Morgunblaðið - 01.04.2017, Side 35

Morgunblaðið - 01.04.2017, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SVANHILDUR ÞORVALDSDÓTTIR frá Akranesi, Dælengi 4, Selfossi, lést þriðjudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 5. apríl klukkan 13. Halldór Magnússon Aðalbjörg Elín Halldórsdóttir Skúli Valberg Ólafsson og barnabörn Okkar ástkæra GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 29. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, fimmtudaginn 6. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans. Systkini, ættingjar og vinir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 30. mars. Útför fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 6. apríl klukkan 13. Kristinn Hraunfjörð Dagbjört H. Kristinsdóttir Páll Bragason Magnús H. Kristinsson Gígja Sigurðardóttir Bjarki H. Kristinsson Jóna Björk Viðarsdóttir Axel Kristinsson Rán Ólafsdóttir barnabörn og Buffy Ástkær eiginmaður minn, faðir og fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN PÁLL ÞORBERGSSON flugvélstjóri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 29. mars. Jarðarför verður auglýst síðar. Sigurbjörg Lárusdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamamma og amma, SESSELJA HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Hrafnistu í Hafnarfirði, miðvikudaginn 29. mars í faðmi fjölskyldunnar. Útför verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 7. apríl klukkan 13. Fjóla Eðvarðsdóttir Justin Wallace Geir Eðvarðsson Ingibjörg S. Eðvarðsdóttir Baldur I. Sæmundsson Elísabet Hrönn, Eðvarð Geir, Sylvía Guðrún, Emma Ósk, Inga Fjóla og Ronja Valgý ✝ Auður Jóns-dóttir fæddist á Skeggjastöðum á Jökuldal 21. apríl 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. mars 2017. Auður var dóttir hjónanna Önnu Grímsdóttur og Jóns Björns- sonar, bónda á Skeggjastöðum á Jökuldal. Ólst hún þar upp ásamt fimm systrum, Áslaugu, Guðríði, Guðnýju Erlu, sem nú eru látnar, Jónu Sigríði og Ásdísi Sig- urborgu og fósturbróður, Ingi- mar Magnússyni, hann er látinn. Hinn 6. febrúar 1954 giftist Auður Helga Jens Árnasyni frá Vinaminni í Neskaupstað, alinn upp á Skorrastað, f. 7. desember 1932, d. 11. apríl 2013. Börn Helga og Auðar eru: 1) með henni soninn Helga Hrafn. 4) Anna Guðný, f. 1967, búsett á Akureyri, gift Sigurði Arn- arsyni. Var áður í sambúð með Bent Ove Flensborg og á með honum dæturnar Johönnu og Katrine. Auður og Helgi eiga að auki níu barnabarnabörn. Eftir giftingu Auðar og Helga fluttu þau á Jökuldal og bjuggu fyrst um sinn á Skeggjastöðum ásamt foreldrum Auðar. Þau byggðu nýbýlið Refshöfða út frá þeirri jörð og fluttu þangað árið 1959. Hjá þeim bjó einnig Ingimar, fósturbróðir Auðar. Árið 1980 fluttu þau hjónin til Egilsstaða og þá fór hún að vinna í mötu- neyti Menntaskólans á Egils- stöðum og Hótel Valaskjálf á sumrin. Síðar hóf hún störf á sambýli aldraðra á Egilsstöðum og vann þar til starfsloka. Auður bjó í yfir 30 ár á Ártröð 8 en flutti í íbúð fyrir aldraða að Mið- vangi 22. Útför Auðar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 1. apríl 2017, klukkan 14. Bjarni, f. 1954, bú- settur á Selfossi, kvæntur Önnu Maríu Snorradótt- ur. Bjarni var áður kvæntur Sigrúnu Ágústu Harð- ardóttur og á með henni Hugrúnu Ósk og Kjartan Braga. 2) Gyða Árný, f. 1955, bú- sett á Egilsstöðum, gift Sigfúsi Þór Ingólfssyni og á með honum dæturnar Sigríði Klöru og Auði Helgu. Fyrir átti hún soninn Brynjar Atla með Hjörleifi Guttormssyni. 