Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist á Böðmóðs-
stöðum í Laugardal
11. maí 1925. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 13.
apríl 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Ingimar Njálsson,
bóndi á Ketilvöllum
og Böðmóðsstöðum,
f. 10. júlí 1894, d. 18. nóvember
1971, og Karólína Árnadóttir, f.
20. nóvember 1897, d. 25. mars
1981. Systkini Sigríðar eru Guð-
brandur, f. 1919, d. 1919, Guð-
björn, f. 1920, d. 1999, Ólafía, f.
1921, d. 2011, Aðalheiður, f.
Gunnars eru Daníel Freyr, f.
1994, Almar Nökkvi, f. 1999, og
Embla, f. 2001. b) Aðalheiður, f.
1973, sambýlismaður Vigfús
Sveinbjörnsson, f. 1972, barn
þeirra Svala, f. 2007. 2) Karólína
Árnadóttir, f. 1947, maki Guð-
mundur Salbergsson, f. 1945, d.
1993. Börn þeirra eru: a) Hrund,
f. 1974, maki Þórhallur Einisson,
f. 1973. Börn þeirra: Úlfur, f.
2008, og Íris, f. 2013. b) Sigríður,
f. 1977, maki Lárus Árni Her-
mannsson, f. 1976. Börn Sigríðar
og Lárusar eru Guðmundur Her-
mann, f. 2003, Karólína Huld, f.
2006, og Felix Krummi, f. 2012.
3) Sigfús Ægir Árnason, f. 1954,
maki Stefanía Haraldsdóttir, f.
1963. Synir þeirra eru: Haraldur,
f. 1987, sambýliskona Hrafnhild-
ur Hafliðadóttir, f. 1989, og Árni
Gestur, f. 1990, maki Ríkey Guð-
mundsdóttir Eydal, f. 1991.
Útför Sigríðar fór fram frá
Garðakirkju 26. apríl 2017, í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
1922, Kristrún, f.
1924, d. 1994, Val-
gerður f. 1927,
Fjóla, f. 1928, d.
2011, Lilja, f. 1928,
Njáll, f. 1929, d.
2004, Ragnheiður, f.
1931, Árni, f. 1932,
Guðrún, f. 1933, d.
1974, Herdís, f.
1934, og Hörður, f.
1936. Hinn 28. maí
1944 giftist Sigríður
Árna Sigfússyni, f. á Ægissíðu á
Vatnsnesi 25. ágúst 1912, d. 1.
febrúar 2006. Börn þeirra eru: 1)
Svala Árnadóttir, f. 1945, maki
Vigfús Aðalsteinsson, f. 1941, d.
2017. Börn þeirra eru: a) Árni
Gunnar, f. 1967. Börn Árna
Elsku mamma mín.
Góða nótt
orðin tvö sem segja ekki margt,
segja þó samt það sem huganum er
þarft.
Góða nótt
segja frá því að þú óskir mér rólegrar
nætur,
og ég vakni og verði glöð er ég fari á
fætur.
Góða nótt
segir ekki aðeins að þú elskir mig og
mín gætir,
heldur einnig að allir mínir draumar
rætist.
Góða nótt.
Góða nótt, elsku mamma mín,
ósegjanlega glöddu mig orðin þín.
Góða nótt.
Ég er kona lánsöm að hafa fengið að
alast upp hjá þér,
og segja góða nótt á hverju kvöldi eins
og ætlast var til af mér.
Góða nótt.
Það eru svona hlutir sem gefa lífinu
gildi,
ekki peningar og hlutir eins og ætla
skyldi.
Góða nótt.
Þú yljaðir mér í gær um hjartarætur
og þess vegna í kvöld vil ég óska þér
góðrar nætur.
(Arndís María Kjartansdóttir)
Sofðu rótt.
Þín dóttir,
Karólína Árnadóttir (Kalla).
