Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 18

Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 18
ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Fjármálastaða Sandgerðisbæjar hefur mikið lagast. Í lok krepp- unnar var staða Sandgerðisbæjar orðin mjög alvarleg og þegar verst var voru skuldir orðnar 355% af reglulegum tekjum. En bæjar- fulltrúar allir sem einn unnu saman að því að snúa þessari óheillaþróun við. Farið var í allskonar sparnaðar- aðgerðir og allar framkvæmdir í lágmarki. Það tókst að snúa stöð- unni til betri vegar og við uppgjör sem var kynnt í bæjarstjórn reynd- ust skuldir vera komnar í 161% af tekjum en viðmiðunarhlutfall er 150%. Allar líkur eru á að á næsta ári verði þetta lægra.    Íbúum fjölgar og er nú svo komið að flestar íbúðir, sem á und- anförnum árum hafa verið mann- lausar, eru komnar í notkun. Á árinu 2016 fjölgaði íbúum í Sand- gerði um 8,8%, úr 1.570 í 1.708 og er enn að fjölga. Núna vantar íbúðir. Margar íbúðir sem voru mannlausar eru farnar að láta á sjá vegna við- haldsleysis og þó nokkuð er til af lóðum sem á næstunni verður vænt- anlega byggt á. Ferðamönnum fjölgar hér eins og annars staðar og nýlega tóku hjónin á Nýjabæ á Stafnesi í notkun nýtt gistihús ásamt því að breyta þriggja hæða einbýlishúsi sínu í gistiheimili að hluta. Það hafa verið miklar bókanir hjá þeim í vetur enda frábært útsýni út á brimótta ströndina við Stafnes. Við Suðurgötu stendur myndarlegt hús sem í eina tíð var pósthús og símstöð og svo var þarna Landsbankinn og sparisjóðurinn sem fór á hausinn. Nú er verið að breyta þessu húsi í gistiheimili með sjö góðum herbergjum sem verða tekin í notkun á næstunni.    Í vetur hefur verið unnið að breytingum á tjaldsvæðinu sem stendur við gamla knattspyrnuvöll- in. Byggð hafa verið 4 hús og er í öllum húsunum klósett og sturta. Ennfremur var byggt hús þar sem gestir geta setið við borð og fengið sér næringu. Til viðbótar voru 4 minni hús flutt að þessum nýju hús- um sem standa við svæði sem heitir Gulllág. Fyrr á síðustu öld voru þarna miklir saltfiskreitir og þar fengu margir vinnu við að leggja út saltfisk og taka saman og þaðan kemur nafnið Gulllág. Þess má geta að í húsunum og á svæðinu er þráð- laust netsamband og verður tjald- svæðið opið allt árið. Snyrtilegir tré- pallar hafa verið lagðir að húsunum og ættu gestir ekki að þurfa ganga eftir blautu grasinu að húsunum.    Nú fer að hefjast knattspyrnu- tímabilið. Reynismenn eru komnir með nýjan þjálfara, Hannes Jón Jónsson, sem var áður meðal annars þjálfari Magna á Grenivík og þjálf- aði einnig yngri flokka Þórs á Akur- eyri. Reynismenn hafa líka fengið 3 erlenda leikmenn til að styrkja liðið, stóran og mikinn markmann sem kemur frá Ástralíu og tvo öfluga sóknarmenn frá Bandaríkjum. Það er vonandi að félaginu gangi vel í sumar. Núna í vetur var lagður göngu- stígur með Sandgerðistjörn þar sem hún liggur næst Garðvegi. Hefur þessi göngustígur aukið öryggi þeirra sem ganga með tjörninni og skoða hið fjölbreytta fuglalíf sem er í og við tjörnina. Í sumar verður lagður göngustígur frá núverandi stíg meðfram Kettlingatjörn og að gangstéttakerfi við Tjarnargötu. Í næstu viku hefst hin árlega hreins- unarvika hér í bæ og eru íbúar hvattir til að taka til hendinni og koma rusli og afklipptum gróðri á rétta staði sem allir eru merktir. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Endurnýjun Frístundahúsin sóma sér vel í hrjóstugu landinu í Gulllág og tjaldsvæðið hefur allt verið endurnýjað. Íbúum fjölgar í Sandgerði 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Árlegur fjöl- skyldudagur verður í Gróttu frá klukkan 13:30 til 15:30 í dag. Verður Gróttuviti opinn og gestum og gangandi boðið að þræða sig upp stigann í vitanum og njóta útsýnisins. Meðal dagskrárliða eru útijóga, opnun á hönnunarsýningunni Flæði, tónleikar Valgeirs Guð- jónssonar, rannsóknarsetur sjávarlífvera fyrir börn, nikkuspil undir berum himni, flugdreka- smiðja, andlitsmálun, og vöfflu- kaffi. Fjölskyldudagur í Gróttu í dag Gróttuviti Karlakór Grafarvogs fagnar sumri á hinum árlegu vortónleikum sín- um í Grafarvogskirkju næstkom- andi sunnudag, 30. apríl, og hefjast þeir klukkan 17. Þetta vorið heldur kórinn tvenna tónleika en auk tónleikanna í Graf- arvogskirkju heldur kórinn tón- leika í Skálholtskirkju laugardag- inn 13. maí. Allur ágóði þeirra tónleika rennur til kirkjunnar. Á efnisskrá