Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 35

Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 35
þannig að tilboð mitt frá 2006 var engin tilviljun. Hann er náfrændi dætra minna, vinur og samstarfs- félagi í senn. Ótímabært fráfall hans hans er þyngra en tárum taki. Fjölskyldan var honum allt. Berglind er mikil hetja í þessu veikindaferli og börnin þrjú hvert öðru yndislegra sömuleiðis. Hann átti líka ástríki foreldra - þaðan sem hann fékk sína miklu réttlæt- iskennd og listamannshæfileika - og bræðrahópurinn er einstakur. Ég votta þeim öllum innilega sam- úð mína. Leikurinn á Akureyri endaði með jafntefli - það var ekki mér að þakka, liðsfélagarnir sáu um þá ábyrgð. Nú leika bæði liðin okkar í efstu deild og Freddi var afar stoltur af því. Faðmlagið í leikslok var ógleymanlegt. Þau urðu sem betur fer langtum fleiri. Það er óásættanleg tilhugsun að fá ekki að upplifa ógleymanleg- asta hlátur sem til er. Hann hafði alltaf þau áhrif með nærveru sinni að manni leið betur og það er margs að minnast. Ég trúi því að við munum leika einhvern tíma saman á iðjagrænum völlum með bros á vör. Guð blessi minningu Friðfinns Hermannssonar. Hákon Gunnarsson. Hvíldu hjarta. Húmblíð nóttin hefur fold í faðmi sveipt, mildir geislar mánans hafa munarslæðum dalinn reift. Bládögg vafin blómin hvíla, blundar fugl á kvisti vær. Sofðu einnig, órótt hjarta, allt er þögult fjær og nær. Hvíldu, hjarta, hvíldu. Hvíldu, hjarta. Sjá hve fljótið silfurlygna sveimar hljótt út í hafið ógnardjúpa er því vaggar hægt og rótt. Lát þú einnig, ljúfa hjarta, ljósa drauma bera þig burt frá sorg og burt frá kvíða, burt frá vöku þyrnistig. Hvíldu, hjarta, hvíldu. (Hulda) Í dag kveðjum við kæran vin og samferðamann, Friðfinn Her- mannsson, Fredda. Hann var jafnaldri okkar og skólabróðir á Akureyri og við nut- um samvista við hann í skáta- starfi, íþróttum, félagslífi og dýr- mætri vináttu í áranna rás. Með tímanum og árunum fækkaði sam- verustundum eins og gengur en alltaf áttum við góðar stundir saman af og til og þá var eins og tíminn hefði staðið í stað. Freddi var máttarstólpi í öllu því sem var skemmtilegt, hann mætti fyrstur með gítarinn og fór yfirleitt síð- astur heim, - honum þótti einfald- lega svo gaman að vera til. Nú er höggvið stórt skarð í okkar hóp því sá sem var glaðastur og svo oft miðdepillinn í hópnum er ekki lengur með okkur. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að slíkur lífskraftur sem hann bjó yfir sé ekki ósigrandi, en ljósið hans Fredda lifir sannarlega áfram í minningum allra sem þekktu hann og elskuðu. Allar samverustundirnar, fjörið, gleðin og söngurinn en líka djúpar og al- varlegar samræður um lífið og til- veruna, allt þetta var Freddi. Ég veit ég mæli fyrir hönd gömlu fé- laganna fyrir norðan þegar ég kveð Fredda í djúpri virðingu og þökk fyrir allt það sem hann gaf okkur, hann var einstakur maður. Elsku Berglind, börnin ykkar, foreldrar og fjölskyldan öll, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Inga Dagný Eydal. Hann var einstakur og hvers manns hugljúfi. Þetta eru þau orð sem koma upp í hugann og lýsa kannski best vini mínum og sam- starfsfélaga, Friðfinni Her- mannssyni. Upphaflega lágu okk- ar leiðir saman fyrir allmörgum árum þegar Friðfinnur hóf störf sem framkvæmdastjóri á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga. Það var haldin ráðstefna á Akureyri og við forstöðumenn sjúkrahúsa gistum í sumarbústöðum í Kjarnaskógi. Um kvöldið var haldin kvöldvaka og þá dró þessi ungi maður upp gítar og það var byrjað að spila og syngja. Kvöld þetta varð mjög