Lífsgleði og lífskraftur eru
fyrstu orðin er koma mér í hug er
ég minnist kærrar tengdamóður
minnar, Sigríðar Guðmundsdótt-
ur, sem kvaddi okkur 13. apríl síð-
astliðinn.
Okkar fyrstu kynni voru fyrir
þrjátíu og þremur árum síðan,
þegar ég kom inn á heimili þeirra
Árna og Siggu, á Bugðulækinn,
sem vinkona einkasonarins.
Afar kært varð strax á milli
okkar, Siggu og áttum við margar
góðar stundir saman, hvort sem
var á Bugðulæknum eða í
sumarbústaðnum sem fjölskyldan
á, í Kumlabrekkum í Laugardal.
Þar í skóginum, í litla húsinu okk-
ar, áttum við margar yndislegar
samverustundir, þar sem spilað
var, sungið og dansað fram á
rauða nótt. Í Kumlabrekkunum
elskaði hún að vera og þar var hún
sannarlega í essinu sínu með
barnabarnahópinn í kringum sig.
Hugurinn bar hana oft upp í
Kumlabrekkurnar eftir að hún
veiktist og við sátum oft saman og
rifjuðum upp skemmtilega tíma.
Það eru nær fjögur ár frá því að
hún komst í bústaðinn síðast en
hún stefndi sko aldeilis á að
hressa sig það mikið fyrir sumar-
ið, svo að hún kæmist aftur í sum-
arbústaðinn. Það var draumurinn.
Amma Sigga var mikil hann-
yrðakona. Það sannaðist heldur
betur þegar hún á síðustu mán-
uðunum sínum, rifjaði upp gamla
takta og kepptist við að hekla
kjóla, skó, húfur og jakka á dúkk-
ur barnabarnanna og nokkra
kjóla á væntanlega nýja litla fjöl-
skyldumeðlimi.
Hún passaði alltaf að líta sem
best út og vildi helst vera sem
mest glansandi, því að hún væri
jafnglysgjörn og krumminn, eins
og hún sagði sjálf. Hún var hrein-
skiptin, glaðvær og kunni margar
skemmtilegar sögur frá upp-
vaxtaárunum á Böðmóðsstöðum, í
hópi 14 systkina. Sigga var ein tíu
systra, fjórir bræður, og var hún
sjötta í röðinni af systkinum sín-
um. Sérstaklega var sá tími henni
hugleikinn þegar hún kom í sveit-
ina sína. Þá flugu skemmtisögurn-
ar frá búskapnum á Böðmóðsstöð-
um og systkinafjöri og
hlátrasköllin okkar glumdu um
skóginn.
Hún kynntist ung ástinni, hon-
um Árna sínum, og áttu þau kær-
leiksríkt hjónaband saman í rúm
60 ár. En Árni lést árið 2006.
Heimili þeirra hjóna, Árna og
Siggu var alltaf opið gestum og
gangandi og skipti engu hversu
margir komu, óvænt eða boðnir,
alltaf var nóg til af kærleik og
kræsingum. Það eru því ógleym-
anlegar minningar sem ég og fjöl-
skyldan eigum af Bugðulæknum.
Þar voru iðulega nýbakaðar kræs-
ingar á borðum sem hún hafði
töfrað fram og sagðar sögur frá
því í gamla daga eða sagðar nýj-
ustu fréttir af barnabörnunum.
Sigga vildi alltaf fylgjast með
þeim og spurði reglulega hvað þau
væru að bardúsa hverju sinni.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
En nú er komið að leiðarlokum,
en dýrmætar minningarnar lifa í
hjörtum okkar.
Ég hefði ekki getað hugsað
mér betri tengdamóður. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Stefanía Haraldsdóttir (Ebba).
Elsku amma Sigga. Þú varst
alltaf svo yndisleg og góð. Varst
svo gestrisin – alltaf með pönnu-
kökur, danskt kex í hornskápnum,
allskonar nammi í búrinu, kók
(plús bjór þegar ég var orðinn
eldri) og dót í „dótó“ fyrir krakk-
ana.