3) Jón, f. 1962, búsettur á Jökuldal, sam- býliskona hans er Guðrún Schmidt. Hann var áður kvænt- ur Ingunni Stefánsdóttur og á með henni dæturnar Auði og Guðdísi. Seinna í sambúð með Fjólu Björk Ottósdóttur og á Það þarf ekki að koma á óvart að kona á 85. aldursári kveðji þennan heim því þannig er nú gangur lífsins. Söknuðurinn situr hins vegar eftir og þá er gott að eiga góðar minningar að ylja sér við. Það var ómetanlegt að eiga hana Auði að og auðvelt að láta sér þykja vænt um þessa fallegu, hjartahlýju og snaggaralegu konu. Hún var alltaf til staðar á Ártröðinni, boðin og búin að að- stoða „Hvað heldurðu að ég geti ekki setið hjá barninu.“ „Held ég geti nú passað hundinn.“ „Held- urðu að mig muni eitthvað um þetta.“ „Ég hef nógan tíma, ég hvíli mig bara á morgun.“ Þetta eru dæmigerð tilsvör Auðar. Hún var ekki á því að láta í minni pokann fyrir Elli kerlingu og hélt ótrúlegri starfsorku allt þar til síðustu misserin. Hún eldaði, bakaði, þreif og prjónaði svo sokka og vettlinga á barna- og barnabarnabörn. Hún hafði enga þörf fyrir að sækja aðstöðu eða viðburði eldri borgara. Það var fyrir blessað gamla fólkið. En oft hefur hún eflaust gengið nær sér en maður áttaði sig á. Auður hafði létta lund og góð- an húmor og átti oft skemmtileg tilsvör. Hún gerði yfirleitt minna úr því sem hrjáði hana sjálfa en hafði þeim mun meiri áhyggjur af fólkinu sínu og þegar hún stóð frammi fyrir mótbyr í lífinu eða því sem ekki varð breytt sagði hún einfaldlega: „Svona er þetta bara.“ Það var hennar æðruleys- isbæn. Hún var látlaus á allan hátt, í bestu merkingu þess orðs, ekki fyrir skraut og prjál en vildi hafa fínt og hreinlegt í kringum sig. Hún lagði mikið upp úr góð- um og fallega fram bornum mat og ekki síður fallegum sæng- urfötum. Í síðasta símaspjallinu okkar, þegar hún var komin suð- ur til Reykjavíkur og beið eftir að komast í aðgerð, sagði hún að það væsti nú ekki um sig í drif- hvítu damaskinu hjá Siggu syst- ur. Við áttum ótal góðar stundir á Ártröðinni, yfir dýrðarinnar kjötsúpu, ilmandi pönnukökum eða öðrum kræsingum. Ég er afar þakklát fyrir sam- fylgdina með Auði og umhyggj- una og hlýjuna sem hún sýndi mér og mínum. Hvíldu í friði, elsku Auður mín. Fjóla. Í dag er komið að því að fylgja Auði ömmu síðasta spöl- inn. Það er erfið tilhugsun því við þessu bjuggumst við ekki strax. Krafturinn í henni ömmu var alltaf svo mikill og hún alltaf svo spræk að við héldum að árin með henni yrðu aðeins fleiri. Hún Auður amma var einstök kona með stórt og hlýtt hjarta. Hún var svo lítil og nett að við frændsystkin veltum því fyrir okkur þegar afi fékk sér bíl með loftpúðum hvort amma mætti sitja í framsætinu hjá honum. Eftir örlítið grúsk komumst við að því að hún rétt slyppi í hæð til að vera gjaldgeng fram í. Amma gekk alltaf mjög hratt og við áttum yfirleitt erfitt með að halda í við hana. Hún var snör í snúningum og handtökin sem hún viðhafði í eldhúsinu munum við aldrei geta leikið eft- ir. Bakkelsi og góðgæti ýmiss konar var aldrei af skornum skammti og best var að mæta svangur í heimsókn til ömmu, því hún var aldrei hamingjusam- ari en þegar hún gat gefið ein- hverjum vel að borða. Við lærð- um seint að passa okkur að borða ekki of mikið í hverri mál- tíð því iðulega leið í mesta lagi ein klukkustund þar til hún var farin að athuga hvort við værum ekki orðin