Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Breiðfirðingakórinn í Reykjavík
heldur um þessar mundir upp á það
að tuttugu ár eru síðan hann var
endurvakinn. Áður var Breiðfirð-
ingakórinn stofnaður um 1940 og
starfaði þá í 15 ár. Í tilefni tímamót-
anna heimsækir kórinn átthaga fé-
laganna og syngur í Dalabúð í dag,
laugardaginn 22. apríl, klukkan 16.
Afmælistónleikar verða síðan eftir
viku, 29. apríl, í Fella- og Hólakirkju
klukkan 17.
Efnisskrá tónleikanna byggist á
lögum sem kórinn hefur flutt á und-
anförnum tveimur áratugum og mun
hljóma eitt lag frá hverju ári. Í til-
kynningu segir að þar kenni ýmissa
grasa, fallegar söngvaperlur muni
hljóma, bæði gamlar sem nýjar sem
kórinn hlakkar til að rifja upp fyrir
tónleikagesti. Má þar á meðal nefna
Draumalandið við lag Julians Mich-
ael Hewlett, við ljóð Guðmundar
Magnússonar, Ímynd þín við lag
Lárusar Jóhannessonar og við ljóð
Björns St. Guðmundssonar, og
Gullnu vængir, lag eftir Giuseppe
Verdi og ljóð eftir Halldór Jörg-
ensson.
Breiðfirðingakórinn er blandaður
áhugamannakór þar sem flestir fé-
lagarnir eiga ættir að rekja til
Breiðafjarðar. Æft er einu sinni viku
í sal félagsins við Faxafen. Kórstjóri
er Julian M. Hewlett tónskáld, ein-
söngvari á tónleikunum er Kristín R.
Sigurðardóttir og meðleikari er Re-
nata Íván.
Átthagakór Breiðfirðingakórinn fagnar tuttugu ára afmæli um þessar
mundir og syngur bæði í Dalabúð og í Fella- og Hólakirkju.
Afmælistónleikar
Breiðfirðingakórs
Tvær sýningar verða opnaðar í
Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi,
í dag klukkan 15. Annarsvegar er
það Sköpun bernskunnar 2017,
samsýning listamanna, skólabarna
og Leikfangasýningarinnar í Frið-
bjarnarhúsi, og hins vegar Upp, út-
skriftarsýning listnáms- og hönn-
unarbrautar VMA. Sú síðarnefnda
er einnig sett upp í Deiglunni.
Þetta er fjórða sýningin sem sett
er upp undir heitinu Sköpun
bernskunnar. Markmiðið er að örva
skapandi starf og hugsun skóla-
barna á aldrinum tveggja til sextán
ára og þátttakendur eru börn,
starfandi listamenn og Leikfanga-
sýningin í Friðbjarnarhúsi. Sköpun
bernskunnar er því samvinnuverk-
efni í stöðugri þróun og er hver
sýning sjálfstæð og sérstök. Þemað
að þessu sinni er fjaran í víðum
skilningi. Sýningarstjóri er Guðrún
Pálína Guðmundsdóttir.
Sýningar á lokaverkefnum nem-
enda hafa lengi verið fastur liður í
starfsemi listnáms- og hönnunar-
brautar Verkmenntaskólans á Ak-
ureyri. Þriðja árið í röð er hún
haldin í samstarfi við Listasafnið.
Sýningarnar Sköpun bernskunar og Upp
í Listasafninu á Akureyri – Ketilhúsinu
Samvinnuverkefni Margir koma að
sýningunni Sköpun bernskunnar.
Sýningin YFIRLESTUR: myndlist í
bókaformi úr safneign Nýlista-
safnsins verður opnuð í dag, laug-
ardag klukkan 16, í áframhaldandi
sýningarrými safneignar Nýlista-
safnsins í Breiðholti. Sýningarstjóri
er Heiðar Kári Rannversson.
Á opnuninni mun myndlistar-
maðurinn Jan Voss lesa upp úr bók
sinni Square One (2008) sem er
ljóðræn ferðasaga.
Á sýningunni getur að líta allra-
handa myndlist í bókaformi úr
safneigninni en í Nýlistasafninu er
að finna um 800 titla sem mynda
jafnframt stærsta safn bókverka á
Íslandi. Sýningin er í formi lesstofu
þar sem gestum gefst kostur á að
skoða úrval verka úr safneigninni,
eftir íslenska og erlenda listamenn,
frá sjöunda áratug síðustu aldar til
dagsins í dag. Lesstofan er einnig
rannsóknaraðstaða sýningarstjór-
ans og verður einkabókasafn hans
sem samanstendur af ýmsum heim-
ildum um bókfræði og bókverk að-
gengilegt gestum meðan á sýning-
unni stendur. Þar verður einnig
hægt að hlusta á útvarpsþátt Níels-
ar Hafsteins um viðfangsefnið sem
nefnist Viðkvæmur farangur og var
á dagskrá Rásar 1 árið 1986.
Sýningin er hluti af yfirstandandi
rannsókn Heiðars Kára á íslenskum
bókverkum en stefnt er að því að
gefa út bók um efnið síðar á árinu.
Myndlist í bókaformi sýnd í hús-
næði Nýlistasafnsins í Breiðholti
Morgunblaðið/Einar Falur
Sýningarstjóri Heiðar Kári Rann-
versson rýnir í bókverkasafnið.
Going in Style 12
Þrír eldri borgarar, sem
skrimta á eftirlaununum, og
neyðast jafnvel stundum til að
borða hundamat, ákveða að
nú sé nóg komið. Þeir ákveða
því að ræna banka.