eftirminnilegt og rétt upphafið að mörgum ánægju- legum samverustundum á þess- um vettvangi. Það er einnig sterkt í minningunni þegar þau hjónin voru samferða okkur í bíl í árlegri jeppaferð félags forstöðumanna á Strandirnar, alla leið í Ófeigs- fjörð. Þetta styrkti með okkur ágætan vinskap sem hefur varað síðan. Oft áttum við góð samtöl saman þar sem heilbrigðismálin voru rædd og kom fljótt í ljós hvað áhugi Friðfinns var mikill á verk- efninu. Hann var með miklar hug- myndir um að auka afköst í heil- brigðisþjónustu á svæðinu og varð honum tíðrætt um forvarnir og gildi þeirra. Einnig bar á góma samstarf á milli sjúkrahúsa og þá sérstaklega með sérfræðiþjón- ustu í huga, en hann vildi gjarnan fá lækna til þess að koma norður og sinna ákveðinni sérfræðiþjón- ustu sem ekki hafði verið til stað- ar á Húsavík. Friðfinnur starfaði í 12 ár á þessum vettvangi og alltaf var hann hrókur alls fagnaðar þegar við framkvæmdastjórarnir komum saman. Eftir þessi 12 ár fór Friðfinnur að vinna við ráðgjafastörf hjá Capacent og fjölskyldan flutti suður. Hann kom mikið að ráð- gjafaþjónustu innan heilbrigðis- kerfisins, bæði hjá heilbrigðis- ráðuneytinu sjálfu og hjá einstaka stofnunum. Hugmyndaauðgi hans kom að góðum notum og er óhætt að segja að honum hafi tek- ist vel upp í hópavinnu að virkja hugarafl þátttakenda til góðrar niðurstöðu í hverju verkefni. Fyrir nokkrum árum lágu leið- ir okkar aftur saman þegar ég settist í stjórn Alzheimersamtak- anna. Friðfinnur hafði unnið stefnumótunarvinnu með stjórn samtakanna ári áður og varð það til þess að leitað var til hans með stjórnarsetu í samtökunum. Hon- um var málið skylt, þar sem tengdamóðir hans hafði greinst með alzheimer. Samtökin standa í mikilli þakkarskuld við Friðfinn fyrir hans góðu vinnu við að efla þjónustu við skjólstæðinga sína. Samstarf okkar innan stjórnar Alzheimersamtakanna leiddi síð- an til þess að við fórum að vinna saman við ráðgjafastörf undir nafni fyrirtækis hans NOLTA, sem hann stofnaði með vini sínum Sigurjóni Þórðarsyni. Það er sárt að sjá á eftir jafn gefandi og hæfi- leikaríkum einstaklingi og Frið- finni og verður hans sárt saknað. Við hjónin vottum Berglindi, Ara, Frey og Sólveigu Birnu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan vin mun lifa. Árni Sverrisson. Friðfinnur Hermannsson var fæddur frumkvöðull, en hafði líka þá ómetanlegu eiginleika sem stjórnandi að skapa vaxtaskilyrði fyrir það starfsfólk sem hann tók að sér að leiða og þá starfsemi sem hann trúði á. Friðfinnur var hugaður yfir- maður sem þorði að fara nýjar leiðir og standa vörð um vaxtar- brodda nýjunga í heilbrigðismál- um sem og á öðrum sviðum. Það var sama þó veðurskilyrði nýræktarinnar væru á tíðum um- hleypingasöm. Ef Friðfinnur trúði á verkefnið þá skapaði hann það gróðurhús sem gerði nýgræð- lingnum kleift að vaxa og dafna. Þegar ég bar það upp við hann fyrir allmörgum árum að Heil- brigðisstofnun Þingeyinga tæki að sér að þróa „Reyksíma“ sem þjóna myndi landinu öllu, sá hann það strax að Húsavík væri að sjálfsögðu kjörinn staður fyrir slíka þjónustu við lýðheilsu Ís- lendinga. Hann tók talsverða fjárhags- lega áhættu sem stjórnandi til að koma þjónustunni í gang, enda á þeim tíma ekkert eyrnamerkt fjármagn til slíks. Nú, um 17 ár- um síðar, er Friðfinnur dáinn langt fyrir aldur fram. Reyksím- inn lifir hinsvegar áfram og í dag er þjónustan fjármögnuð af yfir- völdum heilbrigðismála og númer- ið á öllum tóbaksafurðum sem gjaldfrjáls stuðningur við þá sem vilja fá aðstoð við að hætta tóbaks- notkun. Þjónustan ennþá rekin af Heil- brigðisstofnun Norðurlands með aðsetur á Húsavík, þrátt fyrir all- ar hrakspár um að það væri ekki hægt að tryggja slíkri þjónustu vaxtarskilyrði utan stærri þétt- býliskjarna. Okkur hefði aldrei tekist að koma þessari þjónustu í varanlegan farveg ef Friðfinns hefði ekki notið við. Hafi hann þökk fyrir það. Við áttum saman notalega stund í stofunni hans í Kópavogi þegar ljóst var orðið stutt væri eftir. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ásgeir R. Helgason. Það er með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum hann Fredda sem hefur reynst okkur bræðrum svo vel frá því við munum eftir okkur. Það var alltaf mikil gleði í kringum Fredda og munum við eftir ófáum skiptum þar sem mik- ið var hlegið, án þess að vita endi- lega af hverju. Einstaki hláturinn sem var svo smitandi, gleðin sem geislaði af honum og þægilega nærvera hans gerði alla daga betri. Við vorum svo lánsamir að kynnast Fredda þegar við vorum ungir á Húsavík í gegnum syni hans og vini okkar, þá Frey og Ara. Það var mjög erfitt að horfa á eftir fjölskyldunni í Árholtinu flytja suður þegar við vorum ungir en við erum mjög þakklátir fyrir það að fjölskyldur okkar héldu góðu sambandi þrátt fyrir að ekki væri lengur hægt að ganga á nátt- fötunum einum á milli húsa. Freddi og Berglind sáu til þess að við bræður vorum alltaf velkomnir á heimili þeirra í Hjallabrekkunni og er óhætt að segja að við höfum heldur betur nýtt okkur það í gegnum árin. Freddi var stórkostlegur kokk- ur og var alltaf jafnánægjulegt að vera boðið í mat til þeirra hjóna. Oftast var okkur reyndar ekkert boðið heldur mættum við bara og var það alltaf í besta lagi. Grilluðu samlokurnar með bökuðum baun- um, Freddapítsan í Árholtinu á föstudögum og allar þær kvöld- stundir sem við höfum átt við veisluborðið í Hjallabrekkunni skilja eftir einstaklega góðar minningar. Þegar við lítum til baka og hugsum um þennan yndislega mann er ekki annað hægt en að brosa, því þannig var Freddi í okkar augum. Alltaf brosandi, í góðu skapi og alltaf til í að aðstoða okkur við í rauninni hvað sem er. Hvort sem það var ákvörðunar- taka um leiklistarnám í New York, ferilskrárgerð eða texta- smíði fyrir fimmtugsafmæli mömmu, Freddi var sérfræðingur á öllum þessum sviðum enda gríð- arlega fjölhæfur maður. Það er því óhætt að segja að Freddi var ekki bara pabbi vina okkar bræðra, heldur miklu meira en það og getum við sennilega aldrei þakkað nægilega vel fyrir allt sem hann og Berglind hafa gert fyrir okkur. Minning þín lifir, elsku Freddi. Ármann Örn og Patrekur. Ættarmót fjölskyldunnar frá Strandseljum við Djúp var haldið í júní á síðasta ári. Afi minn, Frið- finnur Ólafsson, var þaðan og nafni hans Friðfinnur Her- mannsson flutti ræðu fyrir hönd síns ættleggs. Salurinn engdist af hlátri þegar Freddi, sem erfði sagnagáfu afa, sagði sögur honum tengdar. Svo greip hann gítarinn og við sungum. Ég gleymi aldrei þegar hann lagði til lagið Lífið er lotterí – og stýrði af krafti. Hann var þá mitt í harðri baráttu við krabbamein. Þó að nokkrar vonir væru bundnar við nýtt lyf sem reyna átti um haustið sagði hann að auðvitað liti þetta ekki sérstak- lega vel út. En hann naut verunn- ar fyrir vestan og gaf af sér með gleði, söng og sögum af því örlæti sem alltaf einkenndi hann í mann- legum samskiptum. Friðfinnur átti alltaf sérstakan sess í huga mér. Við vorum jafn- gömul og ég var meðvituð um þennan frænda frá því að ég man eftir mér. Og þó að við byggjum aldrei í sama bæ sem börn – né stærstan hluta fullorðinsáranna – fór alltaf vel á með okkur þegar við hittumst. Það var hægt að tala við Friðfinn