Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
majubud.is
Fosshálsi 5-9,
110 Reykjavík
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar, vonar að Alþingi dragi ekki
úr áhrifum frumvarps félagsmála-
ráðherra gegn kennitöluflakki, þar
sem tekið er á því hvað telst hæfur
stjórnandi.
Þetta kemur fram í grein Sig-
urðar í Fréttablaði Eflingar. Í
greininni kemur einnig fram að til-
lögur í frumvarpinu geri ráð fyrir að
hægt verði að setja einstaklinga í
bann fyrir vítaverða háttsemi.
„Með banni er átt við heimild til
að svipta einstaklinga sem teljast
vanhæfir vegna grófra og óverjandi
viðskiptahátta sem stjórnendur og
skuggastjórnendur í fyrri félögum,“
skrifar Sigurður.
„Meginvandinn í
þessu er að það
hefur tíðkast hér
í langan tíma að
það gerist ekkert
þó að menn setji
fyrirtæki á haus-
inn. Það eru auð-
vitað engin lög-
brot fólgin í því,
en þegar menn
setja fyrirtæki ítrekað á hausinn,
allt að 25 sinnum, þá er nokkuð ljóst
að eitthvað er að í samfélaginu, að
ekki hafi náðst, fram að þessu, ein-
hver viðbrögð til að bregðast við
slíku,“ segir Sigurður í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir að fjár-
hagslegt tjón af kennitöluflakki sé
gríðarlegt. „Árið 2012-2013 töpuð-
ust 166 milljarðar og eingöngu 5,2
milljarðar sem náðist upp í. Það eru
3,14%, sem segir okkur að þetta sé
algjörlega óásættanlegt,“ segir Sig-
urður.
Lagatæknilegt vandamál
„Mörg af þessum málum eru
lagatæknileg mál og það þarf að
taka á þeim í lagabreytingunni. Nú
er ég ekki að tala um að það sé sak-
næmt að fyrirtæki fari einu sinni í
þrot. En þegar þetta er margítrek-
aður gjörningur þarf að tryggja að
slíkt gerist ekki.“
Hann segir nauðsynlegt að loka á
gerendur í slíkum málum en einnig
þarf að tryggja að ekki séu settar
skuggastjórnir á fyrirtækin.
Bann við kennitöluflakki
Formaður Eflingar vonar að bann við kennitöluflakki verði í
frumvarpi félagsmálaráðherra Kennitöluflakk óásættanlegt
Sigurður
Bessason
Hjörtur Jónas Guðmundsson
Sigurður Bogi Sævarsson
„Flugvélin kom inn til aðflugs, var síðan rifin upp
aftur og kom svo inn í seinna skiptið og þá gerðist
þetta. Hraðinn var rosalegur og vélin virtist ekk-
ert ætla að stoppa. Síðan náðist að stöðva hana í
lokin og hún rann út af brautinni,“ segir Guð-
mundur Pálmason sem var einn af farþegum flug-
vélar Primera Air sem hafnaði utan brautar í lend-
ingu á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir kl. 17 í
gær. Alls 137 farþegar, þarf af tvö ungbörn, voru í
vélinni auk sex manna áhafnar. Enginn slasaðist.
Skreið út fyrir brautarendann
Þegar farþegarnir úr flugvélinni komu inn í
flugstöð var þeim á vegum flugfélagsins boðin
áfallahjálp. Fyrst eftir lendingu var fólk eðlilega
nokkuð beygt, en náði þó fljótt áttum „Það var
auðvitað fyrst smá paník en ekkert þannig að fólk
gengi af göflunum,“ segir Guðmundur Pálmason.
„Flugvélin var mjög lengi að reyna að lækka
flugið. Við lentum í ókyrrð en síðan hélt þetta að-
flug eiginlega endalaust áfram. Þegar vélin komst
síðan loks niður á flugbrautina þá var hemlunar-
búnaðurinn í botni og síðan bara skreið flugvélin
út fyrir brautarendann,“ sagði annar farþegi,
Margrét Eiríksdóttir, þegar hún lýsti atburða-
rásinni í samtali við Mbl.is
Flugvöllurinn lokaðist
Flugvélin var að koma frá Alicante á Spáni þeg-
ar þetta gerðist. Eftir lendinguna þurftu farþegar
að bíða alllengi um borð uns þeir voru ferjaðir inn í
flugstöð. Vegna óhappsins lokaði flugvélin norður-
suður-braut Keflavíkurflugvallar í nokkra klukku-
tíma. Flugbrautin sem liggur frá vestri til austurs
var þá opnuð aftur um stundarsakir til að geta
þjónustað aðrar flugvélar, en umrædd braut er
annars lokuð nú vegna malbikunarframkvæmda.
Björgunarliðar voru virkjaðir vegna óhappsins
svo og fulltrúar Rannsóknarnefndar samgöngu-
slysa. Spurður um hugsanleg tildrög þessa segir
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA,
þau verða rannsökuð. Mikil snjókoma var á Kefla-
víkurflugvelli þegar þetta gerðist, en hvort það
eða slæm hemlunarskilyrði á flugbrautinni séu or-
sökin verði ekki fullyrt um nú.