svöng aftur. Eftir ljúfa og góða máltíð og hugsanlega besta heita kakó í heimi var gott að bregða á leik, því ýmislegt, næstum allt, mátti í ömmuhúsi. Það var minnsta mál að fá lánað lak til að útbúa indíána- tjald niðri í lúpínu og ekki þótti tiltökumál þó að borðstofuborðið breyttist í skip í æsispennandi sjóræningjaleik. Amma sagði okkur margar sögur sem við fengum aldrei nóg af. Hún hafði einstakt lag á að segja spennandi sögur. Sögurnar af Loðinbarða Strútssyni í Dimmadal og Ásu, Signýju og Helgu voru í miklu uppáhaldi hjá okkur og hún þreyttist aldrei á að segja okkur þær. Við elskuðum öll að fara í heimsókn til ömmu og afa, hvort heldur á Ártröð eða á Jökuldal- inn. Þegar ekið var til ömmu á Refshöfða var alltaf mikil spenna í bílnum. Um leið og við komum auga á bæinn sungum við hástöfum: „Ömmubær, Ömmubær!“. Í Ömmubæ var gott að vera. Amma sá ekki sólina fyrir okkur krökkunum sínum og við sáum ekki sólina fyrir henni. Hennar eigum við eftir að sakna alveg gífurlega. Hún var okkur svo dýrmæt, kenndi okkur svo margt og var okkur alltaf svo góð. Faðmlag frá ömmu var þétt og gat lagað allt sem á bjátaði. Elsku amma, þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar, mál- tíðirnar og faðmlögin. Minning- arnar munu lifa með okkur. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Barnabarnaskarinn, Hugrún Ósk og Kjartan Bragi, Brynjar Atli, Sigríður Klara og Auður Helga, Auður, Guðdís og Helgi Hrafn, Katrine og Johanna. Auður Jónsdóttir ✝ Elvíra fæddist íBogotá, höfuð- borg Kólumbíu, 23. janúar 1923. Hún lést 20. mars 2017 í Fuengirola á Spáni. Foreldrar henn- ar voru Guillermo Herrera y Euse og Soledad Salgado Grillo de Herrera fá Bogotá. Elvíra var fjórða í röð sjö systkina, Eugenio, Leonor, Lucía, Cecilia sem öll eru látin. Eftirlifandi systur hennar, Beat- riz og Helena eru enn við góða heilsu. 21. desember 1955 í Madríd á Spáni giftist Elvíra Þóri Ásdal Ólafssyni, f. 6. októ- ber 1931, d. 22. júlí 1990. Börn þeirra eru: 1) Þórir Vilhjálmur, f. 26. febrúar 1957. Börn hans og Sigrúnar Bjarnadóttur eru Bjarni, Anna Elvíra og Vil- hjálmur. Núverandi eiginkona Þóris er Auður Dúadóttir. 2) Sveinn, f. 15. maí 1958. Börn hans og Gerðar Tómasdóttur; a) Tómas Hrafn, í sambúð með Hildi Leifsdóttur og eiga þau dótturina Margrét Maríu, b) Helgi Þórir í sambandi með Dag- nýju Valgeirsdóttur, c) Edda María, í sambúð með Andra Geirssyni og eiga þau soninn Úlf. 3) Kristján, f. 10. september 1959, giftur Svölu Chomchuen, saman eiga þau soninn Alexand- er. 4) Ólafur Þorkell, f. 15. ágúst 1961, sem á soninn Rúnar Björn Herrera með Sigurlaugu Guð- mundsdóttur og Sunnu Elvíru með Unni Birgisdóttur, Sunna á dótturina Sólbjörtu Elvíru með manni sínum Sigurði Krist- insyni. Elvíra tók stúdentspróf frá Nuevo Gimnasio í Bogotá ár- ið 1941. Hún hóf sama ár nám við Javeriana-háskólann í Bo- gotá í listum. Árið 1950 fór Elv- íra til Minneapolis og var um tveggja ára skeið við nám við University of Minnesota. Flutti síðar til baka til Bo- gotá þar sem hún fékk starf við tækniteiknun á skrifstofum Shell- olíufélagsins, þar sem hún var til 1954. Í september það ár hóf hún nám við Háskólann í Madríd í listasögu, jafnframt því að læra keramík, teikningu og málaralist við aðra minni skóla. Elvíra var framan af húsmóðir en fikraði sig smám saman út á vinnumarkaðinn. Hún tók þátt í hönnun Miklatúns, eða Klambratúns sem það hét og heitir