Morgunblaðið - 01.04.2017, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017
Í návist minn-
inga um merkan
vin rifjast upp
margar sögur og
viðburðir. Það er
svo margt. Margt að þakka,
margs að minnast og svo margs
að sakna.
Við Kiddi þekktumst frekar
lítið í barnæsku þó svo að við
byggjum á svipuðum slóðum.
Þegar við skriðum yfir barna-
skólaárin og yfirgáfum hreiðrið
í Vestmannaeyjum þróaðist
fljótlega með okkur mikil vin-
átta. Þegar Kiddi var við nám í
Menntaskólanum á Akureyri
kom hann alltaf heim til Eyja á
sumrin og var þá mikið brallað,
þá komnir yfir unglingsárin og
lífið áhyggjulaust.
Kiddi var traustur og góður
vinur og var alltaf gott að leita
til hans. Hann var þeim kosti
gæddur að hann hlustaði ávallt
af athygli og virtist eiga enda-
lausan tíma til þess að ræða
hlutina. Hann bar virðingu fyrir
skoðunum annarra þó svo hann
var ekki á sama máli og er það
ein af mörgum ástæðum þess að
hann átti marga kunningja og
vini. Það var gott að umgangast
hann og nærvera hans var
þægileg og hlý.
Það má með sanni segja að
Kiddi var mjög hæfileikaríkur
drengur. Hann var góður í
íþróttum hvort sem það var
handbolti eða skák. Hann var
flinkur í eldhúsinu og kunni svo
sannarlega einnig að njóta af-
rakstursins. Hann var nánast
ósigrandi í spilum og svo er mér
það ógleymanlegt þegar hann
fékk sinn fyrsta bíl, haugryðg-
aðan Suzuki-jeppling, gegnum
bifreiðaskoðun eftir að hafa lag-
að hann með trefjaplasti og
strigalímbandi. Allt fór vel í
höndunum á honum.
Kiddi hafði næma kímnigáfu
og var nokkuð glettinn þegar sá
gállinn var á honum. Hann hafði
gaman af að rifja upp skemmti-
leg augnablik og skjóta á okkur
vinina þegar við gerðum ein-
hver smávægileg mistök. Sagan
var oft eilítið krydduð og hann
var ósjaldan farinn að flissa og
hlæja löngu áður en sögunni
lauk.
Þegar hugurinn leitar til
baka eru margar dýmætar
minningar frá háskólaárunum
sem koma upp í hugann. Þegar
Kiddi og Margrét bjuggu í
sama stigagangi á stúdenta-
görðum og ég og Kittý. Þetta
tímabil var stuttu áður en við
eignuðumst eigin fjölskyldur og
var því nægur tími til samveru
áður en alvaran tók við. Hér
voru þau haldin ófá heimaboðin
með góðum mat og drykk og
spilað Trivial Pursuit fram á
nótt. Það gekk það langt að
þegar leiðir skildi frá Eggerts-
götunni var nóg að lesa svarið
og allir kunnu spurninguna.
Þetta voru ógleymanleg ár sem
styrktu enn frekar vináttubönd-
in.
Það er ekki hægt að minnast
Kidda án þess að nefna Þjóðhá-
tíð. Hér var kappinn í essinu
sínu og á sínum heimavelli.
Sumrin gengu út á það að
leggja plön og undirbúa hátíð-
ina, safna í brennu og setja
saman söngbækur. Þar sem
fjarlægðin á milli okkar hin síð-
ari ár varð til þess að sam-
bandið var lítið var hátíðin nýtt
til hins ýtrasta til að rækta vin-
áttuna. Hér var hin gullna regla
að vera mættir fyrstir í dalinn
og koma síðastir heim, dýrmæt-
ur tími átti ekki að fara til spill-
is þar sem ár eða tvö voru í
Kristinn Ólafsson
✝ Kristinn Ólafs-son fæddist 10.
febrúar 1978. Hann
lést 22. mars 2017.
Útför Kristins
var gerð 31. mars
2017.
næstu hátíð.
Hversu langt er í
þá næstu veit eng-
inn en eflaust skell-
um við upp hvítu
tjaldi þegar við
hittumst næst. Ég
tek með gítar og
Kiddi söngbækurn-
ar.
Megi minning
um góðan dreng
lifa um ókomna
framtíð.
Jóhann Örn Friðsteinsson.
Nú þarf ég að vanda orðin,
velta fyrir mér og hugleiða. Þar
sem ég sit í stofunni og rita
minningarorð um æskuvin og
lífsförunaut átta ég mig á því að
orð geta verið svo fánýt og
þessi eru rituð allt of snemma.
