Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Hildur Karlsdóttir, kennari í Álftanesskóla, á 50 ára afmælií dag. Hún er umsjónarkennari 6. bekkjar í skólanum.Hún er Hafnfirðingur en er búin að búa lengi á Álfta-
nesi og býr núna í húsi sem heitir Bjarg.
Áhugamál Hildar eru fjölskyldan og gönguferðir. „Ég fer mikið
út með hundinn minn, hana Freyju, og það er mjög gott að vera
með hund hér á Álftanesinu sem er mikið útivistarsvæði. Svo fer
ég í fjallgöngur þegar sumartíminn kemur.
Ég er í gönguhóp sem ég fer alltaf árlega með, annars er sum-
arið frekar opið. Í fyrra var ég með hópnum í Tálknafirði og fór-
um við í göngur á svæðinu í fjögurra daga ferð.“
Hildur verður í faðmi fjölskyldunnar í dag. „Ég verð um
helgina með fjölskyldunni í sumarbústaðnum okkar í Grímsnesi
en við erum dugleg að fara í bústaðinn, líka á veturna. Svo hélt
ég upp á stórafmælið með því að við fjölskyldan vorum í Brighton
um páskana. Þar var gott íslenskt vor- og sumarveður.“
Eiginmaður Hildar er Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Sam-
skipa. Börn þeirra eru Smári, Þóra Gréta og og Rakel. Barna-
börnin eru þrjú, Embla Sól, Kristbjörg Lilja og Skarphéðinn
Krummi.
Við Stonehenge Hildur ásamt börnunum sínum á Englandi.
Í faðmi fjölskyld-
unnar í Grímsnesi
Hildur Karlsdóttir er fimmtug í dag
J
óhannes Benediktsson
fæddist í Reykjavík 29.4.
1957 og ólst þar upp á
slóðum Framara í Safa-
mýrinni. Hann flutti hins
vegar í Vesturbæinn í Reykjavik
1983 og er KR-ingur af lífi og sál.
Á æskuárunum dvaldi Jóhannes
oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu
í Tebstrup á Jótlandi í Danmörku.
Jóhannes var í Álftamýrarskóla,
lauk stúdentsprófi frá MH 1977,
stundaði tæknifræðinám i Tækni-
skóla Íslands 1979-80, stundaði nám
við Ingeniørhøjskolen Horsens
Teknikum i Danmörku og lauk það-
an prófi í byggingartæknifræði
1983. Jóhannes stofnaði og rak eigið
verktakafyrirtæki, Túntækni, á
menntaskólaárunum, með skóla-
félögum sínum, Gísla Sæmundssyni
arkitekt og Birni Magnússyni lóðar-
verktaka.
Jóhannes starfaði á bygginga-
deild borgarverkfræðings 1983-97.
Hann var rekstrarstjóri Trésmiðju
Reykjavíkurborgar 1997 til 2005.
Frá árinu 2005 hefur Jóhannes
starfað hjá Línuhönnun / Eflu verk-
fræðistofu við verkefnisstjórn, áætl-
anagerð og eftirlit.
Jóhannes hefur sinnt margvísleg-
um félagsstörfum, var m.a. formað-
ur Tæknifræðingafélags Íslands
1996-2004 og 2016 til 2017, er núver-
andi varaformaður Verkfræðinga-
félags Íslands, var formaður sund-
deildar KR 1998-2016, sat í stjórn
Sundsambands Íslands 2002-2008,
sat í framkvæmdastjórn KR 2006-
Jóhannes Benediktsson, fagstjóri hjá EFLU – 60 ára
Með eiginkonu og börnum Jóhannes og Björg Bergljót með börnunum sínum, Höllu Helgu, Þorvarði og Kristjáni.
Rak verktakafyrirtæki
með menntaskólanámi
Barnabörnin Tara Björg, Óli Fann-
ar, Jóhannes Ingi og Halla Helga.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Við trúum því að fegurðin sé lifandi,
sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi.
Alveg eins og náttúran sjálf. Til að
viðhalda æskuljóma húðar þinnar
höfum við tínt saman immortelle,
blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar.
Divine Cream fegrar svipbrigði þín og
hjálpar við að lagfæra helstu ummerki
öldrunar. Húðin virðist sléttari,
*Ánægja prófuð hjá
95 konum í 6 mánuði.
Húðin virðist unglegri
Mimi Thorisson er
franskur matarbloggari.
Divine Cream með Immortelle blómum
HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ
FYRIR LIFANDI FEGURÐ
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland