Morgunblaðið - 01.04.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Nýkynnt fjármálaáætlun ríkis-stjórnarinnar fyrir árin 2018-
22 ber með sér að embættismenn en
ekki stjórnmálamenn móti stefnuna
í ríkisfjármálunum um þessar
mundir.
Þessi áætlun – 5ára áætlun,
nema hvað – fjallar
til að mynda með af-
ar sérkennilegum
hætti um skattamál.
Samkvæmt áætluninni er áhugiþeirra sem hana leggja fram á
að lækka skatta í besta falli afar
takmarkaður.
Þar er þess vegna kafli semfjallar um „Umbætur á skatt-
kerfinu“ en enginn um lækkun
skatta.
Umbæturnar eru þær að hækkaskatta á ferðaþjónustuna og
að lækka almenna virðisauka-
skattsþrepið sem nemur þeim
auknu tekjum sem þannig eiga að
koma í kassann, eða úr 24% í 22,5%.
Svo verður kannað „hvort rýmisé fyrir lækkun niður í 22%,“
eða um hálfa prósentu til viðbótar!
Þá verður „litið til þess“ að lækkatryggingagjald, en aðeins „eft-
ir því sem svigrúm verður til“.
Hvernig má það vera að ríkis-stjórnin stefni ekki að neinum
raunverulegum skattalækkunum
fram til ársins 2022?
Ekki er langt síðan skattar hér álandi voru hækkaðir af mikl-
um móð. Gæti ekki verið að „svig-
rúm“ og „rými“ hafi þegar skapast
til að vinda ofan af því?
Benedikt
Jóhannesson
Er svigrúm fyrir
rými árið 2022?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 31.3., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 5 alskýjað
Nuuk -8 skýjað
Þórshöfn 5 rigning
Ósló -1 léttskýjað
Kaupmannahöfn 6 skúrir
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki 2 léttskýjað
Lúxemborg 15 heiðskírt
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 12 súld
Glasgow 11 súld
London 14 léttskýjað
París 15 heiðskírt
Amsterdam 15 heiðskírt
Hamborg 13 þoka
Berlín 10 súld
Vín 15 skýjað
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 6 heiðskírt
Barcelona 9 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 14 heiðskírt
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 6 skýjað
Montreal 1 alskýjað
New York 1 rigning
Chicago 6 rigning
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:45 20:20
ÍSAFJÖRÐUR 6:45 20:29
SIGLUFJÖRÐUR 6:28 20:12
DJÚPIVOGUR 6:13 19:50
Páll Vígkonarson, fyrr-
verandi framkvæmda-
stjóri, lést á Landspít-
alanum síðastliðinn
þriðjudag, 85 ára að
aldri.
Páll fæddist í Reykja-
vík 5. júlí 1931. Foreldar
hans voru Vígkon Hjör-
leifsson húsasmíða-
meistari og kona hans
Sigríður Pálsdóttir.
Páll stundaði nám í
Iðnskólanum í Reykja-
vík. Hann lauk sveins-
prófi í prentsmíði árið
1953 og prentmynda-
ljósmyndun 1965. Hann hlaut meist-
araréttindi árið 1966.
Páll var verkstjóri hjá prent-
myndastofunni Litrófi 1955-1957,
stofnandi og framkvæmdastjóri
Myndamóta hf. 1957-1989 og fram-
kvæmdastjóri H. Pálssonar frá 1989
til starfsloka. Mynda-
mót önnuðust prent-
myndagerð og lit-
greiningu fyrir
Morgunblaðið jafn-
hliða því að veita ut-
anaðkomandi við-
skiptamönnum slíka
þjónustu.
Morgunblaðið átti
því 28 ára samstarf við
Pál Vígkonarson, sem
hvergi bar skugga á.
Páll sat um árabil í
stjórnum félaga og
fyrirtækja í prentgeir-
anum, m.a. í stjórn Fé-
lags íslenska prentiðnaðarins 1974-
1982.
Eftirlifandi eiginkona Páls er
Erna Arnar. Synir þeirra eru Bern-
hard Örn og Hákon. Fósturdóttir
Páls og dóttir Ernu er Rannveig E.
Arnar.
Andlát
Páll Vígkonarson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rafmagnsmælar sem algengastir eru hér á landi
hafa staðist prófanir mjög vel og mælt rafmagnið
rétt, að sögn Bjarna Bentssonar, sérfræðings á
mælifræðisviði Neytendastofu. Að hans mati
þurfa íslenskir raforkukaupendur ekki að óttast
að þeir séu hlunnfarnir vegna rangra rafmagns-
mæla. Um 190 þúsund rafmagnsmælar eru í notk-
un á Íslandi.