Metacritic 50/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 15.00, 20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 17.50
Frá ströndum Kúbu og gatna New York yfir á ísi-
lagðar sléttur Barentshafsins, mun hópurinn
ferðast heimshornana milli til að koma í veg fyr-
ir gífurlegar hamfarir á heimsvísu.
Metacritic 61/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 19.00, 22.00
Sambíóin Álfabakka 14.20, 17.10, 20.00, 22.45
Sambíóin Egilshöll 17.20, 19.40, 22.30
Sambíóin Keflavík 17.20, 20.00, 22.10
Smárabíó 13.50, 16.40, 17.00, 19.30, 19.50, 22.20, 22.40
Háskólabíó 20.50
Borgarbíó Akureyri 17.20, 20.00, 22.40
Fast and Furious 8 12
Beauty and the Beast
Ævintýrið um prins í álögum
sem verður ekki aflétt nema
stúlka verði ástfangin af
honum áður en rós sem
geymd er í höll hans deyr.
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Metacritic 65/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.00, 17.10, 20.00
Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Keflavík 15.00
Unforgettable 16
Eftir skilnað við eiginmann
sinn David hefur Tessa borið
þá von í brjósti að hann muni
snúa til hennar og dóttur
þeirra aftur.
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.20
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.45
Ghost in the Shell 12
Motoko Kusanagi er mennsk
en líkami hennar gæddur há-
tæknivélbúnaði sem gerir
hana nánast ósigrandi.
Metacritic 53/100
IMDb 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.45
Sambíóin Kringlunni 22.40
Hidden Figures Metacritic 74/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 21.00
Get Out 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 83/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 20.00, 22.15
Undirheimar 16
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 17.40, 20.00,
22.25
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.10
Hjartasteinn
Örlagarík þroskasaga .
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.10, 20.50
A Monster Calls 12
Metacritic 76/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Chips 16
Metacritic 28/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
The Shack 12
Eftir að yngstu dóttur Mac-
kenzie er rænt og hún talin
af, fær Mack bréf sem biður
hann um að snúa aftur
þangað sem Missy á að hafa
verið myrt.
Metacritic 32/100
IMDb 6,5/10
Sambíóin Kringlunni 17.20,
20.00, 21.10
Life 16
Vísindamenn um hafa það
markmið að rannsaka fyrstu
merki um líf frá öðrum
hnetti.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 54/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 20.00, 22.20
Logan 16
Logan er að niðurlotum
kominn en þarf að hugsa um
hinn heilsulitla Prófessor X.
þar sem þeir fela sig nærri
landamærum Mexíkó.
Metacritic 75/100
IMDb 9,0/10
Smárabíó 19.50, 22.40
Kong: Skull Island 12
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 22.45
Sambíóin Egilshöll 22.15
Snjór og Salóme 12
Þau Salóme og Hrafn hafa
verið af og á í sambandi í
fimmtán ár og leigt saman
íbúð.
Morgunblaðið bbbmn
Háskólabíó 18.10
Power Rangers 12
Metacritic 44/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 17.00, 22.10
A Dog’s Purpose 12
Metacritic 43/100
IMDb 4,9/10
Sambíóin Kringlunni 15.00
Eugene Onegin
Sambíóin Kringlunni 16.55
Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af-
brýðisamur út í ofvitann, litla
bróður sinn, og ætlar að
vinna ástúð foreldra sinna
með klókindum
Metacritic 50/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 12.00, 14.10,
16.30
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.10, 16.10, 17.30
Smárabíó 12.30, 13.00,
14.45, 15.15, 17.30, 20.00
Háskólabíó 15.40, 18.00,
18.00
Borgarbíó Akureyri 13.40,
15.40, 17.30
Dýrin í Hálsaskógi Klassíska ævintýrið eftir
Thorbjörn Egner.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 12.00, 14.00,
15.50, 18.00
Sambíóin Keflavík 15.00
Smárabíó 13.00, 15.00
Háskólabíó 16.00
Strumparnir:
Gleymda þorpið Metacritic 45/100
IMDb 5,9/10
Laugarásbíó 12.00, 14.00,
16.00
Smárabíó 12.00, 15.00,
17.40
Háskólabíó 16.00
The Lego Batman
Movie Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 15.20
Rock Dog Útvarp dettur af himnum of-
an og beint í hendurnar á
tíbetskum Mastiff risahundi.
Metacritic 49/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
15.50
Sambíóin Egilshöll 13.00
Stóra stökkið IMDb 6,9/10
Munaðarlaus stúlka leggur á
ráðin um að strjúka frá mun-
aðarleysingjahælinu.
Moonlight 12
Myndin segir uppvaxtarsögu
svarts, samkynhneigðs
manns á Florida.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 99/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 22.00
Glory 12
Veröld Tsanko Petrov um-
turnast þegar hann finnur
stóra bunka af reiðufé.
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 22.15
Safari
Heimildamynd um dráps-
ferðamenn og mannlegt eðli.
IMdb 7,1/10
Bíó Paradís 16.00
Hedda Gabler
Bíó Paradís 20.00
I, Daniel Blake
Metacritic 78/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 18.00
Velkomin til Noregs
IMDb 6,3/10
Bíó Paradís 16.00, 18.00
Spólað yfir hafið
Einstakt tækifæri til að vera
fluga á vegg í tilveru fólks
sem er með ástríðu á allt
öðru plani en „við hin“
Bíó Paradís 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna