Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
60PLÚS
Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090.
Þjálfarar: Patrick Chiarolanzio, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðbjartur Ólafsson
Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing
4viknanámskeið fyrir 60 ára ogeldri hefstmánudaginn 24. apríl.
Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð,
styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði.
Verð: 26.900 kr.
Innifalið:Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum.
Tímar kl. 13.00 alla dagana
Mánudaga,miðvikudaga og föstudaga: Hóptími
Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógrammhjá þjálfara í sal - frjálsmæting
Miðvikudaginn 3.maí verður fyrirlestur umnæringu fyrir fólk 60 ára og eldri.
bilinu 1997-2003, úr rúmum 10 þús-
und tonnum í rúm 500 þús. tonn, en
minnkaði ört til ársins 2011 er aflinn
var einungis 6 þúsund tonn.
Heimilt að flytja milli flokka
Af makrílkvótanum í ár koma
tæplega 110 þúsund tonn í hlut skipa
sem veiddu makríl í flottroll og nót á
árunum 2007, 2008 og 2009, en heild-
arkvóti ársins er rúmlega 168 þús-
und tonn. Tæplega 60 þúsund tonn
koma m.a. í hlut frystitogara, ísfisk-
togara og krókabáta. Heimilt er að
flytja heimildir á milli skipaflokka,
að smábátunum undanskildum.
Makríll var lengi vel skilgreindur
sem flækingur á Íslandsmiðum, en
síðasta áratug hefur hann verið einn
helsti nytjafiskurinn í lögsögunni. Í
rannsóknum í fyrra mældist hæsta
gildi makríls á Íslandsmiðum frá því
að sérstakar rannsóknir hófust árið
2009.
Landssamband smábátaeigenda
hefur harðlega mótmælt reglugerð
sjávarútvegsráðherra um makríl-
veiðar í ár og hversu lítið komi í hlut
þeirra sem veiða makríl á línu. Í
engu sé tekið tillit til sjónarmiða LS
um aukið vægi smábáta í veiðunum.
Skorað er á ráðherra „að verða við
sanngjarnri kröfu um 16% hlutdeild
smábáta í makríl“.
Rúmlega tvöföldun
í norsk-íslenskri síld
Í ráðgjöf ICES fyrir 2017 er mið-
að við að heildarafli á norsk-íslenskri
síld fari ekki yfir 646 þúsund tonn.
Það er rúmlega tvöföldun frá ráð-
lögðu aflamarki ársins 2016 upp á
317 þúsund tonn.
Samkvæmt reglugerð sem sjávar-
útvegsráðherra gaf út í lok síðasta
árs er leyfilegur heildarafli íslenskra
skipa á norsk-íslenskri síld tæplega
103 þúsund tonn í ár, en var 46 þús-
und tonn í fyrra. Talan um heildar-
afla miðast við hlut Íslands í samn-
ingi frá 2007 og ráðgjöf ICES og
10% aukningu í samræmi við
ákvörðun Norðmanna um auknar
heimildir. Þeir voru með lang-
stærstan hlut í veiði úr stofninum
samkvæmt eldri samningi eða 61%,
en ákváðu í lok síðasta árs að miða
við 67%.
Aflaheimildir í deilistofnum mið-
ast við almanaksárið, en fiskveiði-
árið í loðnu og íslenskri sumargots-
síld. Á yfirstandandi fiskveiðiári er
heimilt að veiða 63 þúsund tonn af
sumargotssíld, en ráðgjöf næsta
fiskveiðiárs kemur væntanlega í júní
og loðnuráðgjöf í haust.
Vertíðin komin á fullt
Frá því í síðustu viku hefur verið
góð kolmunnaveiði syðst í færeysku
lögsögunni og kolmunninn gengið af
krafti norður með Skotlandi og inn í
færeyska lögsögu. Mest mega tólf ís-
lensk skip vera að veiðum þar sam-
tímis. Í vikunni hafa mörg skip land-
að stórum förmum og til að mynda
kom Beitir með 3.050 tonn af kæld-
um kolmunna til Seyðisfjarðar.
Haft er eftir Róbert Axelssyni,
skipstjóra á Venusi NK, á heimasíðu
HB Granda, að í vetur hafi aflabrögð
verið góð innan lögsögu ESB og
ESB-skipin séu búin með kvóta sína
og Norðmenn séu í svipaðri stöðu
eftir að hafa veitt meira en 200 þús-
und tonn.
Í vikunni kom pólska uppsjávar-
veiðiskipið Janus til Neskaupstaðar
með 1.350 tonn af kolmunna. Janus
var áður í eigu Síldarvinnslunnar og
bar þá lengst af nafnið Börkur og
síðan Birtingur. Síldarvinnslan festi
kaup á skipinu árið 1973 og gerði
það út til ársins 2016 eða þangað til
það var selt núverandi eiganda. Afli
skipsins á þeim 43 árum sem það var
í eigu Síldarvinnslunnar nam
1.546.235 tonnum og eru líkur á að
ekkert íslenskt fiskiskip hafi borið
jafn mikinn afla að landi.
„Mörgum Norðfirðingum þótti
vænt um að heyra á ný Caterpillar-
hljóðið í skipinu þegar það sigldi inn
Norðfjörð … Tilfinningin var eins og
að hitta gamlan vin á ný eftir nokk-
urn aðskilnað,“ segir á heimasíðu
Síldarvinnslunnar. Skipstjóri á Ja-
nusi er Atli Rúnar Eysteinsson frá
Norðfirði og þrír aðrir Íslendingar
eru í áhöfn.
Ljósmynd/VSV/Ólafur Óskar Stefánsson
Góður afli Pokinn kominn á síðu Ísleifs VE á kolmunnamiðum suður af Færeyjum, en vel hefur veiðst þar síðustu daga.
Kolmunni er af þorskfiskaætt og
getur orðið allt að 50 sentimetrar
á lengd en er oftast 30-40 sm.
Hann heldur sig mest í úthafinu á
2-400 metra dýpi, en ungfiskarnir
eru gjarnir á að halda sig nær botni. Aðal-hrygningarsvæði kolmunna í
Norðaustur-Atlantshafi eru við landgrunnsbrúnirnar norðvestan og vest-
an við Bretlandseyjar. Eftir hrygningu fer hrygningarstofninn sem hrygn-
ir við Bretlandseyjar í ætisgöngur norður í haf. Kolmunninn gengur síðan
sömu leið til baka þegar haustar.
Fæða yngri kolmunna er svifdýr og fiskseiði en eldri fiskar éta ýmsar
tegundir smáfiska.
Ætisgöngur norður á bóginn
KOLMUNNI ER AF ÆTT ÞORSKFISKA