Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 4

Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Torfason, stjórnarformaður og stofnandi Íslandshótela, segir að félagið muni þurfa að endurskoða áform um uppbyggingu hótela ef virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verður hækkaður. Hækkunin geti jafnvel gert út af við rekstur smærri fyrirtækja í greininni. „Áform okkar eru í uppnámi vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Það er mikil óvissa í greininni, sér- staklega úti á landi. Fyrirtækin hafa þurft að takast á við hækkuð laun og styrkingu krónunnar og eiga nú yfir höfði sér yfir 10 prósentustiga hækk- un virðisaukaskatts. Það er viðbúið að þetta muni hafa áhrif til samdrátt- ar á afkomu hótela. Reksturinn getur ekki tekið á sig slíka hækkun. Margir rekstraraðilar munu ekki þola þetta. Það á svo eftir að koma í ljós hvort þeir draga saman seglin, hætta rekstri, eða setja hækkunina út í verðlagið og verða með því ósam- keppnishæfir. Það er ekki sjálfgefið að ferðamönnum fjölgi stöðugt. Ef verðlagið hækkar meira fáum við við- brögð.“ Rætt hefur verið um að hækka virðiskaukaskatt í ferðaþjónustu úr 11% í 24%. Íslandshótel eru stærsta hótel- keðja landsins. Undir hana heyra 17 hótel víðsvegar um landið, Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og 15 hótel undir merkjum Fosshótela. Félagið hefur undirbúið byggingu nokkurra hótela til viðbót- ar. Ræðir þar um tugi þúsunda fer- metra og fjárfestingu sem hleypur á milljörðum króna. Ólafur segir einboðið að nokkur þessara verkefna verði sett á ís ef virðisaukaskatturinn verður hækkað- ur. Hann nefnir þar stækkun Grand hótels og samhliða uppbyggingu á Blómavalsreitnum í Reykjavík, bygg- ingu nýs hótels í Lækjargötu í Reykjavík og byggingu hótels á lóð gamla Sjallans á Akur- eyri. Þá verði fyrirhuguð stækkun Fosshótels á Bar- ónsstíg í Reykjavík sett á ís ef hækkunin taki gildi. Raskar áætlunum „Við munum setja þetta allt í biðstöðu. Það mun kosta okk- ur fé, enda erum við með bundna fjármuni í þessum verkefnum. Höf- um keypt lóðir og lagt út í aðra fjár- festingu. Þá var ætlunin að stækka Fosshótel Stykkishólm og Fosshótel Hellnar. Það hefur verið til skoðunar að fjölga herbergjum í Stykkishólmi úr 70 í 200 og úr 39 í 80 á Hellnum. Menn missa áhugann ef þetta er yfir- vofandi. Ef það verður hægt á uppbyggingu hótela mun það setja enn meiri þrýst- ing á íbúðamarkaðinn,“ segir Ólafur og vísar til skammtímaleigu til ferða- manna. „Þá verður enn erfiðara fyrir ungt fólk að kaupa íbúðir,“ segir Ólaf- ur. Stjórnmálamenn sviku loforð Ólafur segir núverandi ráðamenn hafa lofað því á fundi með fulltrúum ferðaþjónustunnar í Hörpu fyrir síð- ustu þingkosningar, að virðisauka- skatturinn yrði ekki hækkaður. „Það var haldinn kjörfundur með öllum frambjóðendum í Hörpunni og Guðlaugur Þór Þórðarson [utanríkis- ráðherra] frambjóðandi var þar á meðal. Hann fullyrti að það væri eng- in hækkun á virðisaukaskatti fram- undan. Maður horfði bláeygður í aug- un á þessum mönnum þegar þeir lofuðu óbreyttum virðisauka. Það er óskiljanlegt hvernig menn geta geng- ið svona á bak orða sinna,“ segir Ólaf- ur Torfason. Setur fjárfestingu á ís  Stjórnarformaður Íslandshótela segir boðaða hækkun virðisaukaskatts munu hafa alvarlegar afleiðingar  Hægja muni á allri uppbyggingu í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Baldur Fosshótelsturninn á Höfðatorgi Hótelið á Höfðatorgi varð það stærsta á Íslandi í herbergjum talið þegar það var opnað sumarið 2015. Ólafur segir að lokið verði við þá uppbyggingu hótela sem þegar sé hafin hjá Íslandshótelum. „Við erum langt komin með uppbyggingu nýs Fosshótels í Mývatnssveit. Það verður opnað í júní. Við höfum síðan unnið að stækkun og endurbótum á Foss- hótel Reykholti og ætlum að opna þar fyrri hlutann í maí en síðari hlutann í mars á næsta ári. Þá erum við að bæta við 39 herbergjum á Fosshótel Núp- um og verða þar alls 99 her- bergi,“ segir Ólafur. Meðal ann- arra verkefna á landsbyggðinni séu áform um byggingu starfsmannaaðstöðu fyrir Fosshótel Jök- ulsárlón, auk mögu- legrar fjölgunar herbergja við Jök- ulsárlón úr 104 í 128. Nýtt hótel í Mývatnssveit KEÐJAN