Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is majubud.is Fosshálsi 5-9, 110 Reykjavík BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segir að sér hugnist ekki sú hugmynd að „kljúfa stofn- unina niður“ með því að færa eftirlit með bönkum í hendur Seðlabankans frá FME. Á vef Seðlabankans var ný- lega birt rit eftir Þorstein Þorgeirs- son, sérstakan ráðgjafa á skrif- stofu seðlabanka- stjóra, þar sem lagt er til að bank- inn taki til sín eft- irlit með við- skiptabönkunum sem FME nú sinnir, til að vera betur í stakk bú- inn að meta veð- hæfni eigna fjár- málafyrirtækja og þar með hvort vandi þeirra í neyðartilvikum sé lausafjárvandi eða raunverulegur eiginfjárvandi. Eins og sakir standa hefur FME eftirlit með eiginfjárstöðu banka en Seðla- bankinn annast eftirlit með lausafjár- stöðu þeirra. Þorsteinn segir í grein sinni að það myndi hafi í för með sér að Seðla- bankinn gæti rækt hlutverk sitt sem lánveitandi til þrautavara betur í ljósi dýpri upplýsinga. Hann veltir upp þeim möguleika, að ef það fyrir- komulag hefði verið við lýði í aðdrag- anda fjármálahrunsins 2008, hefði bankinn mögulega vitað meira um fjárhagsstöðu Glitnis á þeim tíma sem Seðlabankinn rétti honum hjálpar- hönd. Sú aðstoð reyndist ekki nógu drjúg í umrótinu, eins og þekkt er, og féll bankinn haustið 2008. Hann telur jafnframt að mögulega hefði Seðla- bankinn metið þátttöku í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum fyrir hundruð milljarða króna um svipað leyti með öðrum hætti. Sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðisins talaði í lok mars fyrir sambærilegum breytingum á starfsháttum Seðlabankans. Lítil reynsla af slíku „Það er lítil reynsla af slíku fyrir- komulagi í heiminum og á örmarkaði eins og á Íslandi er óæskilegt að leggja í þá vegferð að veikja stofn- anir,“ segir Unnur í samtali við Morg- unblaðið. „Sömuleiðis er þetta spurn- ing um valdajafnvægi. Danir íhuguðu slíka sameiningu en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hyggilegt að hafa eina stofnun svo valdamikla.“ Unnur segir að minni stofnunum sé hættara við að hafa ekki bolmagn til að fjárfesta í kerfum og stoðþjónustu, sem FME hafi á undanförnum árum byggt upp. Það myndi veikja eftirlit ef færa ætti bankaeftirlitið úr höndum FME en það hefði áfram eftirlit með markaðnum, lífeyrissjóðum, vátrygg- ingafélögum og verðbréfasjóðum. „Ég myndi frekar telja að hægt væri að efla eftirlitið með bættu samstarfi stofnana í stað þess að skipta upp FME. Það yrði of áhættusamt fyrir allt starfið,“ segir hún. Ríkari upplýsingar Þorsteinn segir í grein sinni að seðlabanki, sem lánveitandi til þrautavara, þurfi að hafa góðar og tímanlegar upplýsingar um það hvort veð viðskiptabankanna eru trygg eða ekki. Seðlabankinn hafi einnig varann á við almenna lausafjárfyrirgreiðslu ef grunur vakni um að banki sé í raun og veru gjaldþrota. „Einnig er mik- ilvægt að SÍ viti hve mikil veð við- skiptabanki hefur til að nota til lausa- fjárfyrirgreiðslu ef á reynir. Með núverandi aðskilnaði stofnananna og samskiptum byggðum á samstarfs- samningi og samstarfi í fjármálastöð- ugleikaráði er samt sem áður ekki tryggt að SÍ hafi ætíð nýjustu slíkar upplýsingar eða viðeigandi þekkingu á takteinum ef óróleiki gýs upp,“ seg- ir Þorsteinn í grein sinni. Seðlabankinn getur veitt svokölluð þrautavaralán gegn tryggum veðum. „Í því felst að SÍ er í raun óheimilt að veita slík lán án þess að hafa gengið úr skugga um að fyrirtækið uppfylli eiginfjárkröfur, sem er jafnframt for- senda þess að viðkomandi félag hafi gilt starfsleyfi FME. Um leið er SÍ háður FME hvað slíkar upplýsingar varðar. Þrátt fyrir ákvæði í lögum um upplýsingaskipti á milli stofnana kom í ljós að SÍ bjó ekki yfir nægilega góð- um upplýsingum um eiginfjárstöðu bankanna til að meta veðhæfi eigna þeirra. Heildstæð sýn SÍ á raunveru- lega fjárhagsstöðu fyrirtækja á fjár- málamarkaði er því að upplagi ófull- nægjandi í þessu skipulagi,“ skrifar Þorsteinn. Nýst vel í hruninu? Hann veltir því upp hvort það fyrir- komulag hefði reynst betur í aðdrag- anda fjármálahrunsins árið 2008. Hvort það hefði í för með sér að Seðlabankinn hefði haft betri upplýs- ingar um eiginfjárstöðu viðskipta- bankanna áður en Glitnir falaðist eftir neyðaraðstoð, en í ljós hafi komið að veð bankans reyndust sýnu lakari en upphaflega var ætlað. „Að sama skapi má velta fyrir sér hvort mat Seðla- bankans á hundruðum milljarða króna í veðlánum til viðskiptabank- anna, svokölluðum ástarbréfum, hefði verið annað ef SÍ hefði haft betri upp- lýsingar um stöðu eigna þeirra. Í öllu falli er ljóst hve bagalegt það er fyrir SÍ sem lánveitanda til þrautavara að hafa takmarkað aðgengi að upplýs- ingum um eigin fjárstöðu banka sem sækja um slíka fyrirgreiðslu hjá hon- um.“ AGS segir aðgerða þörf Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins skrifaði í lok mars að „afger- andi aðgerða er þörf til að veita bankaeftirlitsaðilum sterkar heim- ildir og sjálfstæði. Ein lausn gæti verið að sameina alla yfirsýn með ör- yggi og styrkleika bankanna undir stjórn Seðlabankans og fela öðrum aðila yfirumsjón með viðskiptahátt- um og regluverki varðandi önnur fjármálafyrirtæki en banka, svoköll- uð „tveggja turna“ nálgun. Aðrar lausnir koma einnig til greina. Sem stendur er Fjármálaeftirlitið (FME) ekki nógu einangrað frá stjórnmál- um, og skipting ákveðinna þátta bankaeftirlits á milli þess og Seðla- bankans gæti hugsanlega leitt til árekstra, auk yfirsjónar- og samhæf- ingarvanda. Breyta verður lögum um opinbert eftirlit með fjármála- starfsemi til að taka á þessu. Þetta mál ætti að njóta forgangs á Alþingi.“ Hugnast ekki að „kljúfa FME niður“ Morgunblaðið/Ómar Eftirlit Sérstakur ráðgjafi seðlabankastjóra vill að Seðlabankinn sjái um eftirlit með eiginfjárstöðu banka. FME stofnað 1999 » Á Íslandi var bankaeftirlit Seðlabankans lagt niður árið 1999 og FME stofnað og því falið m.a. að hafa eftirlit með bönkum, sjóðum og vátrygg- ingarfélögum. » Frá níunda áratug síðustu aldar varð áberandi sú hug- myndafræðilega nýbreytni í sumum löndum að auka sér- hæfingu stofnana, sem leiddi til þess að bankaeftirlit var fært út úr seðlabönkum og yfir í sjálfstætt fjármálaeftirlit. » Hugmyndin var að auka hag- kvæmni og gegnsæi í eftir- litsstarfseminni, segir í riti á vef Seðlabankans.  Forstjóri FME vill ekki bankaeftirlitið til Seðlabankans Unnur Gunnarsdóttir Þorsteinn Þorgeirsson ● Bæjarsjóður Fjallabyggðar hagnaðist um 199 milljónir króna í fyrra, samanborið við 220 milljóna króna hagnað árið áður. Vaxtaberandi langtímaskuldir lækkuðu um 110 milljónir króna. Skuldaviðmið er 62,1%, en var 56,3% árið 2015. Skýring á þessari hækkun er mikil hækkun á lífeyrisskuldbindingum og brúarlán vegna hafnarframkvæmda sem greitt var upp fyrr á þessu ári, segir í tilkynn- ingu frá sveitarfélaginu. Viðmið sam- kvæmt sveitarstjórnalögum er 150%. Gunnar I. Birgisson er bæjarstjóri Fjallabyggðar. Fjallabyggð hagnast um 199 milljónir króna Gunnar I. Birgisson STUTT 22. apríl 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 109.77 110.29 110.03 Sterlingspund 140.86 141.54 141.2 Kanadadalur 81.72 82.2 81.96 Dönsk króna 15.824 15.916 15.87 Norsk króna 12.877 12.953 12.915 Sænsk króna 12.25 12.322 12.286 Svissn. franki 110.15 110.77 110.46 Japanskt jen 1.0079 1.0137 1.0108 SDR 149.72 150.62 150.17 Evra 117.72 118.38 118.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.9423 Hrávöruverð Gull 1281.5 ($/únsa) Ál 1932.5 ($/tonn) LME Hráolía 53.09 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Meðalfjöldi launþega hér á landi jókst um 5% á milli ára eða um 8.500 á árinu 2016, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þetta er umtalsvert meiri fjölgun hlut- fallslega séð en verið hefur síðustu ár, en launþegum fjölgaði á bilinu 1,1% til 3,0% á árunum 2011 til 2015, að því er fram kemur í Hagsjánni. Kom sú fjölgun í kjölfar fækkunar árin 2009 og 2010 en árið 2009 fækkaði launþegum um 8,8%. Mikil fjölgun á síðasta ári helst að talsverðu leyti í hendur við hagþróun en umtalsvert meiri hagvöxtur mældist á síðasta ári en árin á undan. Í umfjöllun Landsbankans kemur fram að um 44% af fjölgun launþega á síðasta ári megi rekja til fjölgunar starfa í greinum sem snúa að ferða- þjónustu. Alls fjölgaði störfum í ferðaþjónustugreinum um tæplega 3.800 og var fjölgunin 18,5% milli ára. Frá árinu 2010 hefur þeim störfum fjölgað um 12 þúsund, sem er tæplega tvöföldun. Aðrar greinar sem lögðu umtalsvert af mörkum til fjölgunar starfa á liðnu ári eru byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð annars vegar og heild- og smásala hins vegar, að því er segir í Hagsjá Landabankans. Launþegum fjölgaði um 5% á síðastliðnu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.