Sumir mældu allt of mikla raforkunotkun
Prófun sem gerð var í Háskólanum í Twente í
Hollandi á níu gerðum rafmagnsmæla sýndi að
sumar þeirra mældu allt að 582% meiri rafmagns-
notkun en hún raunverulega var.
Frank Leferink prófessor áætlaði að ónákvæm-
ir mælar hefðu verið settir upp í a.m.k. 750.000
hollenskum heimilum. Í frétt frá Háskólanum í
Twente segir að nú sé verið að skipta gömlu raf-
magnsmælunum með snúningsdisknum út fyrir
rafræna mæla. Ein útgáfa af þeim er svonefndir
snjallmælar.
Leferink og samstarfsmenn hans tengdu mæl-
ana við ýmsan algengan heimilisbúnað, þar á með-
al sparperur, hitunartæki, LED-perur og dim-
mera. Raunveruleg rafmagnsnotkun þessara
tækja var svo borin saman við niðurstöður raf-
magnsmælanna.
Fimm gerðir mæla gáfu miklu hærri niðurstöðu
en raunveruleg rafmagnsnotkun var, eða allt upp í
582% meiri notkun en hún var. Tveir mælanna
sýndu 30% minni notkun en hún var. Mesta frá-
vikið var við mælingu á dimmerum sem tengdir
voru við snjallperur.
Ónákvæmni mælanna var aðallega rakin til
hönnunar þeirra og eins til skiptibúnaðar. Í hon-
um aflagast rafbylgjurnar, sem virðist trufla mæl-
ana. Mælarnir sem sýndu hæstu niðurstöðurnar
voru búnir Rogowski-spólu og þeir sem sýndu
lægstu niðurstöðurnar voru með Hall-nema.
Mælar sem notaðir eru hér reyndust vel
Neytendastofa fékk upplýsingar um þessar
prófanir á rafmagnsmælum fyrir um hálfum mán-
uði, að sögn Bjarna. Fulltrúar Neytendastofu
höfðu heyrt í rafveitunum sem nota mæla hér og
eins frá mælifræðistofnunum í Evrópu. Hann
sagði að Rogowski-spólur væru ekki í rafmagns-
mælum sem notaðir væru hér á landi. Hall-nemar
eru í rétt rúmlega 100 einfasa mælum og þar á
þetta ekki að valda truflunum á mælingum.
„Mælarnir sem eru notaðir hér voru prófaðir í
þessari rannsókn og komu mjög vel út,“ sagði
Bjarni. Hann sagði að þeir væru sambærilegir við
Kamstrup-mælana, sem eru algengastir. Mæl-
arnir koma sannprófaðir frá framleiðanda. Þeir
eru síðan endurlöggiltir eftir ákveðinn tíma.
Óhætt að treysta mælum hér
Prófun sýndi að sumir rafmagnsmælar mældu allt að 582% of mikla notkun
Morgunblaðið/Skapti
Rafmagn Sparperur, LED-ljós og dimmerar
trufluðu suma mælana svo þeir mældu skakkt.
Leikritið Elly, sem fjallar um eina
dáðustu söngkonu Íslands, Elly Vil-
hjálms, verður flutt á Stóra sviði
Borgarleikhússins í haust. Verkið
var frumsýnt 18. mars sl. og hefur
fengið mjög góðar viðtökur hjá
bæði áhorfendum og gagnrýnend-
um.
„Uppselt er á allar sýningar á
verkinu fram á sumar og eru haust-
sýningarnar komnar í sölu. Vegna
mikillar eftirspurnar verður sýning-
in því flutt á Stóra sviðið í haust og
umgjörð hennar löguð að því,“ segir
í tilkynningu Borgarleikhússins.
Úrvalslið leikara á sviðinu
Leikritið varpar ljósi á líf og
söngferil Elly, en söngurinn þótti
fágaður, túlkunin hógvær og
ígrunduð og röddin silkimjúk og
hlý. Elly bjó yfir óræðri dulúð og
töfraði marga með söng sínum og
leiftrandi persónuleika, en líf henn-
ar varð stundum efni í sögusagnir
og slúður sem hún hirti lítið um að
svara.
Úrvalslið leikara og tónlistar-
manna tekur þátt í sýningunni og
hefur frammistöðu þeirra verið
hrósað af gagnrýnendum, ekki síst
Katrínar Halldóru Sigurðardóttur í
hlutverki Elly en fyrirsögn gagn-
rýnanda Morgunblaðsins var:
„Stjarna er fædd.“
Sýningarnar á Stóra sviði
Borgarleikhússins hefjast 31. ágúst
næstkomandi og er miðasala nú
þegar hafin, en hægt er að kaupa
miða á heimasíðu leikhússins.
Leiksýningin Elly
fer á Stóra sviðið
Leikarar og verk hafa hlotið einróma lof