um allt – gaman og al- vöru. Hann hafði svo skemmtilega opna sýn á tilveruna. Og svo þorði hann að vera hann sjálfur, líka þegar hann var unglingur. Í veikindunum síðasta vetur rifjuðum við stundum upp löngu liðna hluti, eins og þegar við fórum á Dimmalimm (og hann sagði að það yrði alltaf besta leikrit sem hann hefði séð) og fórum í pylsu- veislu hjá Báru frænku og vorum vigtuð fyrir og eftir því að við ætl- uðum að borða svo mikið að við þyngdumst um kíló. Og við rifj- uðum upp sögur úr fjölskyldunni, sem við ætluðum að skrifa niður. Af því varð aldrei. Kannski eru þær hvort eð er ekkert skemmti- legar nema Friðfinnur segi þær. Það kom vel í ljós í veikindum Fredda hvað hann er vinamargur og vinasæll. Þegar kom að því að hjálpa til og vera hjá honum kom- ust stundum færri að en vildu. Því að samvistir við Friðfinn voru gef- andi og hvar sem hann var stadd- ur í veikindunum var nærveran hlý. Missir allra sem hann þekktu er mikill. Fjölskyldu hans og ást- vinum votta ég dýpstu samúð um leið og ég þakka Fredda sam- fylgdina og bið þess að engill Guðs leiði hann nú veginn heim til him- insala. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Akureyrar Góður félagi, Friðfinnur Her- mannsson, eða Freddi, sem lést hinn 17. apríl síðastliðinn, var KA- maður af lífi og sál. Heimilislífið þegar hann var að alast upp hefur eflaust snúist töluvert um KA en bræður hans og foreldrar tóku einnig þátt í leik og starfi fyrir KA og alltaf gott að leita til þeirra ef á þurfti að halda. Freddi var leikmaður meistara- flokks KA í knattspyrnu til margra ára og lék m.a. 55 leiki með meistaraflokki í efstu deild og fjölda leikja með 2. flokki. Síðar sat hann einnig í stjórn KA. Freddi var góður félagi, glaðvær og hress og einstaklega skemmti- legur liðsfélagi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldri deyr, dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Góður félagi er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hans verður saknað mjög og við minnumst góðs drengs með þakklæti og virð- ingu. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar votta ég eiginkonu Fredda, börnum hans, foreldrum, bræðrum og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Hrefna Gunnhildur Torfadóttir, formaður KA. Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017 Smáauglýsingar Bækur Bækur - rýmingarsala 50% afsláttur Kolaportið Stóri bóksalinn Þorvaldur Opið laugardag, sunnu- dag og mánudag kl. 11- 17 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarhús í byggingu til sölu 64,1m2 sumarhús / starfsmanna- aðstaða í byggingu til sölu. Upplýsingar fást hjá sveinnskorri@gmail.com sími 893-0422 Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár, Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook-síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. hvíta- gull, silfur, titanium og tungstenpör á fínu verði. Demantar og vönduð arm- bandsúr. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Óska eftir Borðstofuhúsgögn Óska eftir að kaupa borðstofuhús- gögn úr tekki. Upplýsingar í síma 861 6363. Ýmislegt Trúlofunarhringar 4 mm. 14 k. Verð 52 þúsund. Eyjólfur Kúld, gullsmiður, Hjallavegi 25, sími 553 2104 eða 893 2104 Veiði Sporhömrum 3 • Reynsla • Þekking • Gæði Grásleppunet Flotteinar Blýteinar og margt fl. Lækkað verð Höfummilligöngu um nálfellingu á grásleppunetum S. 555 6090, 892 8655 heimavik.is Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. Viðhalds- menn Tilboð/tímavinna s. 897 3006 vidhaldsmenn.is vidhaldsmenn@gmail.com Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.