Ég mun aldrei gleyma stund-
unum þegar ég spilaði rommý við
þig í bústaðnum okkar og hvað
mér brá þegar þú gargaðir þegar
einhver fékk jókerinn eða „skratt-
ann“ eins og þú kallaðir hann. Þú
varst alltaf hrifin af ljósu krullun-
um mínum, sem síðar hafa breyst
í brúna drullu, og varst gjörn á að
reyna að fá mig til syngja Maís-
tjörnuna handa þér. Ég var alltaf
svo feiminn með það og þurfti ég
yfirleitt að draga þig afsíðis og
gera það fyrir þig í einrúmi ef ég
féllst á það yfirhöfuð.
Að vera hjá þér fannst öllum
frábært og var Bugðulækurinn
samkomustaður fjölskyldunnar af
öllum tilefnum. Yfirleitt þegar
maður kom í heimsókn til þín, þá
var annaðhvort einhver nýfarinn
eða einhver rétt ókominn. Það
fannst öllum nærvera þín vera svo
einstök og æðisleg og því keppt-
ust allir við að fá að njóta sam-
verustunda með þér.
Ég á eftir að sakna þín svo mik-
ið, en minningarnar sem við
bjuggum til saman eru ógleyman-
legar.
Árni Gestur Sigfússon.
Hún amma Sigga mín var alveg
einstaklega hress og hlýleg mann-
eskja svo lengi sem ég þekkti
hana. Þær eru mér mjög dýrmæt-
ar stundirnar sem við eyddum
saman þegar við komum í heim-
sókn til hennar og afa. Þá var hún
fljót að bjóða okkur bræðrunum
kökur og nammi sem hún lumaði á
inni í býtibúri en hún var iðin við
að baka og gera pönnukökur fyrir
okkur öll. Einnig eru mér minn-
isstæð þau skipti þegar fjölskyld-
an fór saman í sumarbústað. Þá
spiluðum við oft rommý með
henni og hlustuðum á hana tala,
en hún var þekkt fyrir hvort
tveggja innan fjölskyldunnar.
Þetta voru margar af okkar bestu
og eftirminnilegustu stundum.
Minningarnar sem við gerðum
saman munu ávallt veita mér yl og
hlýju.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Haraldur Sigfússon.
Elsku amma Sigga.
Nú ertu farin upp til himna og
mig langaði að þakka þér fyrir
yndislega tíma með þér.
Ég var svo heppinn að fá að
vera eina barnið í fjölskyldunni í 7
ár og það var ekkert verið að
spara við mig dekrið. Ég á margar
góðar og skemmtilegar minningar
frá Bugðulæknum með þér og afa
Bomm.
Ég kveð þig með uppáhaldslagi
okkar beggja.
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
(Halldór Kiljan Laxness)
Þinn Glókollur Ömmusigguson,
Árni Gunnar.
Það er með sárum söknuði sem
ég kveð ömmu mína Sigríði Guð-
mundsdóttir. Minningarnar um
allar stundirnar gefa yl og ham-
ingju.
Oft fer hugurinn til baka á
Bugðulækinn, þar sem gleði, ró og
hlýju var að finna. Amma mín var
einstaklega glæsileg kona og mik-
ill fagurkeri. Í mínum huga var
hún fallegasta kona í heimi, dökk
á brún á brá og átti óendanlega
mikið af fötum. Hún var sauma-
kona, allt lék í höndum hennar,
hvort sem það var að hekla eða
föndra fallega hluti. Hún var hæfi-
leikarík og á hjúkrunarheimilinu
heklaði hún dásamlegan bleikan
kjól á dúkkuna hennar dóttur
minnar og auðvitað voru bleikir
heklaðir dúlluskór með og húfa.
Það var alltaf svo gott að vera
nálægt ömmu og heimili hennar
var vinsæll áningarstaður. Margir
komu í heimsókn og alltaf var tek-
ið á móti manni með breiðu brosi
og dillandi hlátri. Það var mikil ást
í hjartanu hennar, yndislegt að sjá
hvað samband hennar við afa
Bomm eins og við kölluðum hann
var traust og hamingjuríkt. Hún
var góð fyrirmynd, einstaklega
næm á tilfinningar annarra og gat
alltaf fengið mann til að brosa.
Það er erfitt að hugsa um til-
veruna án ömmu Siggu minnar.
Hún var svo stór partur af lífinu
sem veitti hamingju og hugarró.
Minningar mínar um fallegu og
yndislegu ömmu mína munu alltaf
fylgja mér á lífsins braut. Þær eru
dýrmætu sólargeislarnir sem
verma hjartað mitt.
Þín
Aðalheiður Vigfúsdóttir.
Ég er svo heppin að hafa átt
skemmtilegustu ömmuna. Ég
held að mögulega gæti hún hafa
verið skemmtilegasta kerling í öll-
um heiminum. Hún og afi bomm
voru stundum eins og persónur í
góðu leikriti. Hann með úfið hár
og pípuna sína sem ósaði eins og
versti skorsteinn á meðan amma
Sigga var alltaf svo glæsileg, eins
og hún væri að fara á ball. Það var
alveg sama hvort hún var bara
heima eða á leið í sumarbústaðinn
þá minnti hún helst á egypska
prinsessu. Kolsvart hárið uppsett,
eða með rúllurnar og slæðu yfir og
augnskugga, varalit og lakkaðar
neglur.
Enginn var betri kokkur en
amma Sigga. En best þótti henni
sjálfri silungshausar og oft reyndi
hún að kenna mér hvernig maður
setti upp í sig heilan haus og svo
komu beinin hrein út. Þetta fannst
mér vera eins og besta töfra-
bragð.
Við Sigga systir gistum oft hjá
ömmu Siggu og afa og þá leyfði
amma okkur að breyta stofunni í
töfraheim. Við fengum að taka all-
ar slæðurnar, skartgripina og
kristalinn og við bjuggum til æv-
intýraland með gulli og gimstein-
um. Þegar við urðum eldri feng-
um við svo lánaða fínu kjólana og
stundum átti hún það til að kíkja í
bolla áður en við fórum út á lífið og
auðvitað sá hún þá ekkert nema
stráka og partí. Seinna breyttust
svo bollamyndirnar í utanlands-
ferðir, fóstur eða börn.
Sumarbústaðaferðirnar voru
mikil ævintýri og eitt sinn skipaði
pabbi ömmu út í Kömbunum til að
reykja því hann var á nýjum bíl og
ákvað að það yrði ekki reykt í hon-
um. Þar stóð hún í fínni kápu með
veskið sitt og sígóina og bölvaði
honum í sand og ösku. Amma var
alltaf búin að baka parta eða
kleinur og þau afi fóru fyrst á fæt-
ur, helltu upp á kaffi, reyktu og
hlustuðu á fréttirnar. Svo var
grillað og spilað rommý og alltaf
kíkti amma á spilin hjá afa og til-
kynnti öllum að hann væri með
tvist!
Áður en amma Sigga varð fó-
tafúin eins og hún kallaði það, fór-
um við í gönguferðir í Kumla-
brekkunum. Átum sætukoppa og
hlustuðum á mófuglana. Eitt
skipti settist hún á þúfu til að hvíla
sig. Allt í einu flaug eitthvert drasl
upp í munninn á mér. Amma
Sigga hreinlega veltist um af
hlátri þar sem hún hafði grýtt
hrossataði beint upp í mig og
sagði: „Djöfull var þetta gott á
þig!“ Amma var sko kjaftfor. Hún
þorði að segja nákvæmlega það
sem henni í brjósti bjó og skóf
ekkert af því.
