Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 49

Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝNINGARTÍMA ER AÐ FINNA INNÁ LAUGARÁSBÍÓ.IS Andrúmsloftið var frekarhátíðlegt en þó afslappaðí Disney Hall, heimiliFílharmóníusveitar Los Angeles-borgar, þegar Sigur Rós steig þar á svið ásamt húshljóm- sveitinni fyrr í mánuðinum. Í raun var fátt sem minnti mann á ys, þys, glys og glamúr stórborg- arinnar fyrir utan þetta magnaða hús sem erfitt er að lýsa með orð- um. Magnaður arkitektúr Franks Gehry skapaði umgjörð um tónlist- ina sem jafnast á við það allra besta sem gerist á þessari plánetu sem við búum öll á. Augljóst var að í vændum var viðburður sem var vel þess virði að skella sér í 7.000 km flug fyrir. Átta tónskáld höfðu gert útsetn- ingar á lögum Sigur Rósar fyrir viðburðinn, þar af tvö íslensk: Páll Ragnar Pálsson og Daníel Bjarna- son. Í samtali við þá Georg og Jónsa fyrir tónleikana kom fram að hljómsveitin hefði í raun gefið þeim lausan tauminn hvað útsetn- ingarnar varðaði. Tónlist Sigur Rósar hefur alltaf verið sinfónísk og mikil um sig en frá því að Kjartan sagði skilið við sveitina hefur hljómurinn verið hrárri og grófari þannig að þetta var nokk- urs konar afturhvarf til klassískari hljóms Sigur Rósar. Strákarnir virtust þó ekki vera mikið að velta þessu öllu saman fyrir sér fyrir tónleikana, hvorki umfangi stund- arinnar né nokkru öðru. Fjórar Stradivarius-fiðlur á sviðinu… hverjum er ekki sama. Örugglega er slík nálgun fyrir bestu því lík- lega hefði sú tilhugsun ein og sér dugað til að buga ófáa rokkarana. Nýtt lag: Á, var fyrsta lagið sem mun vera af plötu sem sveitin er að vinna að. Fáir hafa náð að lýsa tónlist Sigur Rósar með orðum án þess verða of háfleygir og á köfl- um bara kjánalegir. Því ætla ég bara að láta það duga að segja að það hafi verið fallegt og að útsetn- ingin hafi verið smollið vel við. Lesendur geta spreytt sig á lýs- ingarorðunum sjálfir því hægt er að streyma tónleikunum á netinu. Þannig liðu tónleikarnir áfram, Fílharmónían, undir stjórn Esa- Pekka Salonen, víkkaði út hljóm Sigur Rósar án þess að taka neitt frá henni sem er yfirleitt hættan í svona samstarfi. Tónskáldin voru greinilega rétt valin í samstarfið. Starálfur af Ágætis Byrjun var óumdeilanlega best heppnaða út- setningin enda eitt af sterkari lög- um sveitarinnar sem var útsett vel á sínum tíma. Owen Pallett átti heiðurinn af þeirri útsetningu sem hefði auðveldlega getað valdið von- brigðum. Salurinn er þannig byggður að setið er í kringum sviðið og ég horfði niður á hlið hans. Hljóm- urinn þar var ekki jafnkraftmikill og sá sem ég heyrði í hljóðpruf- unum fyrir framan sviðið fyrr um daginn. Hins vegar er nándin við tónlistarmennina í Disney Hall mikil og þrátt fyrir að á þriðja þúsund manns væru í salnum fannst manni eins og það væru bara nokkur hundruð manns. Áhorfendur voru vel með á nót- unum enda seldist upp á tón- leikana á nokkrum sekúndum. Þegar komið var að Festival af Með suð í eyrum… var gaman að sjá að margir þeirra, einhverjir af ótalmörgum Íslendingum í salnum, gátu ekki setið á sér lengur og spruttu úr sætum sínum, dönsuðu og hristu sig í mikilli gleði. Fal- legt. Þetta kveikti líka í sveitinni. Eftir að hafa séð Sigur Rós spila margoft á tuttugu ára tímabili hef ég aldrei séð Jónsa smita orku af þessu tagi frá sér, öskraði og kall- aði út í salinn sem skilaði sér mögnuðu andrúmslofti í salnum. Rokkstjörnutaktar af góðu gerð- inni. Eftir hlé dró Fílharmónían sig í hlé og gaf Sigur Rós eftir sviðið og Sæglópur, Ný Batterí, Vaka, E- Bow, Kveikur og Popplagið fengu að hljóma hjá tríóinu. Dýnamíkin í hljómsveitinni hefur náttúrulega breyst við 25% fækkun. Eins og gerist gjarnan í slíkum tilfellum fá þeir sem eftir eru meira pláss til að láta ljós sitt skína og það á sannarlega við um hvað hefur gerst hjá Sigur Rós. Orri hefur alltaf verið afburðatrommari en það er einstaklega gaman að fylgj- ast með honum þessa dagana og hann fór algerlega á kostum í Disney Hall, hrár krafturinn í hon- um skerpir meira á fegurð tónlist- arinnar nú en áður. Líklega eru þeir ekki margir sem hafa rifið sig úr að ofan í Disney Hall til þessa. Eins gaman og það var að sjá strákana spila með Fílharmóníunni er ekki hægt að toppa þá eina síns liðs og hámark tónleikanna var án vafa þegar þeir voru þrír á sviðinu. Magnað hverju er hægt að áorka þegar nokkrir krakkar taka sig saman og stofna hljómsveit. Tríó Hápunktur tónleikanna var þegar þeir þremenningarnir voru á sviðinu. Tónleikar Sigur Rósar og Fílharm- óníusveitar Los Angeles í Walt Disney Concert Hall 13. apríl 2017. Stjórnandi: Esa-Pekka Salonen. Útsetningar: Dan Deacon, Owen Pallett, Anna Meredith, Nico Muhly, David Lang, Missy Mazzoli, Páll Ragnar Pálsson og Daníel Bjarnason. Tónleikarnir voru hluti af Reykjavík Festival-hátíðinni í Los Angeles. HALLUR MÁR TÓNLIST Rýmið Mikil nánd er við tónlistarmennina sem koma fram í Disney Hall. Húsið Disney Hall skapaði magnaða umgjörð um tónleikana. Engin vonbrigði í Disney Hall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.