STÆKKAR Ólafur Torfason „Hækkunin mun draga úr vexti ferðaþjónust- unnar, en á móti kemur að ruðn- ingsáhrif hennar á aðrar greinar í hagkerfinu verða minni,“ segir Ing- ólfur Bender, for- stöðumaður Greiningar Ís- landsbanka, um fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hann segir að það sé viss kostur að fara þessa leið, þegar haft sé í huga að vöxtur ferðaþjónustunnar verði um 30% á þessu ári, fremur en að láta krónuna halda áfram að styrkjast með þeim áhrifum sem það hefur á greinina. „Ein af meginástæðunum fyrir hækkun krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið vöxtur ferða- þjónustunnar,“ segir Ingólfur. Sú hækkun hafi einnig haft neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar. Konráð S. Guðjónsson hjá grein- ingardeild Arion banka segir að deildin hafi ekki unnið sérstaka út- tekt á áhrifum þess að ferðaþjón- ustan greiði sama virðisaukaskatt og aðrir. „Almennt séð er ágætt að fara í einhvers konar gjaldtöku til að stemma stigu við tugprósenta fjölgun ferðamanna, þótt áframhaldandi aukning sé jákvæð, en hvort þetta er rétta leiðin er annað mál,“ segir hann. Samtök ferðaþjónustunnar hafa brugðist ókvæða við áformum ríkis- stjórnarinnar. Þau segja að þau muni hafa í för með sér grafalvarlegar af- leiðingar fyrir fyrirtæki og starfsfólk í ferðaþjónustu um land allt. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Ferðir Mikill vöxtur er í greininni. Mun draga úr vextinum  Vaskur á ferða- þjónustu umdeildur Ingólfur Bender Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekkert bendir til bilunar í hreyflum eða stjórntækjum sjúkraflugvélar Mýflugs sem fórst á aksturs- íþróttasvæði við Hlíðarfjallsveg ofan við Akureyri um verslunarmanna- helgina 2013. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu Rannsóknar- nefndar samgönguslysa um þennan atburð, þar sem flugstjóri vélarinnar og sjúkraflutningamaður fórust en flugmaður komst lífs af, mikið slas- aður. Rannsóknin hefur því meðal annars beinst að stjórn flugvélarinn- ar í krappri beygju eftir lágflug yfir akstursbrautina. Stjórnendum Mýflugs hefur nú verið send skýrslan til umsagnar, eins og jafnan er gert áður en endanlegar niðurstöður og loka- skýrsla kemur út. Við rannsóknina hafa fulltrúar rannsóknarnefnda Bandaríkjanna og Kanada aðstoðað, meðal annars við úrvinnslu mynd- bandsupptöku og ljósmynda sem náðust af slysinu. Held trúnað Stjórnendur Mýflugs fengu skýrsludrögin til umsagnar í byrjun apríl og hafa frest til 2. maí til að koma með athugasemdir. „Ég hef ekki mótað mér skoðun á því hvort eða hvaða athugasemdir við gerum við þessi skýrsludrög. Um efnið og niðurstöður rannsóknarinnar er hins vegar trúnaður og hann ætla ég að halda,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í sam- tali við Morgunblaðið. Krappa beygjan er til rannsóknar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flugslys Flak flugvélarinnar sem fórst á akstursíþróttabrautinni í Hlíð- arfjalli. Slysið var um verslunarmannahelgina 2013, það er 5. ágúst.  Skýrsludrög rannsóknar um flugslysið í Hlíðarfjalli 2013 liggja fyrir  Ekk- ert sem bendir til bilunar í flugvélinni  Mýflugsmenn eru að fara yfir málið Fimm skákmenn standa enn eftir með fullt hús eftir fjórðu umferð á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í gærkvöldi í Hörpu. Hol- lenska stórstirnið Anish Giri heldur sínu striki og er í hópi efstu manna ásamt þeim Gawain Jones, Nils Grandelius, Vidit Santosh Gujrati og sigurvegaranum frá því í fyrra, Abhijeet Gupta. Gujrati lagði ein- mitt Jóhann Hjartarson að velli í snarpri skák þar sem sá indverski sá lengra í flækjunum. Hannes Hlífar Stefánsson er nú orðinn efstur Íslendinga með þrjá og hálfan vinning og er í stórum hópi skákmanna sem fylgja í hum- átt á eftir efstu mönnum. Fjöldi Ís- lendinga er svo með þrjá vinninga. Fimmta og sjötta umferð fara fram í dag og á morgun í Hörpu og hefjast báðar klukkan 15:00. Alls taka 263 skákmenn frá 39 löndum þátt í mótinu sem lýkur fimmtudag- inn 27. apríl. Áhorfendur eru vel- komnir og skákskýringar hefjast að jafnaði um kl. 17:00. »29 Hannes Hlífar er nú efstur Íslendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.