Fyrir jólin var allt gert hreint.
Veggirnir voru þrifnir með klór
og svo var borin olía á allan við. Og
það yrðu engin jól nema búrið
væri fullt af dósum, perum, jarð-
arberjum og kökudallarnir stút-
fullir af allskonar kruðeríi. Eftir
að pabbi dó héldum við jólin á
Bugðulæknum hjá ömmu Siggu
og afa, og svo bara með ömmu eft-
ir að afi dó. Hún tók ekki annað í
mál og finnst Úlfi enn engin jól
vera alvöru jól eins og við áttum
með ömmu þar sem hún sat salla-
fín í drottningarstólnum og hann
sá um að rétta henni pakkana.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
amma Sigga mín, með bæninni
hans pabba.
Eyddu drottinn öllum fljótt
ótta úr huga mínum.
Svo ég geti sæl í nótt,
sofið í faðmi þínum.
Þín biðukolla,
Hrund Guðmundsdóttir.
Klukkan rúmlega níu var alltaf
á tali, alla morgna, alla daga árs-
ins heima hjá mér en líka hjá
Siggu frænku.
Þessi tími var frátekinn, þær
komu sér beint að efninu og
ræddu málin, systurnar, mamma
og Sigga. Það skorti aldrei um-
ræðuefni og ekki minnist ég þess
að þeim hafi nokkurn tímann orð-
ið sundurorða. Stundum kom það
fyrir að einhver þurfti líka að nota
símann á sama tíma, pabbi til
dæmis að panta steypubíl, ekki
búið að finna upp gemsann þá. En
það var ekki í boði að rjúfa þessa
stund, menn gátu einfaldlega valið
annan tíma til að panta steypu.
Þessa stund áttu þær Sigga sam-
an.
Það voru tvö ár á milli þeirra
systra í hópi fjórtán systkina sem
höfðu glaðværð og væntumþykju í
fyrirrúmi.
Og þannig var Sigga, alltaf
hress og það var ekki leiðinlegt að
koma í orlof til Siggu og Árna á
Bugðulækinn.
Sigga byrjaði á undan mömmu
að eignast sín börn. Vildi þá að
mamma kæmi og héldi í höndina á
henni þegar þau fæddust. „Það
var alveg sama hvernig stóð á hjá
mér,“ sagði mamma. „Ég bara
mætti, enda kom ekki annað til
greina og eitt skiptið þurfti Njáll
bróðir að keyra mig austur í Wil-
lys-jeppanum sínum í blindhríð og
ég með Sigrúnu systur þína litla
með mér.“
Ég kveð kæra frænku sem var
falleg bæði að utan og innan.
Sendi samúðarkveðjur til
Svölu, Köllu, Ægis og fjölskyldu.
Minning um Siggu lifir, þar
sem glaðværð og væntumþykja
var alltumlykjandi.
Harpa Ólafsdóttir.
Sigríður
Guðmundsdóttir
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
BJÖRN OTTÓSSON,
Hvannahlíð 8,
Sauðárkróki,
lést 26. apríl að heimili sínu.
Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 6. maí
klukkan 14.
Sigríður Gísladóttir
Ragnhildur Sigrún Björnsd. Ólafur Stefánsson
Anna Birna Björnsdóttir Egill Birkir Sigurðsson
Davíð Þór Björnsson Margrét Rósa Haraldsdóttir
og barnabörn
Elsku drengurinn minn, bróðir okkar, mágur
og stóri frændi,
ÞÓRIR JÓNSSON,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 23. apríl.
Útför hans fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 3. maí klukkan 15.
Guðrún Hugborg Marinósdóttir
Ása Gróa Jónsdóttir Ármann Þór Guðmundsson
Rósa Jónasdóttir Pétur Reynir Jónsson
og systkinabörn