Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 34

Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Magnús Sigurðs- son, læknir, móður- bróðir minn, lézt 10 apríl sl. í Reykja- vík. Magnús var af- ar fjölhæfur og eilíflega leitandi að nýjum fróðleik og vildi miðla honum til sem flestra. Hann starfaði mjög víða á spítölum og öðrum sjúkrastofnunum bæði í Þýzkalandi og á Íslandi og má þar nefna Elliheimilið Grund, Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði, Kumbaravog, Eyrabakka, Laugarás á Suðurlandi og í Reykjavík. Magnús sótti og fjöl- mörg námskeið hérlendis og er- lendis til þess að hafa sem mesta yfirsýn yfir mannlífið og þá um leið starf sitt sem læknir. Hann sat m.a í stjórn Íþróttafélags Háskóla Íslands frá 1949 til 1956 og síðar á lífsleiðinni stundaði hann aðra íþrótt, sem fangaði huga hans allan. Hestamennsk- una. Hann átti á tímabili tugi hesta og var sérstaklega hrifinn af leirljósum hestum og heyrði ég stundum hestamenn í gamni nefna hann „Magga leirljósa“. Magnús hafði mikinn áhuga á fyrirbyggjandi starfi og sat á ár- unum 1991 til 1995 í slysavarna- ráði Heilbrigðisráðuneytisins og ritaði nokkuð um slysavarnir og viðlíka efni á þeim árum í dag- blöð og víðar. Árin 1985 til 1995 var hann ræðismaður Þýzka- lands á Suðurlandi með aðsetur á Selfossi og var hann sæmdur þýzkum heiðursmerkjum. Magnús var og einn af stofnend- um frímúrarareglunnar á Sel- fossi. Magnús lézt á háum aldri en sannar það með atorku sinni að allt er hægt þrátt fyrir háan ald- ur. Hann vann þrekvirki við að útbúa orðabók með hugtökum úr Magnús Sigurðsson ✝ Magnús Sig-urðsson fædd- ist 28. september 1925. Hann lést 10. apríl 2017. Útför Magnúsar fór fram 21. apríl 2017. hestamennskunni og öllu því sem tengdist hestum og hestamennsku. Af- henti hann bókina háskólanum á Hól- um en hún er nú að- gengileg á netinu fyrir þá sem vilja kynna sér þetta merka rit. Hann var í raun síungur og fullur krafti sem meðal annars lýsti sér í því að á níræðisaldri réðist hann í að byggja sér fallega íbúð í fjölbýli eldri borgara í Fossvoginum en naut verunnar þar ekki mjög lengi sökum veikinda. Þegar við fjölskyldan bjugg- um í Svíþjóð í æsku minni þá kom Magnús, sem þá var í námi í Þýzkalandi, nokkrum sinnum í heimsókn en þá bjó hann í bæn- um Wuppertal og man ég eftir að hann sýndi mér myndir af lest sem gengur víst enn í gegnum borgina og hangir í teinum uppi í lofti yfir árfarveginum. Fannst mér það afar merkilegt og var með þessar myndir í mörg ár á skrifborði mínu. Magnús var einn fjögurra systkina og eru tvö enn á lífi, móðir mín, Ólöf Helga, og móð- urbróðir minn, Hólmsteinn, en Baldur er látinn. Ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum sam- an og margt sem hann skildi eft- ir hjá mér í formi ættarupplýs- inga og ýmissa skjala munu um langan aldur verða mér við- fangsefni að vinna úr. Þessu verður öllu komið á rétta staði í Þjóðskjalasafni og víðar þannig að komandi kynslóðir geta skoð- að þann fróðleik. Magnús átti rætur að rekja bæði í Dýrafjörð- inn og til Flateyjar á Breiðafirði og sem betur fer geymdi hann margt sem tengdist þeim heima- högum sínum og mun verða birt með tíð og tíma. Hlýjar samúð- aróskir sendi ég til allra fjöl- skyldumeðlima hans. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Kær vinkona okkar, Hjördís Þór- unn Hjörleifsdóttir, lést hinn 28. janúar sl. Eiginmaður Hjördísar, Guð- mundur Skúlason, var vinur og frændi okkar. Hann lést ungur maður vegna skyndilegra veik- inda svo sambúð þeirra Hjördís- ar var styttri en vænta mátti. Hann var öllum harmdauði. Þau Hjördís eignuðust einn son, Skúla, sem er giftur Sigríði Jó- hannesdóttur, dóttir þeirra er Hjördís Þórunn Hjörleifsdóttir ✝ Hjördís ÞórunnHjörleifsdóttir fæddist 1. apríl 1932. Hún lést 28. janúar 2017. Útför Hjördísar fór fram 7. febrúar 2017. María, sem Hjördís dáði mjög. Hjördís var mjög góð heim að sækja. Okkur var alltaf tekið hlýlega, með opnum örmum og gleði í lund á hennar fallega heimili. Ekki vantaði veitingarn- ar. Hún var mikil blómakona og hafði einnig mjög gaman af handavinnu. Fyrir mörgum árum ákváðum við sex frænkurnar að hittast. Úr varð saumaklúbbur og góður vin- skapur. Við kölluðum okkur sex- urnar og áttum oft góðar og skemmtilegar stundir saman, t.d. þegar við borðuðum saman, í af- mælum og á ferðalögum. Þá var mikið hlegið og grínast. Ógleymanleg er ferð okkar til Vestfjarða ásamt eiginmönnum okkar sumarið 1997, sérstaklega til Önundarfjarðar þar sem ætt- arbönd liggja. Við minnumst Hjördísar sem fyrst af okkur kveður, með virð- ingu og þökk. Hún var alltaf glöð, yndisleg, lagleg með sitt ljósa hár, ávallt smekklega klædd og mjög kvik í fasi. Að leiðarlokum þökkum við fyrir að hafa átt Hjördísi að vini og biðjum henni guðsblessunar. Anna, Bjarney, Guðrún, Kristín og Skúlína. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VIGNIR KARLSSON, fv. skólastjóri og framkvæmdastjóri, lést á heimili sínu, Klifsholti við Kaldársel, mánudaginn 17. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 25. apríl kl. 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar og Heimahlynningar Landspítalans. Hjördís Edda Ingvarsdóttir Vigdís Jónsdóttir Daníel Helgason Ingvar Jónsson Sigrún Eiríksdóttir Grímar Jónsson Guðríður Lára Þrastardóttir Karl Gunnar Jónsson Karolina Cyll barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Verið velkomin Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Okkar ástkæri vinur, SVEINBJÖRN ÓSKAR SIGURÐSSON, Eyrarlandsvegi 31, Akureyri, sem lést á FSA Akureyri 4. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. apríl klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Akureyrar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Kristín Steindórsdóttir Ragnar Magnússon Anna Höskuldsdóttir Egill S. Egilsson Eiginkona mín og ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ANDRÉSDÓTTIR sjúkraliði, frá Hamri í Múlasveit, síðast til heimilis Strikinu 12, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ, miðvikudaginn 12. apríl. Jarðarför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 24. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Alzheimersamtökin njóta þess. Sigurður Óli Valdimarsson Hrafnhildur Stella Sigurðard. Sigurður H. Einarsson Sigurður Óli Sigurðsson Ledis Bornachera Vasquez Guðný Sigurðardóttir Kristinn Þ. Vagnsson Ingibjörg Sigurðardóttir G. Herbert Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN BIRGIR BJÖRGVINSSON matreiðslumaður, Svöluási 34, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans 15. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar eða Minningarsjóð Karitas. Agnes Sigurðardóttir Sigrún Sif Stefánsdóttir Ólafur Harðarson Jón Björgvin Björnsson Tinna Bessadóttir Arnar Freyr Björnsson Helga Sara Henrysdóttir og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, KJARTANS FRIÐRIKSSONAR, Faxatúni 14, Garðabæ. Ingibjörg Kjartansdóttir Salómon Kristjánsson Kristín Kjartansdóttir Sigurður Þór Sigurðsson Anna Kjartansdóttir Brynja Kjartansdóttir Albert B. Hjálmarsson og fjölskyldur Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, HULDA JAKOBSDÓTTIR Litlagerði, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum sunnudaginn 16. apríl. Jarðarförin fer fram í Lágafellskirkju fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15. Marteinn J. Stefánsson Ásgerður Helgadóttir Stefán V. Stefánsson Linda Björk Stefánsdóttir Þórir Sigurbjörnsson Arnar Stefánsson Guðný Eiríksdóttir Hulda Bergrós Stefánsdóttir Hannes Kristjánsson Hjalti Þór Stefánsson barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ODDSSON, tæknifræðingur og leiðsögumaður, Bjarkargrund 35, Akranesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 25. apríl klukkan 13. Svandís Pétursdóttir Pétur Magnússon Ingibjörg E. Ingimarsdóttir Ágúst Logi, Magnús Árni og Svandís Erla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.