Morgunblaðið - 22.04.2017, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
T E X T I 15.9 - 16.4.2017
Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019
Valin verk úr safneign
STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017
VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
Lokað á páskadag og annan í páskum – GLEÐILEGA PÁSKA
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti.
Ath. lokað laugardaginn 15. apríl og á páskadag.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616,
Ath. lokað laugardaginn 15. apríl og á páskadag.
www.listasafn.is
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Grímsey á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudagur 23. apríl kl. 14:
Leiðsögn með sérfræðingi Þjóðminjasafnsins
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Þeir voru ófáir sem ráku upp stór
augu þegar út spurðist að efna ætti
til nýstárlegs tónlistarviðburðar í
Hafnarfirði þar sem valinkunnir
músíkantar myndu troða upp í stof-
unni hjá nokkrum hressum Hafn-
firðingum. Er einhver leið að láta
slíkt ganga upp?
Á daginn kom að fyrirkomulag-
ið er bráðsniðugt og nú er svo komið
að Heima í Hafnarfirði er orðinn
fastur póstur í menningarlífinu í
Firðinum fagra. Það hefur ekki sak-
að að tónlistarfólkið er jafnan í
fremstu röð og aðsóknin eftir því.
Meðal þeirra sem undirritaður hefur
séð spila undanfarin ár eru Striga-
skór Nr. 42, Vök og Högni Egilsson,
svo örfáir úrvalsgóðir flytjendur séu
nefndir, og síðastliðið miðvikudags-
kvöld bættist heldur en ekki í minn-
ingasafnið frá hátíðinni.
Öndvegisdjass með Andrési
Fyrir þá sem ekki þekkja til má
líkja Heima í Hafnarfirði við heim-
ilislega ör-útgáfu af Iceland Air-
waves. Það er engin leið að sjá allt
sem er í boði svo maður velur þá
listamenn sem höfða hvað helst til
manns og svo raðar maður upp
labbitúr til að láta fléttuna ganga
upp.
Kvöldið hófst á horni Lækjar-
götu og Brekkugötu í hinu bráðfeiga
húsi sem kallað er Dvergurinn, en
þessi steinsteypuhlemmur verður
senn rifinn ef áform ganga eftir. Þar
spilaði djassgítarleikarinn Andrés
Þór ásamt þeim Þorgrími Jónssyni á
Hamingjan er Heima
Morgunblaðið/Jón Agnar Ólason
Margslungið Sóley lék draumkennda músík með fulltingi Katrínar og heill-
aði viðstadda. Efni af væntanlegri plötu er einkar áhugavert áheyrnar.
kontrabassa og Scott McLemore.
Þeir þremenningar eru alvöru
músíkantar, geysiþéttir og auðheyri-
lega þaulkunnugir hver öðrum enda
varð grúvið fljótt spikfeitt. Við-
staddir soguðust inn í innblásna
spilamennskuna og fyrirtaks tónn
sleginn upp á framhaldið.
Kött Grá Pje tjúllar lýðinn
Þaðan lá leiðin heim til Karólínu
við Austurgötuna en hún hefur áður
verið á meðal húsráðenda hátíð-
arinnar. Ég sá þar eitt sinn Björn
Thoroddsen og Andreu Gylfa í silki-
mjúkri sveiflu en nú kvað við annan
tón því Kött Grá Pje fór nú hreinum
hamförum á stofugólfinu. Hann hit-
aði stemninguna samstundis upp úr
öllu valdi með dúndrandi góðu
rímnaflæði og var fyrir bragðið kom-
inn á geirvörturnar áður en ómurinn
af fyrsta laginu var þagnaður. Meðal
frábærra laga var Eilífðar smáblóm
– með alvöru bassa – og hver einasti
kjaftur kinkaði ósjálfráðum kolli í
takt við stuðið. Gestir spönnuðu allt
frá virðulegum ráðgjafa undirritaðs
í Landsbankanum til ungrar stúlku
sem ekki er af bleyjualdri en dansaði
Tónlistarhátíðin Heima
í Hafnarfirði var haldin
síðasta vetrardag síð-
astliðinn, í fjórða sinn.
Fjölmargir tónlistar-
menn komu fram í
heimahúsum gestris-
inna Gaflara og ann-
arra aðfluttra Hafnfirð-
inga.
Á tónleikum í röðinni Hljóðön í
Hafnarborg á sunnudagskvöld
klukkan 20 kemur fram svissneski
sellóleikarinn og tónskáldið Stefan
Thut ásamt gestum. Á efnisskránni
er að finna verk eftir Thut og sam-
landa hans Jürg Frey, en tónlist
þeirra hefur vakið athygli víða á
undanförnum árum og helst í gegn-
um útgáfuna Wandelweiser. Í tónlist
þeirra hefur hlustun gesta og um-
hverfi flutningsins mikið vægi, þar
sem þögn virðist full af merkingu og
vegur til jafns við hljóð.