Þeir sem lífið oft og tíðum með
tilviljanakenndri atburðarás vel-
ur þér sem vini á unga aldri eru
jú lífsförunautar og aldrei
hvarflar nokkuð annað að þér
en að þeir muni fylgja þér fram
á efri ár. Því er það þyngra en
tárum taki að þurfa að kveðja
mun fyrr en ætlað var.
Ég hef alltaf haldið því fram
að ég sé mjög lélegur í dauð-
anum. Kann ekkert á hann. Nú
horfi ég á börnin mín og eig-
inkonu og faðma þau að mér æ
þéttar og lengur. Óraunverulegt
er til þess að hugsa að hver
stund geti verið sú síðasta, hver
snerting sú síðasta, hvert orð
það síðasta. Dauðinn svo end-
anlegur, dauði þinn áminning
fyrir okkur hin sem eftir stönd-
um.
Við fylgdumst svo náið að í
gegnum æskuárin, kenndum
hvor öðrum svo ótalmargt um
lífið og tilveruna. Ég er meira
að segja nokkuð viss um að við
höfum leyst lífsgátuna oftar en
einu sinni í gegnum tíðina. Við
vorum sín hvor hliðin á pening-
num, nánast sú sama oft og tíð-
um. Svo líkir og deildum sýn á
lífið. Við hlógum að bröndurun-
um, skildum misljósar og lang-
sóttar tilvísanir hvor annars.
Ekkert er betra en að vera í ná-
vist góðs vinar sem þekkir þig
og engar grímur þarf að setja
upp. Þannig vorum við og gát-
um verið svo óþægilega sam-
mála um allt milli himins og
jarðar.
Þú áttir ekki að kveðja strax.
Við áttum eftir að gera svo
margt, spila svo marga golf-
hringi, fara á ótalmargar
Þjóðhátíðir og leysa lífsgátuna í
síðasta sinn. Í sjálfhverfu minni
átta ég mig á því að svarið er
ekki svo flókið. Hámark ham-
ingjunnar er það sem við leitum
að, hvernig svo sem því er náð.
Í seinni tíð er það fjölskyldan
sem fyrst og fremst veitir hana,
áður vinirnir og þar vorum það
við. Mikið á ég eftir að sakna
þín.
Í Vestmannaeyjum fylgdumst
við að hvert fótmál, sumrunum
sem við eyddum saman tveir á
pramma í höfninni gleymi ég
seint. Við töldum okkur vera
bestu hafnarstarfsmenn sem lit-
ið höfðu dagsins ljós og horfð-
um stoltir á heiðgula bryggju-
polla og vel málaða stigana
þegar sumri hallaði. Æsku- og
unglingsárin með öllum sínum
flækjum og skemmtunum, sann-
anlega einhverjir af bestu og
björtustu dögum lífsins.
Við gengum hvor í sinn
menntaskólann, þú í MA ég í
MR, hvor um sig taldi sína
menntastofnun þá bestu, en
aldrei slitnaði strengurinn á
milli okkar. Í MA kynntist þú
Margréti sem í seinni tíð hefur
verið órjúfanlegur partur af þér
og þínu lífi, varla hægt að minn-
ast á annað nema að nefna hitt.
Háskólaárin einkenndust af
nánu sambýli okkar á Stúdenta-
görðunum, þar sem við hittumst
nær daglega, vorum samstíga í
barneignum, urðum fullorðnir.
Takk Kiddi. Takk fyrir ein-
læga vináttuna. Takk fyrir
skemmtunina. Takk fyrir ruglið
og vitleysuna. Takk fyrir að
vera hafsjór af jafnt mikilsverð-
um sem einskisnýtum fróðleik
um allt milli himins og jarðar.
Takk fyrir allt.
Þinn vinur,
Egill Þorvarðarson.
Það er með þungum harmi
sem við menntaskólavinirnir
kveðjum í dag Kidda skólabróð-
ur okkar, sem lést langt um ald-
ur fram 22. mars síðastliðinn,
aðeins 39 ára að aldri.
