Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 21

Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sérfræðingar á vegum alþjóðlegu Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, eru að kanna ásakanir um að efna- vopnum hafi verið beitt 45 sinnum í sýrlenska borgarastríðinu frá því síðasta haust. Ahmet Uzumcu, framkvæmda- stjóri stofnunarinnar, sagði að list- inn yfir ásakanirnar væri langur, en stofnunin hefur með höndum eftirlit með alþjóðlegu banni á notkun efna- vopna. Sagði Uzumcu að á seinni hluta síðasta árs hefðu 30 ásakanir um beitingu efnavopna borist inn á hans borð, og 15 til viðbótar það sem af er árinu 2017. Þar á meðal er efnavopnaárásin hinn 4. apríl síðast- liðinn, þar sem saríngasi var beitt á þorpið Khan Sheikhun, en 88 manns hafa látist af völdum hennar. Sjálfboðaliðar til reiðu Stofnunin er nú að reyna að und- irbúa vettvangsferð til þorpsins til þess að kanna allar aðstæður, en í síðustu viku lýsti Uzumcu því yfir að það væri fullsannað að saríngasi eða svipuðu efni hefði verið beitt í árás- inni 4. apríl. Sýrlensk yfirvöld hafa fyrir sitt leyti sagst vera samþykk þessari vettvangsferð stofnunarinnar, en vandinn er sá að rannsóknateymið myndi þurfa að fara í gegnum land- svæði sem er á valdi nokkurra mis- munandi uppreisnarhópa. „Við þurf- um því að ræða við þá til þess að fá tímabundið vopnahlé,“ sagði Uz- umcu og bætti við að hann hefði þeg- ar fengið sjálfboðaliða á vegum stofnunarinnar til þess að vera til taks þegar og ef færið gæfist á að hefja rannsóknina. Teymið mun hins vegar ekki hafa heimild eða umboð til þess að rann- saka Shayrat-herflugvöllinn, en hann var skotmark Bandaríkjahers í kjölfar efnavopnaárásarinnar, þar sem Bandaríkjastjórn sagði að þotan sem framkvæmdi árásina hefði verið staðsett þar. Rússar hafa einnig krafist þess að rannsakað verði hvort efnavopn hafi verið geymd þar, en þeir segja árás Bandaríkjamanna skýrt brot á alþjóðalögum. Rannsaka 45 ásakanir um beitingu efnavopna í Sýrlandi AFP Efnavopn Eitt af fórnarlömbum árásarinnar á Khan Sheikhun að jafna sig á sjúkrahúsi fyrr í mánuðinum.  Efnavopnastofnunin er reiðubúin til að rannsaka árásina á Khan Sheikhun Lögreglan í Bretlandi varaði við því í gær að hún teldi aukna hættu á því að hryðjuverk verði framið í landinu. 27 ára gamall karlmaður, sem nafngreindur var sem Khalid Mohammed Omar Ali, var handtek- inn á fimmtudaginn nálægt breska þinghúsinu, en hann var með fjölda hnífa á sér þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Mun breska leyniþjónustan MI5 hafa fylgst grannt með Ali síðustu vikurnar, en talið er að meðlimur fjölskyldu hans hafi hringt í lögregluna til þess að vara við honum. Í fyrrinótt lét síðan lögreglan í Lundúnaborg til skarar skríða og handtók sex manns í húsleit. Sú rannsókn var ekki sögð tengjast handtökunni á Ali. Örfáum klukkutímum síðar gerði lögreglan aðra húsleit, að þessu sinni í norðurhluta Lundúna, þar sem lögreglumenn skutu á konu, sem sögð var hafa verið í búrku- klæðum. Konan var flutt á sjúkra- hús þar sem hún er í alvarlegu en stöðugu ástandi. Sú húsleit er sögð tengjast þriðja hryðjuverkamálinu. Sagði talsmaður lögreglunnar að hún teldi sig hafa komið í veg fyrir að þessir hópar framkvæmdu áætl- anir sínar. Hins vegar væri enn ástæða til þess að vera vel á verði, þar sem lögreglan hefði orðið vör við mikla aukningu í starfsemi hryðjuverkahópa. Rétt rúmlega mánuður er liðinn frá því að Khalid Masood ók bíl á ofsahraða á vegfarendur á West- minster-brú áður en hann stakk lögreglumann við breska þinghúsið til bana. Alls létust