nú aftur. Hún vann hjá Glit og Vita- og hafnamálastofnun við að teikna. Svo fékk hún starf við að kenna móðurmál sitt, spænsku, fyrst í Námsflokkum Reykjavíkur, um tíma við Menntaskólann í Reykjavík, og Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hún kenndi um áratuga- skeið. Hún var jafnframt einn af brautryðjendum í spænskunámi hér á landi m.a. útgáfu orða- bókar. Eftir að Þórir lést árið 1990 hætti Elvíra kennslu og fluttist til Spánar, þar sem hún eyddi ævikvöldinu í bænum Fu- engirola á Costa del Sol. Þar sinnti hún listsköpun og að skrifa æviminningar, m.a. henn- ar sjálfrar. Hún tók líka þátt í samfélagslegum verkefnum, t.d. að hjálpa til við að setja upp list- sýningar þar sem allur ágóði rann til góðgerðarmála. Einnig prjónaði hún ýmislegt til að gefa sjúkrahúsum á svæðinu. Hún veiktist af bráðri hjartabilun um síðustu jól og lést af þeim sökum á dvalarheimili í nágrannabæn- um Benalmadena. Minningarathöfnin fer fram í Kristskirkju, Landakoti, í dag, 1. apríl 2017, klukkan 12. Það ríkti eftirvænting í stór- fjölskyldunni á Njálsgötu 15 í byrjun árs 1956, þegar von var á Þóri frænda með kólumbíska brúði sína, Elvíru Herrera til Ís- lands. Þau höfðu kynnst á náms- árum sínum í Madrid á Spáni þar sem þau giftu sig í desember 1955. Með elskulegu viðmóti sínu sigraði hún hug og hjörtu okkar allra þegar í stað. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði fyrir Elvíru að koma til Íslands um miðjan vetur þar sem hún hafði alist upp í gjörólíku loftslagi og við aðrar menningar- aðstæður. Hún gerði sér strax far um að kynnast siðum og venjum hér heima og náði fljót- lega góðum tökum á íslenskunni. Hún var félagslynd og átti auð- velt með að eignast vini. Við sem vorum á barnsaldri náðum góð- um tengslum við hana og var hún okkur fyrirmynd á margan hátt. Vorum við stoltar að ganga með henni um götur borgarinnar, þar sem hún vakti athygli fyrir glað- lega framkomu sína og reisn. Elvíra var mjög listræn og hafði næmt auga fyrir fegurðinni í íslenskri náttúru. Meðal annars var hún góður teiknari, málaði á postulín og dúka. Allt hennar handverk sem prýðir nú heimili okkar í fjölskyldunni ber vott um listfengi hennar. Elvíra og Þórir eignuðust elsta drenginn sinn, Þóri Vil- hjálm, í febrúar 1957. Síðar sama ár fluttu þau til Bogotá í Kól- umbíu, þar sem fjölskylda Elvíru bjó. Þar dvöldust þau til ársins 1963, en þá flutti fjölskyldan aft- ur til Íslands. Þrír synir höfðu þá bæst í hópinn, Sveinn, Kristján og Ólafur Þorkell. Þegar drengirnir uxu úr grasi fór Elvíra að vinna utan heimilis. Var hún meðal frumkvöðla í spænskukennslu í framhalds- skólum. Hún gaf út spænsk-ís- lenska vasaorðabók í samvinnu við Elísabet Hangartner og kenndi spænsku í Námsflokkum Reykjavíkur, MR og MH. Eftir að Þórir andaðist, árið 1990, ákvað Elvíra að setjast að á Spáni þar sem hún bjó til ævi- loka. Þar gafst henni tími og tækifæri til að vinna að listsköp- un sinni og sinna fjölmörgum öðrum hugðarefnum. Hún kom mjög oft til Íslands að heim- sækja fjölskyldu sína, vini og okkur ættingja Þóris. Áttum við ætíð góðar og glaðværar stundir saman. Við sendum sonunum, Þóri Villa, Svenna, Kristjáni og Kela og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ásta Anna Vigbergsdóttir, Helga Gunnarsdóttir. Elvíra Herrera Ólafsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr . Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.