Haustið 1994 komum við á
heimavist Menntaskólans á Ak-
ureyri, víðs vegar af landinu, og
fengum búsetu á busaganginum
svokallaða. Kiddi kom frá Vest-
mannaeyjum og hafði nokkuð
dularfullt og töffaralegt yfir-
bragð, fíngerður með sítt dökkt
hár skipt í miðju og geislandi
blá augu. Stelpurnar kölluðu
hann Jordan Catalano eftir
sögupersónu í vinsælum amer-
ískum unglingaþætti. Kiddi var
sniðugur því hann keypti sér
eins jakka til að líkjast meira
tvífara sínum og dró það síst úr
vinsældum hans. Fljótt varð
hins vegar ljóst að ein stúlka
átti augu Kidda, hún hafði ljósa
lokka og bjó í herberginu beint
á móti hans. Kiddi og Margrét
voru sköpuð hvort fyrir annað;
það gat aldrei öðruvísi farið.
Við Kiddi urðum herbergis-
félagar einn vetur á vistinni og
leigðum síðar saman kjallara-
íbúð. Kiddi kenndi mér að
syngja „Víst er fagur Vest-
mannaeyjabær“ af sömu innlif-
un og Eyjamaður og var það
stundum sungið þegar við
skunduðum í Sjallann. Við bröll-
uðum margt og oft lærðum við á
mörkin með því að fara hressi-
lega yfir þau. Við Kiddi urðum
perluvinir og eignuðumst trún-
að og traust hvor annars. Gáski,
góðlátleg stríðni og húmor var
þó jafnan í forgrunni.
Á björtum og fögrum þjóðhá-
tíðardegi 1999 settum við upp
hvítu kollana og héldum hvor
sinn veg til móts við lofandi
framtíð. Við Kiddi grínuðumst
með hvað við hlökkuðum til að
mæta á MA-endurfundi eftir
fjöldamörg ár sem virðulegir
gamlir menn með krumpaða
svarta stúdentskolla á höfði og
rifja upp prakkarastrikin sem
engum þá gæti dottið í hug að
við tveir hefðum framkvæmt.
Fyrir skömmu var ég við
störf á fyrrverandi vinnustað
þegar Kiddi birtist þar mér til
óvæntrar ánægju en hann hafði
verið á einhverjum samráðs-
fundi. Ég var snöggur til að
græja kaffi og kalla hann inn á
skrifstofuna mína enda höfðum
við ekki hist um hríð. Ég bókaði
á mig langan fund og svo töl-
uðum við saman um heima og
geima, eins og við gerðum þeg-
ar við deildum herbergi á
heimavistinni forðum. Ég fór að
segja Kidda ýmislegt um það
sem ég var að hugsa þá stund-
ina og áður en ég vissi af botn-
aði hann setningarnar mínar.
Þrátt fyrir að lífsins straumur
hefði borið okkur þvers og
kruss stóð vinskapurinn óhagg-
aður, ekki þurfti að segja allt
með orðum eða löngum útskýr-
ingum til að meiningin skildist,
svo vel þekkti hann mig og ég
hann. Við vorum glaðir og léttir
eftir spjallið okkar og þegar við
kvöddumst bað ég konuna í
móttökunni að taka mynd af
okkur á símann minn. Þetta
reyndist síðasta myndin sem
var tekin af okkur vinunum
saman, í síðasta skiptið sem við
stóðum hlið við hlið í þessu lífi.
Margréti, dætrunum og ást-
vinum öllum votta ég samúð
mína. Þessi söknuður ristir
djúpt og mun vara lengi. Minn-
ingarnar um góðan dreng og
gleðina sem hann gaf okkur eru
samt sársaukanum yfirsterkari
og munu ætíð lyfta anda okkar
til ljóssins þegar við söknum
hans hvað mest.
Guðfinnur Sigurvinsson.
Ég stend eftir orðlaus. Velti
fyrir mér hver tilgangurinn sé
og af hverju lífið er svona
grimmt. Stend með milljón
spurningar en engin svör. Af
hverju er búið að taka vin minn
frá mér, taka vin, föður, eig-
inmann, son, bróður, vinnu-
félaga frá okkur? Það á enginn
að vera að skrifa minningar-
grein um 39 ára vin sinn. Vin-
átta okkar hófst á Höfðaveg-
inum og varð strax sterk og
betri bekkjarbróður hefði ég
ekki getað fengið. Allir dagarnir
sem við eyddum saman í
playmó, fótbolta, handbolta eða
hverju sem okkur datt í hug
streyma um huga mér þessa
dagana og ég hugsa stanslaust
til alls sem við höfum gert og
áttum eftir að gera saman. Þér
leiddist aldrei að rifja upp öll
þau tilfelli sem ég fékk blóðnas-
ir bara við það eitt að standa á
tröppunum og spyrja eftir þér.
