Morgunblaðið - 07.04.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 07.04.2017, Síða 1
„Stjórnmálahreyfingar og fjármálastofnanir hafa verið duglegar að hirða til sín þekktari nöfn goðafræðinnar,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, og biðlar því til fólks að senda hugmyndir að nafni á nýju hofi félagsins sem nú rís við rætur Öskjuhlíðarinnar. „Ég vona að almenningur taki við sér og hjálpi okkur að finna hofinu nafn en við höfum tæpt ár til stefnu.“ Hof Ásatrúarfélagsins að rísa en vantar nafn Morgunblaðið/Golli F Ö S T U D A G U R 7. A P R Í L 2 0 1 7 Stofnað 1913  83. tölublað  105. árgangur  TRJÁPLÖNTUR GÆÐAPRÓFAÐAR Á AKUREYRI VEISLUMATUR, SKREYTINGAR O.FL. ÆTTFRÆÐI- GRÚSK OG FJÖL- SKYLDUSÖGUR SÉRBLAÐ UM PÁSKA ENDURMENNTUN 12-13SKÓGRÆKT 14  „Mér finnst bréf Rauða krossins van- hugsað og bera vott um uppeld- isleysi, að skrifa fólki bréf og spyrja; má ég eiga pakkann þinn?“ segir kona sem verður sextíu ára á árinu. Hún fékk nýverið bréf frá Rauða krossinum þar sem vakin er athygli á leið sem hún getur valið til að láta afmælisgjafir í tilefni stórafmælisins renna til samtak- anna. Hún segir þetta vera frekju en Rauði krossinn segist aðeins vera að benda á möguleika. »4 Fjáröflun „vottur um uppeldisleysi“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Framkvæmdir hefjast í haust og við finnum að eftirspurn eftir húsnæði er mikil,“ segir Björn Traustason, fram- kvæmdastjóri Íbúðafélagsins Bjargs. Tilkynnt var í gær um stofnframlag til félagsins frá Íbúðalánasjóði vegna byggingar 1.150 leiguíbúða í Reykja- vík og Hafnarfirði á næstu árum. Byggingamagnið er um 80 þúsund fermetrar og kostnaður verður rúm- lega 30 milljarðar króna. Af því verða um 30% stofnframlag frá eigendum Bjargs, sem eru ASÍ og BSRB, en 70% eru 50 ára lán frá Íbúðalánasjóði og fleirum. Leiguíbúðir Bjargs í Reykjavík verða 1.000 og reistar á svonefndum þéttingarreitum. „Við byrjum í Spöng, í Úlfarsárdal og á Kirkjusandi. Nágrenni Öskjuhlíðar og fleiri svæði koma síðar. Fyrstu íbúðirnar ættu að verða tilbúnar seint á næsta ári,“ segir Björn sem gagn- rýnir ströng og flókin skilyrði í deilu- skipulagi sem tefji öll mál. Íbúðirnar verða leigðar beint til íbúa eða þá félagasamtaka til fram- leigu. Reynt er að fara nýjar leiðir í hönnun með félagsleg sjónarmið að leiðarljósi. Þá hefur verið unnið með Félagsbústöðum í Reykjavík sem fá um 20% íbúðanna til ráðstöfunar. Opnað verður fyrir umsóknir um næstu áramót. Á vegum Bjargs verða 150 íbúðir reistar í Skarðshlíðarhverfi í Hafnar- firði. Uppbygging í fleiri sveitarfélög- um er í skoðun. Byggja 1.150 íbúðir  Bjarg stefnir á stórframkvæmdir  Þúsund íbúðir í Reykjavík  Spöng, Úlf- arsárdalur og Kirkjusandur  30 milljarðar kr.  Deiliskipulagið er gagnrýnt „Miklum útlánavexti fylgir alltaf áhætta og mikilvægt er að fylgst sé vel með henni,“ segir Már Guð- mundsson seðlabankastjóri, en út- lán til ferðaþjónustunnar jukust um 27% á síðasta ári að því er fram kemur í riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kynnt var í gær. Alls nema útlán til ferðaþjónstu nú rúmlega 14% af heildarútlánum viðskiptabankanna til fyrirtækja. Er greinin orðin þriðji stærsti at- vinnuvegaflokkurinn í útlánasafni bankanna, á eftir fasteignafélögum og sjávarútvegi. Segir í ritinu að þótt útlán ferðaþjónustu vegi enn ekki mjög þungt í bókum við- skiptabankanna gæti útlánaáhætta þeim tengd verið hlutfallslega nokkuð mikil. Í skýrslu sem Ís- landsbanki hefur unnið segir að bankinn sé vakandi fyrir áhættu sem fylgi vexti í lánveitingum til ferðaþjónustu og vandi val útlána. » 18 Hraður vöxtur útlána  Útlán til ferðaþjón- ustu jukust um 27% Í allri gleðinni sem fermingardeginum fylgdi tók Sóley Guðmundsdóttir, sem nú leggur stund á viðskiptafræði við Háskóla Íslands, ekki eftir því að eitt peningaumslagið sem henni var ætlað var horfið. Umslagið var frá föðursystur hennar og hafði það dottið á bak við ofn í sal veitingahússins Lækjarbrekku fyrir níu árum, eða 10. maí 2008. Bjarni Ingvar Árnason, veitingamaður á Lækjarbrekku, lýsti eftir eiganda umslags- ins í forsíðufrétt Morgunblaðsins í gær, sem náði til fermingarbarnsins. „Foreldrar mínir kölluðu á mig í [gær]morgun. Við vissum þá ekki hvort þetta var endilega ég, en þetta stemmdi allt,“ segir Sóley og á þá við að hún fermdist á þessu ári, hélt veisluna í umrædd- um sal og föðursystir hennar heitir Berg- lind, en umslagið var undirritað af einhverri Berglindi. Hún segir ekkert fermingarsystk- ina sinna hafa kveikt á því að þetta hefði verið hún, en einhverjir vinir hennar og kunningjar sem vissu að hún hefði fermst ár- ið 2008 forvitnuðust um hvort hún væri týnda fermingarbarnið, sem hún kvaðst þá vera. Í umslaginu voru átta þúsund krónur sem Sóley segir rausnarlegt miðað við að árið hafi verið 2008. Hún fer fljótlega ásamt frænku sinni og borðar í boði Bjarna á Lækj- arbekku. Fermingarbarnið Sóley komið í leitirnar Morgunblaðið/Golli Fundur Sóley Guðmundsdóttir og Bjarni Ingvar Árnason, veitingamaður á Lækjarbrekku. Þar fannst við framkvæmdir peningaumslag merkt „Sóleyju fermingarbarni“ frá 2008.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.