Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 10

Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost- naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi. Föstudaginn 5. maí og laugardaginn 6. maí 2017 – Báða dagana frá kl. 10-17 Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. Komið og upplifið hið stórkostlega SØHOLM Hús V-Gata 16, Miðfelli, Þingvallasveit, 801 Selfoss Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt af nálgast í síma 696-9899 Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum OPIÐ HÚS Sunnudaginn 7. maí kl. 13-16 EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 17 23 2 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Borgarráð hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að tekið verði upp menningar- og heilsukort eldri borgara í Reykjavík frá og með haustinu 2017. Kortið á að nýtast öllum Reykvík- ingum sem hafa náð 67 ára aldri til að fá endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum og menningarstofnun- um sem reknar eru af Reykjavíkur- borg. Vissu ekki um fríðindin „Þessir afslættir hafa þegar verið innleiddir í fjárhagsáætlun ársins, en töluverð brögð eru að því að eldri borgarar þekki ekki til þessara fríð- inda eða nýti sér þau ekki til heilsu- bótar og menningarauka,“ segir í til- lögu borgarstjóra. Í greinargerð með tillögu borgar- stjóra kemur fram að tillaga um „frí- stundakort eldri borgara“ hafi verið ein af tillögum sem starfshópur um heilsueflingu aldraðra vann undir for- ystu Ellerts B. Schram, núverandi formanns Félags eldri borgara (FEB) í Reykjavík. Með nýju menningar- og heilsu- korti Reykjavíkurborgar væri tekið undir áðurnefnda tillögu. Þegar kort- ið verði orðið að veruleika megi tengja það frekari fríðindum líkams- ræktarstöðva eða fyrirtækja sem veita eldri borgurum afslætti og verði það útfært og innleitt í samráði við FEB. Á borgarráðsfundinum í fyrradag voru einnig kynnt drög að erindis- bréfi starfshóps um menningar - og heilsukort eldri borgara í Reykjavík. Borgarstjóri verður ábyrgðarmaður hópsins. Í hópnum verða fulltrúar frá þremur fastasviðum borgarinnar. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum fyrir 15. júní 2017. sisi@mbl.is Nýtt kort fyrir eldri borgara  Sund og menning verða ókeypis Kjarvalsstaðir Eldri borgarar þurfa ekki að greiða fyrir aðgang. Morgunblaðið/Eggert BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Á mánudaginn tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heil- brigðisþjónustu, og einnig tekur gildi þann dag ný reglugerð um tilvísunar- kerfi fyrir börn, sem felur það í sér að börn fái tilvísun á sérfræðing hjá heilsugæslu eða heimilislækni og við komu til sérfræðings greiði þau ekk- ert fyrir komu til sérgreinalæknis. Börn sem sæki þjónustu sér- greinalæknis án tilvísunar þurfi að greiða þriðjung af því sem sjúkra- tryggðir almennt greiða. Börn yngri en tveggja ára þurfa ekki til- vísun. Valtýr Stefánsson Thors, barna- læknir, er formaður Félags barna- lækna. Hann gagnrýnir nýja tilvís- unarkerfið harðlega, og segir að álagið á bráðadeild Barnaspítalans eigi eftir að stóraukast. „Við höfum lýst því yfir, bæði í fjöl- miðlum og í greinargerð til ráðherra, að okkur þykir þetta vera vanhugsað skref, og þar vísa ég bæði til nýs greiðsluþátttökukerfis og tilvís- unarkerfisins,“ sagði Valtýr í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eins og þetta birtist okkur; er eins og þetta frumvarp hafi farið í gegnum Alþingi undir radarnum, en verið selt alþingismönnum með þeim hætti að það ætti að tryggja börnum ókeypis heilbrigðisþjónustu, því það var það sem menn kepptust um að lofa fyrir kosningar,“ sagði Valtýr. Þjónustan ekki ókeypis Hann segir að í ljós komi, þegar lögin eru skoðuð, að heilbrigðisþjón- usta fyrir börn verði langt frá því að vera ókeypis. Fólk muni átta sig á því þegar nýja kerfið verði tekið upp eft- ir helgi, að það verði í raun og veru enginn sem eigi eftir að njóta góðs af því. „Hugmyndin er að fólk leiti fyrst til heimilislæknis, sem er í sjálfu sér góð og gild hugsun í löndum sem eru með sterka heilsugæslu. Heilsugæsl- an hér á landi er ekki í stakk búin til þess að takast á við þann mikla fjölda, sem hefur verið sinnt af barnalæknum hingað til. Það sem mun gerast eftir helgi, þegar fólk átt- ar sig á því að það þarf að borga fjór- falt eða fimmfalt meira fyrir komuna til barnalæknis, ef það hefur ekki fengið tilvísun hjá heilsugæslulækni, er að hér verði