Morgunblaðið - 01.04.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Frábært fyrirtæki í innflutningi og sölu á vélum, tækjum, verkfærum
og rekstrarvöru til iðnfyrirtækja af ýmsu tagi. Velta 750 mkr. og
EBITDA 85 mkr. Fyrirtækið er að vaxta hratt og auðvelt að sjá fyrir
sér verulega stækkun þess.
• Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ
Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning
við traustan og öflugan hótelaðila.
• Heildsala með vörur fyrir ferðamenn. Hér er um að ræða lítið en
aðrbært fyrirtæki sem hannar og lætur framleiða fyrir sig vörur
ætlaðar ferðamönnum. Ársvelta 45 mkr. og ársverk um tvö.
• Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða
dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting.
• Meðferðarstofa, búin mjög sérhæfðum tækjum og sú eina á sínu
sviði, sem sérhæfir sig í meðferð sem bætir útlit líkamans. Arðbær
rekstur.
• Hádegisverðarþjónusta fyrir stofnanir og fyrirtæki og veislumatur fyrir
sérstök tækifæri. Tilvalið fyrir kokk sem hefur áhuga á að byggja á
góðum grunni.
• Ört vaxandi fyrirtæki í framleiðslu myndefnis (auglýsingar og
kynningar) vil vaxa enn hraðar með því að fá inn hluthafa sem getur
lagt slíkri uppbyggingu lið. Fyrirtækið er með gott orðspor, ársveltu
um 100 mkr. og góða framlegð.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á fimmtán mánuðum hefur íbúum í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi fjölgað
um 86 og nú búa í sveitinni 607
manns, borið saman við 521 í byrjun
ársins 2016. Fjölgunin nemur 14% á
árinu 2016 og er óvíða meiri. Að sögn
Kristófers Arnfjörðs Tómassonar
sveitarstjóra er ein helsta skýringin
á þessari fjölgun sú að erlendir
starfsmenn, svo sem Eistar og Pól-
verjar, sem starfa við byggingu Búr-
fellsvirkjunar II eru með skráð lög-
heimili í sveitarfélaginu en slíkt hefur
ekki tíðkast í neinum mæli hér á
landi til þessa. Má þar nefna fram-
kvæmdir við Kárahnjúka á sínum
tíma þar sem hundruð manna störf-
uðu um lengi tíma, en höfðu þar ekki
skráða heimilisfesti.
Búrfellsstarfsmennirnir eru um
fjörutíu talsins og búa í vinnuskálum
skammt frá
virkjuninni nýju.
„Ég reikna með
að þessir íbúar,
sem eru starfs-
menn ÍAV, verði
á íbúaskrá hjá
okkar fram eftir
næsta ári. Okkur
falla til ágætar út-
svarstekjur frá
þessum íbúum
sem jafnframt njóta allrar þjónustu
sveitarfélagsins, þótt lítið hafi reynt á
það enn,“ segir Kristófer. Skv. upp-
lýsingum frá Landsvirkjun má búast
við að um 200 manns verði við störf í
virkjuninni.
Að hinu leytinu segir sveitarstjór-
inn að íbúafjölgunin helgist af því að
nokkuð sé um að fólk sem eigi
hugsanlega tengsl eða rætur á þess-
um slóðum vilji snúa aftur í sveitina
sína. Víða séu til dæmis eldri íbúða-
hús sem hafi staðið lítt notuð og þá
geti verið góður kostur að flytja
þangað inn ef um semjist. „Sjálfsagt
hefur erfið staða á íbúðamarkaði á
höfuðborgarsvæðinu hér einhver
áhrif, það er setið um allar eignir sem
losna,“ segir Kristófer. „Undirstaða
þess að fólk flytur hingað er samt sú
að hér hefur verið og er næga vinnu
að hafa, svo sem við ferðaþjónustuna,
landbúnað og ýmsar framkvæmdir,
og ekki útlit fyrir annað en að það
haldist,“ nefnir Kristófer.
Gjaldfrjáls leikskóli
Hann telur það einnig gera Skeiða-
og Gnúpverjahrepp að fýsilegum bú-
setukosti fyrir barnafólk að leikskóli
sveitarinnar, sem er á Brautarholti á
Skeiðum, er gjaldfrjáls. Alls eru 33
börn í leikskólanum, en 49 grunn-
skólanemar eru í Þjórsárskóla í Ár-
nesi. Þar eru krakkarnir í 1. til 7. bekk
– en elstu árgangarnir í Flúðaskóla.
Eru skráðir með lög-
heimili í sveitarfélaginu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Afl Framkvæmdir við Búrfellsvirkjun II eru í fullum gangi og það fjölgar í sveitinni af þeim sökum.