fimm manns í þeirri árás. AFP Hryðjuverkahætta Lögreglumenn standa vörð um hús í norðurhluta Lund- únaborgar, þar sem húsleit hafði verið gerð vegna hryðjuverkahættu. Varað við hryðju- verkahættu  Kona skotin í húsleit lögreglu Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, segir í viðtali við frétta- stofu Reuters, að það hafi komið sér á óvart hve erfitt starfið sé. „Ég naut míns fyrra lífs. Það var svo margt í gangi,“ segir Trump í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að 100 dagar eru liðnir frá því hann tók við forsetaembætt- inu. „Það er miklu meiri vinna en áður. Ég hélt að þetta yrði auðveld- ara.“ Trump segist vanur því að eiga lítið einkalíf enda mikið í sviðsljós- inu þegar hann var umsvifamikill kaupsýslumaður. En nú keyrði um þverbak og honum þætti óþægilegt að þurfa öryggisgæslu allan sólar- hringinn og bílstjóra. „Mér finnst gaman að aka. Ég fæ ekki lengur að aka sjálfur.“ DONALD TRUMP Hélt að forsetastarfið yrði auðveldara Frelsi fjölmiðla í heiminum hefur ekki verið minna í í þrettán ár, að mati bandarísku stofnunarinnar Freedom House. Vísar stofnunin í nýrri skýrslu m.a. til ítrekaðra árása Donalds Trumps, Banda- ríkjaforseta, á fjölmiðla og hertra aðgerða einræðisríkisstjórna. Fjallað er um 199 ríki í skýrsl- unni og fullyrt, að aðeins í 13% þeirra ríki fjölmiðlafrelsi þar sem stjórnmálamönnum sé veitt eðli- legt aðhald, fjölmiðlamenn þurfi ekki að óttast öryggi sitt og af- skipti ríkisvalds af fjölmiðlum séu lítil. Frelsi fjölmiðla er, að mati stofn- unarinnar, mest í Noregi, Hollandi, Svíþjóð, Belgíu, Danmörku, Finn- landi, Sviss, Lúxemborg, Andorra, Íslandi, Liechtenstein og Palau. Áfram dregur úr frelsi fjölmiðla Útflutningur matvæla frá Íslandi – staðan í dag og þróun síðustu ára Bryndís Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu Danski smásölumarkaðurinn– tækifæri fyrir íslenskar vörur, áskoranir í flutningum og dreifileiðir Gustaf Ólafsson rekur fyrirtækið Möllebakkens í Danmörku sem sérhæfir sig í sölu á fiski og íslenskummatvælum í Evrópu. Straumar og stefnur á danska matvælamarkaðinum frá sjónarhorni kaupanda á fyrirtækjamarkaði Martin H. Zielke er stjörnukokkur frá Danmörku og eigandi fyrirtækisins Simply Cooking. Grand hótel Reykjavík|4. maí | kl. 14-16 Íslandsstofa í samstarfi við Dansk-íslenska viðskipta- ráðið býður til fundar um danska matvælamarkaðinn fimmtudaginn 4. maí, kl. 14 á Grand hótel. Fulltrúar fyrirtækja sem flytja út matvæli til Danmerkur segja frá reynslu sinni. Nánari upplýsingar og skráning á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is Rússar vöruðu við því í gær á fundi öryggisráðsins að hernaðarleg lausn á kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna yrði „al- gjörlega óásættanleg“ og að árás á landið myndi hafa „hræðilegar af- leiðingar“. Gennadí Gatilov, aðstoðarut- anríkisráðherra Rússlands, sótti fund ráðsins í gær, og sagði að það þyrfti að skoða betur tillögur sem Kínverjar hefðu lagt fram, þar sem reynt yrði að fá Norður-Kóreu- menn aftur að samningaborðinu. Hins vegar hefði sýnt sig að refsiað- gerðir einar og sér myndu ekki skila neinum árangri. Gatilov tók fram að hegðun Norður-Kóreumanna væri óviðeig- andi. Fundi öryggisráðsins var ætl- að að samræma viðbrögð við að- gerðum Norður-Kóreumanna en þeir hafa haldið áfram tilraunum sínum með langdrægar eldflaugar, þrátt fyrir að öryggisráðið hafi ályktað gegn því. AFP Kórea Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fundaði um Norður-Kóreu. „Hræði- legar af- leiðingar“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.