Það var nefnilega eitthvað
klikkað við það að ef við lékum
okkur í playmó þá fékk ég blóð-
nasir. Við höfum oft ætlað að
rannsaka það eitthvað betur.
Ég hugsa til þess að þú varst
svo efnilegur íþróttamaður og
það var sama hvaða íþrótt það
var, þú varst alltaf ögn betri en
við hin. Setningin „Kiddi sýndu
okkur“ frá leikfimikennaranum
sýnir það og sannar. Það skipti
ekki máli hvað langt var á milli
hittinga, alltaf gátum við talað
saman endalaust og ég hef síð-
ustu árin passað mig að hringja
í þig á afmælisdaginn og óska
þér til hamingju sérstaklega.
Símtöl okkar áttu það til að
verða svolítið löng og við gátum
spjallað um ekkert í langan
tíma. Það er vinátta. Þannig var
einmitt símtalið þegar ég ræddi
við þig um tónleika Guns ŃRo-
ses í París nú í sumar sem
stefnan væri sett á. Undanfarin
ár hafa hittingar okkar vina-
hóps verið allt of fáir og það
kennir manni að maður á að
vera duglegri að fjölga stund-
unum til þess að hittast. En
þessa hittinga sem við þó höfum
átt tók ég eftir því að þú varst
svo innilega ánægður með að
við værum að hittast, faðmlögin
urðu lengri og lengri með ár-
unum og síðasta faðmlag okkar
nú í janúar er eitt það dýrmæt-
asta sem ég á. Það er klippt
snögglega á framtíðarplönin og
af þeim verður ekki. Á tónleik-
um, golfhringjum, matarboðum
og öðrum viðburðum verður
alltaf einn tómur stóll, stóllinn
hans Kidda. En þegar ég sit hér
og engist um í eigin hugsunum
get ég ekki annað en hugsað til
elsku Margrétar, Siggu og Ingu
sem nú munu þurfa á öllum
þeim styrk að halda sem hægt
er að fá. Til þeirra, Óla og Ingu
foreldra Kidda og systkina sem
og ættmenna, segi ég umvefjið
hvert annað og styrkið á þess-
um erfiðu tímum. Vertu sæll,
elsku Kiddi minn, og geymdu
stól við hliðina á þínum handa
mér.
Stefán Þór Steindórsson.
Það er nánast ómögulegt að
minnast Kristins Ólafssonar,
Kidda Ólafs, án þess að minnast
fyrst mikils húmorista sem
ávallt sá spaugilegar hliðar í
dagsins önn. Kiddi var réttsýnn,
grandvar og fylginn sér og
gerði Matís svo sannarlega að
lifandi vinnustað, þar sem eng-
inn dagur var öðrum líkur.
Kiddi var jafnframt frábær
vísindamaður. Hann vann sem
sérfræðingur hjá Matís frá
stofnun félagsins árið 2007 og
var á síðustu metrum doktors-
náms síns í stofnerfðafræði og
farleiðum íslenska laxins. Kiddi
kom að fjölmörgum vísinda-
Hugheilar þakkir fyrir samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar eiginmanns míns,
JÓHANNS SIGVALDASONAR
kennara,
Undirhlíð 3, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Furuhlíðar.
Verið öll umvafin kærleika Guðs.
Guðný Matthíasdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
GÍSLI H. BRYNJÓLFSSON
málarameistari og harmónikuleikari,
lést 23. mars að dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri. Útför hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Innilegar þakkir til allra sem hafa minnst hans á einn eða annan
hátt. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Víðihlíðar og félagsstarfsins
í Hlíð fyrir einstaka umhyggju og vináttu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrefna Brynja Gísladóttir
Rannveig Gísladóttir
Jón Hreinn Gíslason
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BJARKAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Mánatúni 6.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Guðmundur Þórhallsson
Guðjón Guðmundsson Elísabet Sigurðardóttir
Rannveig S. Guðmundsdóttir Þorgrímur Guðmundsson
Þórhallur Guðmundsson
Magnea Guðmundsdóttir Kjartan Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vinarhug og kveðjur vegna andláts og
útfarar okkar ástkæru móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR LUNDBERG,
Neskaupstað,
sem lést 14. mars.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunardeildar sjúkrahússins í
Neskaupstað fyrir góða umönnun.
Sigurður R. Ragnarsson Ragnheiður Hall
Sigurborg Ragnarsdóttir
Kristrún Ragnarsdóttir Snorri Styrkársson
ömmubörn og langömmubörn
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Lára Árnadóttir,
skrifstofustjóri