til tvöfalt heilbrigðis- kerfi,“ sagði Valtýr. Hann segir að annars vegar verði til kerfi fyrir þá sem hafa nóg á milli handanna og láta sig ekki muna um að borga barnalækninum, án þess að hafa fyrst fengið tilvísun og hins veg- ar þá sem hafi ekki ráð á öðru en að fara fyrst á heilsugæsluna, og bíða svo eftir tíma hjá sérfræðingnum í einhverjar vikur. „Þeir sem alls ekki geta beðið, munu leita á bráðamóttöku barna á Barnaspítalanum, sem er nú þegar yfirfull og fólk á þönum að sinna veikustu börnunum. Þá skapast þetta ástand, sem við höfum mestar áhyggjur af. Núna eru á milli 15 og 16 þúsund komur á ári á Barnaspít- alann og við teljum að nýja tilvís- unarkerfið muni fjölga komum um 25% til 30% á ári,“ sagði Valtýr. Hann segir að veikustu sjúkling- unum verði þannig hætta búin og fólk sem hafi minna á milli handanna geti ekki leitað þeirrar þjónustu sem það þurfi á að halda, fyrir börn sín. Hann segir að hvorki barnalæknar né heimilislæknar fagni hinu nýja til- vísunarkerfi, enda feli það í sér tví- verknað. „Ég held því miður að þetta sé hin margumtalaða íslenska leið. Það er einhver sem fær hugmynd, sem er svo keyrð í gegn, hvað sem gagnrýni og mótbárum þeirra sem eru að vinna á gólfinu líður. Það er verið að horfa til fyrirmynda í Svíþjóð og Noregi, en það gleymist að við búum í allt öðru vísi þjóðfélagi en Svíar og Norðmenn. Við erum miklu minni og erum alls ekki með jafn sterka heilsugæslu og þeir. Það þarf að byrja á því að efla heilsugæsluna og gera hana að meira aðlaðandi starfs- vettvangi fyrir lækna,“ sagði Valtýr jafnframt. Komum fjölgi um 25% til 30%  Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags barnalækna, gagnrýnir nýtt tilvísunarkerfi harðlega  Segir að álag á Barnaspítala Hringsins muni stóraukast með tilkomu tilvísunarkerfisins Morgunblaðið/Ómar Tilvísanir Formaður Félags barnalækna telur að nýja kerfið sé vanhugsað. Valtýr Stefánsson Thors Á mánudag, 1. maí, tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heil- brigðiþjónustu. Í umfjöllun á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands segir að markmiðið með nýja kerfinu sé að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu. Hámarksgreiðsla á mánuði verði almennt 24.600. Hún verði þó lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum eða kr. 16.400. Greiðslur sjúkratryggðra einstaklinga fyrir þjónustu vegna þjálfunar, læknishjálpar o.fl. teljist saman upp í hámarksgjald. Nánar á www.sjukra.is. Hámark 24.600 krónur NÝTT GREIÐSLUÞÁTTTÖKUKERFI TEKUR GILDI 1. MAÍ Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykja- víkur, kveðst telja að nýjar reglur um greiðsluþátttöku og nýtt tilvísunarkerfi, séu á skjön við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarsáttmálinn hófst á fögrum fyrirheitum um jafnt aðgengi allra að öruggri og góðri heilbrigðisþjón- ustu, óháð efnahag,“ sagði Arna í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Kerfið verður þannig, frá næsta þriðju- degi, að sjúklingurinn þarf að borga háa upphæð fyrst, allt að 24.600 krónur. Þetta getur reynst þeim efna- minni mjög erfitt. Ég nefni sem dæmi skjólstæðinga geðlækna, sem er jú sá hópur sem ríkisstjórnin ætlaði að vernda sér- staklega.“ Arna segir að ungt fólk sem alla jafna þurfi sjaldnar að leita til læknis, muni þurfa að greiða stóran hluta af læknisheimsókn til sérfræðilæknis úr eigin vasa. „Það er ekki verið að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, heldur er verið að breyta kostnaðarþátttökunni milli hópa. Vitanlega er mikil ánægja með það að þak sé sett á kostnaðarþátttöku þeirra sem greiða mest og þurfa oftast að leita til sérfræðilækna, en að það skuli vera gert þannig, að þakið sé greitt af öðrum sjúklingum, þeim sem eru minna veikir, er að mínu mati afar gagnrýnisvert. Af hverju er þessum kostnaði ekki velt yfir á alla skattgreiðendur, ríkissjóð?“ spyr Arna. Þá gagnrýnir Arna það harðlega að nýju reglurnar taki gildi strax eftir helgi, án þess að nokkur kynning hafi farið fram. „Það veit enginn að þetta er að bresta á næsta þriðjudag. Þeir sem eru fyrir löngu búnir að panta sér tíma hjá sérfræðingi, hefðu þurft að fara eigi síðar en í dag (í gær) í heilsugæsluna og fá tilvísun hjá heilsugæslulækni, til þess að þurfa ekki að borga margfalt fyrir barnið hjá sérfræðingi,“ sagði Arna. Á skjön við stjórnarsáttmálann FORMAÐUR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Arna Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.