nánum
og góðum tengslum við heimilisfólk
sitt séu síður líklegir til að leiðast út
í neyslu áfengis og annarra vímu-
efna.
Forvarnir byggðar á rannsóknum
Árangur Íslendinga í baráttu við áfengis- og vímuefnanotkun unglinga vekur athygli erlendis
Síminn stoppar ekki hjá Rannsóknum og greiningu sem forystu hafði um „íslenska módelið“
Morgunblaðið/Golli
Forvarnir Rannsóknir sýna að þátttaka ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi er besta leiðin til að
koma í veg fyrir að það ánetjist áfengi og öðrum vímuefnum. Gott samband innan fjölskyldna er einnig mikilvægt .
Evrópska vímuefnarannsóknin
(ESPAD) sýndi í fyrra að vímu-
efnaneysla íslenskra unglinga í
alþjóðlegum samanburði er lítil
og einkum og sér í lagi áfeng-
isneysla. Samkvæmt niður-
stöðunni höfðu 48% evrópskra
ungmenna neytt áfengis síð-
ustu 30 daga. Á Íslandi var
hlutfallið hins vegar aðeins
9%.
Í íslenskri könnun sem gerð
var árið 1998 svöruðu 42% af
10. bekkingum í grunnskóla því
að þeir hefðu orðið drukknir á
undanförnum 30 dögum.
Breytingin er því gríðarlega
mikil og virðist sem íslensk
ungmenni séu sér á báti hvað
varðar áfengis- og vímuefn-
anotkun sem og reykingar.
Ungmenni
hér sér á báti
EVRÓPSK RANNSÓKN
40
20
30
50
60%
Albanía
Svartfjallaland
Hlutfall ungra Evrópubúa sem hvorki neyta áfengis né fíkniefna
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Írland
Finnland
Rúmenía
Portúgal
Pólland
Úkraína
Búlgaría
Danmörk
Tékkland
Breyting milli áranna 2011 og 2015: Lítil
ÍtalíaEistland
Grikkland
Litháen
Slóvakía
Holland
Mjög dregur úr áfengisneyslu unglinga
Heimild: ESPAD/EMCDDA
0 5 10 20 30 40%
2011
2015
Umtalsverð
Vilhjálmur A. Kjartansson
vihjálmur@mbl.is
Gífurlegur vöxtur hefur verið í
flugi og flugstarfsemi á Íslandi á
undanförnum árum, að sögn Guð-
mundar Más Þorvarðarsonar, flug-
manns og meðstjórnanda í Félagi
íslenskra atvinnuflugmanna.
Gífurleg eftirspurn
„Það er gífurleg eftirspurn eftir
flugmönnum hjá bæði stórum og
smáum flugfélögum. Eftirspurnin
er svo mikil að erfitt er orðið að fá
flugmenn í flugkennslu,“ segir Guð-
mundur og bendir jafnframt á að
styrking krónunnar geti orðið til
þess að flugnemar leiti út fyrir
landsteinana.
Baldvin Birgisson, skólastjóri
Flugskóla Íslands, tekur undir með
Guðmundi og segist sannarlega
orðinn skort á flugkennurum.
„Ég hef orðið var við flugkenn-
araskort en við hjá Flugskóla Ís-
lands höfum verið heppin og getað
bætt við okkur kennurum en við
höfum m.a. fengið til okkar þrjá
norska kennara. Það hjálpar okkur
að stóru flugfélögin hafa verið að
ráða til sín erlenda flugmenn og
flugkennarar eru eftirsóttir starfs-
kraftar hjá stærri flugfélögum og
það vita erlendir flugkennarar sem
koma hingað til lands,“ segir Bald-
vin.
Eins og píramídi
Skortur á flugmönnum hjá stóru
millilandaflugfélögunum hefur
áhrif á alla keðjuna, að sögn Bald-
vins, en hann segir atvinnugreinina
eins og píramída.
„Efst tróna stóru flugfélögin og
síðan koma þau minni og flugskól-
arnir. Þegar við missum kennara til
stóru félaganna leitum við að fólki
frá minni skólum og þannig koll af
kolli. Allt þetta fólk þarf að þjálfa
og það kostar sitt.“
Baldvin segir þróunina engu að
síður jákvæða fyrir stéttina.
„Okkar flugnemar geta gengið
að því vísu að fá starf að loknu námi
og það er jákvætt fyrir stéttina.“
Skortur á flugkennurum
Morgunblaðið/Golli
Flugkennsla Flugskólar hér á landi finna fyrir mikilli ásókn í flugnámið og
gengur orðið erfiðlega að fá flugmenn til að sinna flugkennslunni.
Aukin samkeppni um starfsfólk hjá flugfélögum og flugskólum Erfitt að fá
flugmenn til flugkennslu Norskir kennarar að störfum hjá Flugskóla Íslands
Meðalhiti mars-
mánaðar í
Reykjavík var
1,7 stig, +1,3
stigum ofan
meðallags ár-
anna 1961 til
1990 og í meðal-
lagi síðustu tíu
ára. Á Akureyri
var meðalhitinn
0,3 stig, +1,6
stigum ofan meðallags 1961 til 1990
en -0,1 stigi neðan meðallags síð-
ustu tíu ára.
Þetta segir Trausti Jónsson
veðurfræðingur og telur mánuðinn
fremur tíðindalítinn.
Mánuðurinn var í þurrara lagi,
úrkoma í Reykjavík mældist 51,5
millimetrar og eru það rúm 60 pró-
sent meðalúrkomu. Þurrara var í
mars 2013 (og mjög oft áður). Úr-
koman á Akureyri mældist 28,0
millimetrar – líka ríflega 60 pró-
sent meðalúrkomu.
Sólskinsstundir í Reykjavík eru í
ríflegu meðallagi að sögn Trausta.
sisi@mbl.is
Hitinn í mars yfir
meðallagi á landinu
og úrkoma lítil
Trausti Jónsson