Erlendir verkamenn í Búrfellsvirkjun verða Gnúpverjar
Kristófer
Tómasson
Borgarráð hefur samþykkt ósk
skrifstofu eigna og atvinnuþróunar
um að veita Símanum hf. vilyrði fyrir
lóð við Hólmsheiði undir rekstur
gagnavers. Er lóðin veitt með fyrir-
vara um að deiliskipulag fyrir lóðina
verði samþykkt með auglýsingu í B-
deild Stjórnartíðinda.
Til skoðunar er að hámarksbygg-
ingarmagn lóðarinnar verði allt að
8.000 fermetrar. Þá hefur borgarráð
einnig samþykkt lóðavilyrði sem
heimilar byggingu allt að 10.000 fer-
metrar að stærð. Samtals gætu þetta
því orðið 18.000 fermetra byggingar.
Fram kemur í greinargerð að
Síminn geti óskað eftir úthlutun
lóðarinnar þegar deiliskipulag hefur
verið samþykkt með fyrrnefndum
hætti. Stærð og nánari staðsetning
lóðarinnar verður ákveðin í deili-
skipulagi. Síminn mun greiða fyrir
lóðina markaðsverð eða verð sam-
kvæmt gjaldskrá sem borgarráð
staðfestir. Á sama fundi samþykkti
borgarráð lóðarvilyrði gegn
greiðslu, sem heimilar byggingu allt
að 10.000 fermetra að stærð.
Í greinargerð kemur fram að upp-
bygging gagnavera sé fjármagns-
frek og mikilvægt sé að búa þannig
um hnúta að auðvelt verði að stækka
við gagnaver án þess að binda mikið
fjármagn ef aðstæður verða hag-
felldar síðar fyrir rekstur gagna-
versins.
Á fundi borgarráð 2. mars var
samþykkt að veita fyrirtækinu
Green Atlantic Data Centers vilyrði
fyrir lóð á Hólmsheiði til að byggja
hús undir rekstur gagnavers. Til
skoðunar er að hámarksbyggingar-
magn lóðarinnar verði allt að 10.000
fermetrar. Borgarráð staðfesti einn-
ig samning við sama fyrirtæki um
lóðarvilyrði gegn greiðslu, sem
heimili byggingu allt að 30 þúsund
fermetra húss. sisi@mbl.is
Síminn fær lóðir undir
gagnaver á Hólmsheiði
Morgunblaðið/RAX
Hólmsheiði Þarna munu væntanlega rísa gagnaver í framtíðinni.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Öryggismyndavél verður sett upp á
hringtorgi á Álftanesvegi með vorinu
til að vakta umferð inn í hverfið. Bæj-
arráð Garðabæjar fól bæjarstjóra ný-
verið að láta setja búnaðinn upp í
samráði við lögregluna og Neyðarlín-
una. Um tilraunaverkefni er að ræða.
Gróf kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir
að verkefnið kosti um tvær milljónir
króna. Engin áform eru hjá bæjaryf-
irvöldum í Garðabæ um að setja eft-
irlitsmyndavélar víðar að svo stöddu.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri
sagði að lögreglan hefði gefið grænt
ljós á þetta sem þróunarverkefni í
samvinnu við Garðabæ. „Þetta mun
hafa ákveðinn fælingarmátt. Ef eitt-
hvað gerist mun lögreglan geta skoð-
að myndirnar úr myndavélinni,“
sagði Gunnar. Hann sagði að talsverð
umræða hefði orðið í samfélaginu um
þörf á eftirliti eftir svonefnt Birnu-
mál. „Það kom undirskriftalisti frá
íbúum á Álftanesi. Þar var hvatt til
þess að leiðin inn í hverfið yrði vökt-
uð. Við skoðuðum það með jákvæðum
hug og ætlum að gera þessa tilraun.
Við höfum verið með nágrannavörslu
í mörg ár, fengið lögregluna á fundi
og hvatt íbúana til að hafa augun op-
in. Ég hef viljað efla nágrannavörsl-
una.“
Gunnar sagði að innbrotatíðni
hefði verið fremur lág í Garðabæ en
eitt innbrot væri einu of mikið. Hann
kvaðst hafa orðið þess áskynja á
fundum með íbúum bæjarins að um-
ræðan um öryggismál væri að
aukast. Hann sagði að fyrirtæki og
sumir einstaklingar væru með
myndavélar á húsum sínum. Þær
hefðu stundum komið að gagni við að
upplýsa mál.
Öryggismynda-
vél á Álftanesi
Mun vakta umferð inn í hverfið
Verður sett upp með vorinu