Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 34

Morgunblaðið - 07.04.2017, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Þóra Halldórsdóttir, eftirlitsmaður hjá Samgöngustofu ogqigong-leiðbeinandi, á 50 ára afmæli í dag, „Ég starfa við eftir-lit með flugumferðarþjónustu, sem veitt er samkvæmt íslensk- um lögum, reglugerðum og í samræmi við annars vegar ákvæði Al- þjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) og Evrópureglugerðir sem koma m.a. frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Samgöngustofa er ábyrg fyrir því að tryggja viðeigandi eftirlit, einkum að því er varðar öruggan og skilvirkan rekstur veitenda flug- leiðsöguþjónustu innan þess loftrýmis sem er á ábyrgð íslenska ríkis- ins.“ Þóra er sjálf fyrrverandi flugumferðarstjóri og er með meistara- gráðu í tölvunarfræði. Þóra er enn fremur með kennsluréttindi í qigong frá Yang‘s Martial Arts Association og hefur leiðbeint í qigong til margra ára. „Í qigong erum við að vinna með líkamann, öndun og huga. Með æf- ingum og hugleiðslu er unnið að því að koma jafnvægi á orkuflæðið í líkamanum. Ég hef til margra ára verið með qigong-tíma yfir vetrartímann nokkrum sinnum í viku, verið með námskeið og fyrirlestra og svo hef ég fengið erlenda meistara hingað til lands. Núna í júní verð ég með útitíma í Laugardalnum, þar sem allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.“ Áhugamál Þóru eru margvísleg og snúa flest að heilsu og heil- brigði. Auk qigong stundar hún meðal annars sund, göngur og golf. Þessa dagana fer frítíminn aðallega í að sinna ömmuhlutverkinu. „Ég ætla að byrja afmælisdaginn á að taka langan og góðan göngu- túr, kannski um sexleytið, geri svo qigong-æfingarnar mínar og ef veðrið verður gott geri ég þær úti. Svo held ég til vinnu og býð vinnu- félögunum upp á eitthvert góðgæti og í dagslok ætla ég að njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum.“ Sonur Þóru er Ari Elísson, hann er giftur og á tvö börn. Afmælisbarnið Þóra í qigong-búningi, en hún stundar æfingarnar mikið úti við og verður með ókeypis æfingar í Laugardalnum í júní. Orkan í öndvegi Þóra Halldórsdóttir er fimmtug í dag G uðmundur Árnason fæddist á Óðinsgötu 14A hinn 7.4. 1932 en þegar hann var tveggja ára flutti fjölskyldan í nýja íbúð í verkamannabústöðunum við Hringbraut. Þar átti hann heima þar til hann hóf búskap með eigin- konu sinni en þau voru skólasystkini og samstúdentar úr MR. Guðmundur var í sveit á Kambi í Holtum, á fæðingarstað föður síns, þegar hann var 9 og 10 ára, á Þóris- stöðum í Svínadal í Borgarfirði, 11 og 12 ára og var 13 ára við störf í herstöðinni í Hvalfirði. Næstu sex sumur vann hann við Kirkjugarða Reykjavíkur en á námsárunum við HÍ starfaði hann lengst af hjá Land- mælingum Íslands á sumrin, með dönskum mælingamönnum: „Við ók- um um landið, gengum á fjöll, fund- um mælingapunkta og merktum þá með vörðum eða sérútbúnu tréverki. Við mældum t.d. Eyjafjallajökul, Lómagnúp, Snækoll og Snæfell.“ Guðmundur var í Miðbæjarbarna- skólanum, Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar, lauk stúdentsprófi frá MR 1952 og prófi í tannlækningum frá HÍ í maí 1958. Að námi loknu hóf Guðmundur störf hjá Halli L. Hallssyni tann- lækni í Austurstræti 14 í Reykjavík, og vann þar til 1959. Þá keypti hann, ásamt félaga sínum, Þorgrími Jóns- syni, tannlæknastofu Pálma Möller í Þingholtsstræti 11 en Guðmundur átti síðan stofuna einn frá 1964. Stof- an er þar enn og er með þeim elstu ef ekki sú elsta á landinu. Þar starf- aði Guðmundur samfellt í tæp 55 ár. Guðmundur sat í styrktarsjóðs- nefnd TFÍ 1964-78, í aganefnd KKÍ 1972-82, var gjaldkeri í stjórn TFÍ 1972-74 og 1980-82, sat í stjórn Den- tex 1972, í stjórn Dentalíu hf. um skeið frá 1974, var endurskoðandi TFÍ 1974-83 og 1985-91, í taxtanefnd 1974-91 og í skemmtinefnd 1975-76. „Sveitadvölin og landmælingarnar vöktu áhuga minn á ferðalögum um landið og ég naut þess að ferðast um óbyggðir landsins á góðum jeppa. Síðar komust ferðalög til útlanda einnig á dagskrá og voru Danmörk, Írland og Spánn þá vinsælust.“ Guðmundur æfði knattspyrnu með KR frá átta ára aldri: „Við æfð- um á Skálholtstúni þar sem Mela- búðin er nú og áður var Camp Knox. Ég lék knattspyrnu með KR alla yngri flokka og einnig handknattleik en þar lék ég með meistaraflokki í 10 ár. Ég heillaðist svo af körfuknatt- leik þegar ég var 18 ára en honum kynntist ég í MR 1950. Nokkrir nemendur skólans vildu halda áfram að æfa saman og við níu félagar stofnuðum Körfuknattleiksfélagið Gosa, en nafninu varð síðar breytt í KFR, Körfuknattleiksfélag Reykja- Guðmundur Árnason tannlæknir – 85 ára Stórfjölskyldan saman komin Guðmundur og Elín eru hér með börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Myndin var tekin í síðasta mánuði, þann 17. mars síðastliðinn, í tilefni af 85 ára afmæli Elínar. Hefur stundað sund og golf af kappi í áratugi Mosfellsbær Daníel Brynjar Elefsen fædd- ist 13. apríl 2016 kl. 17.48. Hann vó 4.300 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Katrín Eva Björgvins- dóttir og Brynjar Elefsen Óskarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Guðrún Antonsdóttir lögg. fasteignasali Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu. Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð. Núna er tækifærið ef þú vilt selja. Hringdu núna í 697 3629 og fáðu aðstoð við að selja þína eign, hratt og vel. Ertu í söluhugleiðingum? Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.