tónleikanna eru einkum íslenskir sveitasöngvar en sum laganna hafa verið sér- staklega útsett fyrir kórinn. Þá verða einnig flutt nokkur vinsæl erlend lög. Með kórnum verða undirleikarar sem spila á píanó, bassa, trommur og trompet. Þá munu Hans Martin Hammer, Jóhann Mar Ólafsson og Sveinn Jónsson syngja einsöng á tónleikunum. Stjórnandi kórsins er Íris Erlingsdóttir. Í sumarskapi Karlakór Grafarvogskirkju heldur vortónleika á sunnudaginn. Karlakór Grafarvogs heldur vortónleika STUTT Árleg kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður haldin í Kristniboðs- salnum að Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík, mánudaginn 1. maí og hefst kl. 14. Ágóði kaffisölunnar rennur til kristniboðs, hjálpar- og þróun- arstarfs Kristniboðssambandsins. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag á landinu, rúmlega hundrað ára. Ein af mörgum fjár- öflunarleiðum þess er hin árlega kaffisala. Kaffisala Kristni- boðsfélags kvenna Á sunnudag verð- ur Sæluvika Skagfirðinga sett en í gær tóku nemendur yngstu bekkja Árskóla á Sauðárkróki for- skot á sæluna og buðu eldri borg- urum í sum- arkaffi. Í dag, laugardag, verður keppt um titilinn Ísmaðurinn 2017 á skíða- svæði Tindastóls og hefst dagskráin kl 11. Á sama tíma hefst Þjóðleikur í Miðgarði, leiklistarhátíð ungs fólks sem er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Á Sauðárkróki verður sýning fólks í myndlistarfélaginu, strengja- tónleikar verða í Hóladómkirkju og dagskrá dagsins lýkur með kótil- ettukvöldi í íþróttahúsinu á Sauð- árkróki og er það fjáröflunarsam- koma lionsklúbbanna í Skagafirði. Sæluvikan sett Sauðárkrókur Árbæjarskóli í Reykjavík heldur í dag upp á 50 ára afmæli sitt. Dagskrá verður á sviði hátíð- arsalar skólans frá kl. 11 til 12 þar sem fjölmargir nemendur stíga á svið og dansa og syngja, sýndar verða stuttmyndir og einnig frum- flutt opnunaratriði söngleiksins Konungur ljónanna sem frum- sýndur verður í skólanum miðviku- daginn 3. maí kl. 20. Árbæjarskóli heldur upp á 50 ára afmæli Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Lambakóngur og lambadrottning skutust inn í heldur kalda veröld á Langanesi þann fyrsta apríl, tölu- vert fyrr en bændur höfðu áætlað því hrúturinn Messías á næsta bæ hafði hitt móðurina úti í haga heldur snemma. Tvílembingarnir fengu nöfnin Messi og Sía og eru nú stór og pattaraleg lömb. Á Hallgilsstöðum á Langanesi búa þau Brynja Reynisdóttir og Jó- hannes Ingi Árnason og leggst sauð- burðartíðin vel í þau. „Sauðburður þetta vorið mun ná yfir nokkru lengri tíma núna því sumar af ánum bera með fyrra móti svo hægt verði að létta á húsrýminu og setja lambféð út,“ sagði Jóhannes Ingi en þau Brynja eru með 600 fjár í húsunum, þar er líka þægileg kaffi- stofuaðstaða fyrir vökufólk uppi við loft með góðri yfirsýn um allt fjár- hús sem auðveldar eftirlit með lambfénu. Búskap á Hallgilsstöðum á Langanesi hófu þau fyrir þremur árum en hann var áður bóndi í Skaftártungu. Þar syðra vorar þó nokkru fyrr en hér á norðaustur- horninu og segir Jóhannes Ingi muninn töluverðan. „Við erum samt bjartsýn á gott vor núna eftir til- tölulega léttan vetur, tún koma al- mennt vel undan vetri og ekkert kal,“ sagði hann, einnig var heyfeng- ur góður eftir sumarið svo ekki þarf að kvíða heyleysi þó tíðin spillist. Lömbin komu snemma í heiminn Morgunblaðið/Líney Tigin Jóhannes Ingi Árnason með fyrstu lömb ársins á Hallgilsstöðum. Að fyrirhuguð hækkun bóta al- mannatrygginga 2018 til 2022 eigi einungis að verða 3,1%- 4,8% samkvæmt fjár- málaáætlun rík- isins til næstu fimm ára er mót- mælt í ályktun frá stjórn Ör- yrkjabandalags Íslands nú í vikunni. Þar segir að þetta sé lág prósentu- hækkun til örorkulífeyrisþega, sem eru almennt með litlar tekjur. Kjör þeirra hafi dregist mjög aftur úr því sem þorri landsmanna hafi úr að spila. Ljóst sé af tillögunum að stjórnvöld hafa ekki í hyggju að bæta kjör þeirra sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Gagnrýnt er af ÖBÍ hve lágar fjár- hæðir eru áætlaðar til uppbygg- ingar í heilbrigðiskerfiinu. Ef í slíku kerfi væri biðlistalaus sálfræði- og tannlæknaþjónustu ætti það að geta dregið úr nýgengi örorku. „Styrkja þarf og styðja mennta- stofnanir í landinu þannig að ljóst sé að allt nám sé aðgengilegt,“ segir ÖBÍ. Ætla ekki að bæta kjör lífeyrisþega Hjólað Virk þátt- taka er mikilvæg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.