Á miklum hraða út af braut
Flugvél Primera Air rann út af flugbraut við lendingu síðdegis í gær Viðbún-
aður á Keflavíkurflugvelli sem lokaðist vegna óhappsins Farþegum var brugðið
Ljósmynd/Margrét Eiríksdóttir
Óhapp Skilyrði á Keflavíkurflugvelli voru slæm.
Farþegarnir voru fluttir með rútu inn í flugstöð.
Rétt er fyrir landsmenn að huga að regnvörnum því
spáð er áframhaldandi skúrum og slydduéljum sunn-
anlands næstu daga. Einnota regnkápur gera sitt gagn
en regnhlífarnar eru betri á meðan rigningin fellur lá-
rétt. Heldur svalt er með rigningunni en hlýrra og
bjartara veður norðanlands.
Morgunblaðið/Golli
Rétt að huga áfram að regnvörnum
Fiskistofu höfðu
síðdegis í gær
borist rétt um
400 umsóknir um
leyfi til strand-
veiða sem hefjast
eiga næsta
þriðjudag, 2. maí.
Þetta er svipaður
fjöldi og í fyrra,
en við upphaf
veiðanna voru leyfin alls 413. „Við
bjuggumst við að umsóknirnar yrðu
færri í ár en áður vegna sterks geng-
is krónunnar,“ segir Axel Helgason,
formaður Landssambands smábáta-
eigenda. „Þá var nokkuð um það í
vetur að menn ætluðu sér að róa
með leigukvóta, en verð á honum
lækkaði hratt á tímabili. Þegar ráð-
herra heimilaði að menn mættu færa
30% aflaheimilda yfir á næsta fisk-
veiðiár breyttust forsendurnar,
verðið á leigukvótanum rauk upp svo
menn fóru aftur að horfa til strand-
veiða.“
Reglan um strandveiðar er sú að
frá maí til ágúst er heimilt að veiða á
handfæri alls 9.200 lestir af
óslægðum botnfiski. Heimildir til
veiða skiptast á fjögur svæði. A-
svæði nær frá Mýrum í Ísafjarð-
ardjúp, þar eru flestir bátarnir og
mest í pottinum, alls 2.610 tonn.
sbs@mbl.is
400 ætla á
strandveiðar
Búist var við færri
Ljóst er af athug-
un Hafna-
sambands Ís-
lands að tvær
skuldugar hafnir
verða ekki sjálf-
bærar í rekstri
nema með ut-
anaðkomandi að-
gerðum. Það eru
Reykjaneshafnir
og Sandgerðishöfn.
Hafnasambandið gerir á hverju
ári fjárhagsúttekt byggða á árs-
reikningum hafnanna, sú síðasta
grundvallast á stöðunni í lok árs
2015. Illa staddar hafnir óskuðu eftir
frekari athugun og möguleikum á
úrbótum.
Gísli Gíslason, formaður Hafna-
sambands Íslands, segir að fjórtán
höfnum hafi verið sent erindi og ósk-
að eftir viðbrögðum þeirra við stöðu
mála en hafnarsjóðir eru alls 35. Af
þessum fjórtán svöruðu níu og gerðu
grein fyrir sínum málum.
Þrýst á stjórnvöld
Flestar töldu að staðan væri sú að
þær myndu vinna sig út úr vanda-
málunum. Sumar hafi séð jákvæðari
tölur á síðasta ári. Þó sé nokkuð ljóst
að Reykjaneshafnir og Sandgerð-
ishöfn, báðar með veigamikla starf-
semi, verði ekki sjálfbjarga nema
með utanaðkomandi aðgerðum.
Staða Reykjaneshafna hefur verið
lengi til umfjöllunar og er hluti af
fjárhagsvanda Reykjanesbæjar.
Sandgerðishöfn er einnig skuldsett
en þar er auk þess komið að brýnum
en kostnaðarsömum viðhaldsverk-
efnum.
Gísli segir að þessum upplýs-
ingum verði komið til stjórnvalda og
reynt að þrýsta á að mikilvægum
höfnum verði hjálpað til að verða
sjálfbærar í rekstri. helgi@mbl.is
Tvær
hafnir ekki
sjálfbærar
Athugun á fjár-
hagsstöðu hafna
Gísli Gíslason
Lífeyrissjóður verslunarmanna hef-
ur farið fram á það að beitt verði
margfeldiskosningu, komi til kosn-
inga á milli frambjóðenda til stjórn-
ar HB Granda hf. á aðalfundi fé-
lagsins sem haldinn verður 5. maí
nk. Tekist hefur verið á um stjórn-
arsæti í HB Granda síðustu ár og
kröfðust lífeyrissjóðir margfeldis-
kosningar á síðasta aðalfundi.
Krefjast margfeldis-
kosningar í HB Granda