Tónleikarnir eru haldnir í fram-
haldi af málstofu sem Rannsókn-
arstofa í tónlist (RÍT) hélt í gær í
Listaháskólanum í samstarfi við
Hljóðön og vinnustofu um Wandel-
weiser-hópinn en hann er bæði út-
gáfufyrirtæki og alþjóðlegur sam-
vinnuhópur tónskálda og flytjenda,
sem hefur starfað í rúma tvo ára-
tugi. Wandelweiser-hópurinn hefur
verið kenndur við naumhyggju og
tilraunakennda tónlist.
Stefan Thut er fæddur 1968.
Hann kemur reglulega fram víða um
lönd. Í verkum sínum skapar hann
aðstæður og ramma fyrir flytjendur
og rými sem gefur af sér ófyrirséða
hljóðræna útkomu.
Tónskáldið Á tónleikum í Hafnarborg á sunnudagskvöld nýtur tónskáldið
Stefan Thut aðstoðar gesta við flutning á verkum þeirra Jürgs Frey.
Stefan Thut og gestir
á Hljóðanartónleikum
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Þessi pistill óx í hausnum á meðan
ég fletti, aldrei þessu vant, í gegn-
um heitustu hundrað lögin sam-
kvæmt Billboard-vinsældalistanum
bandaríska. Þetta geri ég aldrei
og hef ávallt verið fremur áhuga-
lítill um hvernig lög raðast upp á
svona listum (utan kannski þegar
maður var að hringja inn Duran
Duran-lög á sokkabandsárum Rás-
ar 2). En þarna blasti sem sagt við
að af 100 lögum átti kanadíski
rapparinn Drake ein 22. Og án
þess að rannsaka það til hlítar
geri ég ráð fyrir að þau hafi öll
komið af nýjasta verki hans, plöt-
unni More Life, sem einmitt inni-
heldur sama fjölda laga og er búin
að vera í eyrunum að undanförnu.
Og já, nú man ég, það voru pæl-
ingar í raunverulegum vinsældum
Drake sem ráku mig í þessa lista-
skoðun.
Heilmiklar breytingar eru
nefnilega að eiga sér stað um þess-
Plötur sem ekki eru til
ar mundir hvað tónlistariðnaðinn
varðar sem fá almenning, en einn-
ig þá sem eru sjóaðri í fræðunum,
til að klóra sér í hausnum. More
Life og lög af henni eru úti um allt
en platan er samt „ekki til“ í
eiginlegum skilningi. Eins og al-
gengt er orðið er bara um staf-
rænt verk að ræða sem hægt er að
hala niður eða streyma (efnislegt
eintak, í einhverju upplagi, ku þó
á leiðinni). More Life sló öll
streymismet daginn sem hún kom
út en það er meira. Þetta er held-
ur ekki „plata“ heldur spilunarlisti
eða „playlist“ að sögn listamanns-
ins og nafnið hans er ekki framan
á umslaginu – sem er heldur ekki
til í efnislegum skilningi?! Það sem
er þó furðulegast er hvað þetta er
furðuleg plata. Hipp-hopp og r og
b, já, en líka stáltrommutaktar,
„dancehall“, græm og trapp. Takt-
ar eru hvassir og frumstæðir (eins
og þeir séu spilaðir á ónýtt Casio-
hljómborð frá 1983) og eitt lagið
er borið uppi af blokkflautu! Tím-
arnir eru breyttir.
Streymismet Drake sló
streymismet annars listamanns
sem er yfir og allt um kring og
sýnu meira áberandi en kanadíski
tilfinningarapparinn. Hér er ég að
tala um Ed Sheeran, pattaralegu
ensku ofurstjörnuna sem lítur út
eins og aukaleikari í Hobbit og er
með ljótasta bringuhúðflúr sem ég
hef séð. Það er margt sem á ekki
að virka hvað þennan dreng varð-
ar, þó að vissulega séum við með
prýðileg dæmi úr sögunni um vin-
sæla tónlistarmenn sem passa ekki
beint í kassann (Elton John).
Sheeran er yfirmáta vingjarnlegur
og sjarmerandi gaur, já, hann nær
alveg til mín þannig þó að tónlistin
»Heilmiklar breyt-ingar eru nefnilega
að eiga sér stað um
þessar mundir hvað tón-
listariðnaðinn varðar
sem fá almenning en
einnig þá sem eru sjó-
aðri í fræðunum til að
klóra sér í hausnum.
Vinsælustu tónlistarmenn heims í dag, Ed Sheeran og Drake, plægja ólíka
akra. Báðir um margt ólíklegar ofurstjörnur en sú er nú samt raunin.